Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. ágúst 1980. 7 Þórarinn Þórarinsson Hvernig verða vistunar- mál aldraðra best leyst? Breyttar aðstæður og breytt sjónarmið Vistunarmál aldraðra voru ekki ofarlega á dagskrá fyrir fá- um áratugum. Þá var það talin skylda ættmenna og annarra vandamanna að annast aldrað fólk, sem orðið var hjálparvana. Eiginlega voru það ekki aðrir en sérstakir hugsjónamenn, sem létu sig þessi mál varða. Hæst ber þar forustumenn Elli- heimilisins Grundar. Braut- ryðjendastarf þeirra verður seint fullmetið. Breyttar þjóðfélagsaðstæður og breyttur hugsunarháttur hafa leitt til þess, að almennt er nú viðurkennt, að hér er um eitt stærsta vandamál nútimaþjóð- félags að ræða. Um skeið var álitið, að þetta mál yröi bezt leyst með bygg- ingu elliheimila og hefur viða verið gert mikið átak f þeim efn- um. t seinni tið hefur orðið ljóst, að elliheimilin leysa ekki nema vissan þátt þessara mála, t.d. þegar viökomandi hefur ekki lengur eigið heimili og á ekki kost sæmilegrar vistar hjá vandafólki sinu. Margir eiga þess kost að vera áfram á heimili sinu, ef þeim berst nokkur hjálp við heimilis- störfin. Slik aijstoð er kostnaðarminni fyrir hið opin- bera en vistun á elliheimili. Mestu skiptir þvi, að margir aldraöir una þessari lausn stór- um betur. Þess vegna ryöur sú stefna sér til rúms, að leggja eigi meiri áherzlu á heimahjúkrun og heimilishjálp en byggingu elli- heimila, þegar um er að ræða aldrað fólk, sem er sæmilegt til heilsu. öðru máli gegnir um þá, sem sjúkir eru eða svo hrumir, að þeir geta ekki veitt sér nauðsyn- lega hjálp. Þetta fólk þarf að fá aðgang að sjúkrarúmi. Það, sem nú virðist þvi mest aðkallandi, er að auka heimilis- hjálpina og fjölga sjúkrarúmum fyrir aldrað fólk. Þessi lausn á þó einkum við i þéttbýli, þvi aö I dreifbýli verður heimilishjálp siður komið við. Þar verður lausnin þvf að vera nokkuð önn-' ur. Hjúkrunarrými á hakanum Ólafur Ólafsson landlæknir hefur i 3. hefti Sveitarstjórn- armála þessa árs gert þessi mál að umtalsefni i grein, sem hann nefnir: Hjúkrun elli- sjúkra—vistun aldraðra. Grein þessi er athyglisverð á margan hátt og þykir því ekki úr vegi að rekja hér efni hennar. 1 upphafi greinarinnar segir, að það sé athyglisvert, að allt frá þvi aö fyrst lágu fyrir tölur um vistunarrými á Islandi, borið saman við nágrannalönd- in, hafa Islendingar búið einna bezt i þessum efnum. Siðan segir landlæknir: ,,Enn er svipað ástatt varö- andi fjölda sjúkrarúma. Svo viröist t.d. sem við Islendingar kjósum frekar en nágrannar vorir að vista eldra fólk á stofn- unum, þvi að samanlagöur fjöldi elli- og hjúkrunarrýma er allmiklu meiri hér en i nágrannalöndunum. Annaö mál er, að hér eru hlut- fallslega færri hjúkrunarrými, en fleiri elliheimilisrými en al- mennt gerist. Þessir útreikningar byggjast á tölum frá Tryggingastofnun þann veg, að sveitarfélögum beri að koma á stofn heima- þjónustu, en i núverandi reglu- gerð hvilir ekki sú skylda á sveitarfélögum. Þess skal getið, að sum sveitarfelög sinna þess- um málum rækilega. t framan- greindum könnunum kemur i ljós, að 50-60% eldra fólks kýs frekar heimilishjálp en dvöl á elliheimilum. Stefna skal að þvi að draga úr vistun fólks á elii- heimilum, en stórauka dagvist- un og heimahjálp. 3) Vel búnar hjúkrunardeildir (öldrunardeildir) verða að rlsa við deildaskipt sjúkrahús í þétt- býli til aö leysa brýna þörf sjúkra aidraðra fyrir vistun og dagvistunarpláss i tengslum við þau. 4) Huga ber betur að atvinnu- málum aldraðra. Gefa skal eldra fólki kost á endurhæf- ingarnámskeiði, er hilia tekur undir eftirlaunaaldur. 1 þjóöfél- agi voru fyrirfinnast ýmsar at- vinnugreinar, sem henta fólki, er styrkur þess fer aö dvina. Eins og nú er, hefst endurhæfing yfirleitt ekki fyrr en fólk hefur lagzt inn á stofnanir. Viða um land er rekin starfsemi fyrir aldraða. Myndin er tekin I húsinu aö Lönguhliö 3 i Reykjavik. Verkefni næsta rikisins, ársskýrslum viðkom- andi stofnana og upplýsingum frá heilbrigðisstjórnum ná- grannalanda. A nokkrum þéttbýlisstöðum, svo sem i Reykjavik, er skortur hjúkrunarrýma, svo að neyðar- ástand rikir. Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, hefur gert grein fyrir þessu vandræðaástandi. öllu alvarlegra er, að þrátt fyrir fjölda elliheimilisrýma, sem við búum við, er haldið áfram á sömu braut. Stór sveitarfélög einbeita sér að byggingu elli- heimilisrýma, en hjúkrunar- rými eru iátin sitja á hakanum. Rikið hefur sinnt þessum mái- um litið. tlti á landi eru málin leyst með þvi að reisa sjúkrahúsa- byggingar fyrir „bráðveika”, þótt vitað sé, að 60-70% af sjúkl- ingum, sem þar vistast, séu hjúkrunarsjúklingar eða vel rólfær gamalmenni. t þessari grein er leitaö þeirra orsaka, er ráöiö hafa þessari öfugþróun, og jafnframt bent á aðrar leiðir, er farnar hafa verið a einstaka stofnun hér og viða erlendis, enda virðast vel færar til að leysa vistunarmál aldraðra.” Vistun á ellistofnunum Landlæknir ræðir um orsakir vistunar á ellistofnunum og kemst að eftirfarandi niður- stöðu: „Niðurstöður margra kannana, sem gerðar voru meö- al eldra fólks á árunum 1969-79 i ýmsum byggðarlögum hér á landi, benda til þess, að oft byggist ósk um vistun á elli- stofnun ekki á vilja fólksins sjálfs. Fremur er um að ræða ýmsar ytri ástæöur, m.a. þrýst- ing frá aðstandendum. Menn geta kynnt sér þessar niðurstöð- ur I bókinni „Aldraðir á Islandi”, sem kom út árið 1977 á vegum Félagsvisindadeildar Háskólans og unnin var að frumkvæði Landlæknisem- bættisins. Helztu ástæður, sem eldra fólk telur, að ráðið hafi för þess á elliheimili, eru þessar: 1) Tilfinningin, að þaö sé öðrum byrði og viljinn til að forðast árekstra. 2) Ættingjar og vinir geta ekki lengur veitt þá aðstoð, sem til þarf. 3) Heilsubrestur, sem veldur þvi, að fólkið er ekki fært um að annast daglegar þarfir sinar. Auk þess er skylt aö benda á, að kerfi það, er við búum við, býður upp á misrétti. Þó að elli- heimilisrými sé ærið, er engin trygging fyrir þvi, aö þeir, er helzt eru þurfandi fyrir vistun, fái aðstoð.” Ókostir elli- heimilisvistar Að dómi landlæknis liggja eftirgreindar ástæður til þess, að þeir, sem helzt þarfnast vist- unar, veröi oft útundan: „Rikið hefur ekki sinnt þess- um málum, og þvi hafa ein- staklingar og sjálfseignarstofn- anir hlaupið i skarðið og byggt ellistofnanir, sem ráða yfir meiri hluta vistunarrýma hér á landi. Daggjöld til stofnana eru skorin viö nögl, og þvi hafa eignaraöilar „neyðzt” til þess að koma upp „pröventukerfi”, þeir aðilar, sem hafa góða greiðslumöguieika, sitja I fyrir- rúmi með vistunarrými, en eignaiaus gamalmenni sitja oft á hakanum. Vistun ræðst þvi ekki eingöngu af félags- og heilsufarsástandi viðkomandi, heldur einnig efnahag. Faglegt mat ræöur ekki feröinni. Ekki skal þó skilja orð min svo, að ég menn og málefni reki hér með áróöur fyrir elli- heimilisvistun. Hafa ber i huga, að samfara vistun á elliheimili dvinar gjarnan eölileg sjálfsbjargar- viðleitni, frumkvæði og lifsvilji. Sjóndeildarhringurinn þrengist, andleg heilsa slævist. Þunglyndi og depurð fylgja i kjölfarið end eykst notkun svefn- og róandi lyf ja mjög meðal fólks á þessum stofnunum. Eölileg samskipti við vandamenn og vini fara úr skorðum. Rýjahnýting og nudd viðhalda ekki eðlilegri athafna- þrá og lifsvilja. Sá maöur er ekki fæddur, sem á efri árum yfirgefur heimili og sveit af fúsum vilja.” Leiðir til úrbóta Landlæknir vikur næst að leiðum til úrbóta og er niöur- staöa hans þessi: „Tillögur til úrbóta hljóta þvi að mótast af eftirfarandi stað- reyndum: 1) Vistunarrýmisþörf aldraðs fólks ræöst mjög af félagslegum vanda, og þann vanda ber að leysa með félagslegum aðgerð- um. 2) Misrétti rikir við mat á vistunarþörf fólks. 3) Stofnanavistun fyrir vel ról- fært fólk er og veröur óæskileg lausn. 4) Elliheimilispláss fyrir vel rólfært fólk eru of mjörg, en skortur er á hjúkrunardeildum. Landlæknisembættið hefur lagt til, að eftirfarandi breyt- ingar verði gerðar á lögum og reglugerð og fyrrverandi félagsmálaraðherra skipaöi nefnd til að vinna að þessum málum: 1) Lögum um vistun aldraöra verði breytt á þann veg, að vist- un verði ma. háð félags- og heilsufræðilegu mati sérfróðra aðila, en ekki stuðzt við efnahag viðkomandi. Þessi skipan mála er löngu komin á i flesturp ná- grannalöndunum. Á þann veg fæst trygging fyrir þvi, að leitað verði annarra úrræða, sem eru oft mun heppilegri. 2) Heimilisaðstoð og-þjónusta verði stóraukin og jafnframt dagvistunaraðstaða, en á þvi sviði höfum við verið eftirbátar nágrannaþjóða. Reglugerö um heimilisaðstoð veröi breytt á áratugar Að lokum farast landlækni þannig orö: „Hér hefur verið lýst I stuttu máli tillögum um nýskipan öldrunarþjónustu. Upptök þess- arar stefnu eru á Bretlandseyj- um, en hún hefur mjög rutt sér til rúms annars staðar i Norður - Evrópu. Arangur hefur þegar verið verulegur, og má t.d. benda á, að á vissum svæðum á Bretiandseyjum hafa eiliheimiii i þeirri mynd, er viö þekkjum lagzt af.Fólkinu er veitt önnur og betri þjónusta i heimahúsum. Visi að slikum rekstri er aö finna að Hátúni 10B i Reykjavik. Fólki,' sem leitar vistunar þar, er boðið upp á fleiri valmögu- leika, og er árangur sá, að vandamál margra eru leyst með öðrum ráöum, og þarf þaö þvi ekki að leggjast inn á stofn- un. Framtiðarstefnan hlýturþvi að vera, aö draga úr elliheim- ilisbyggingum f núverandi mynd og stuðla þeim mun meira aö vistun eldra fólks á heimili sinu. Brýnt er að sinna betur byggingu hjúkrunarstofnana i tengslum viö dagvistunarstofn- anir. Framangreindar tillögur um nýskipan öldrunarmála eru ekki tilkomnar til þess eins að kiekkja á einstaklingum og hóp- um, sem sinnt hafa þjónustu við aldraða á islandi. Islendingar hafa gert stórátak i sjúkrahús- málum og nú á árunum frá 1970 i heilsugæzlumálum. Lagt er til, að á árunum 1980—1990 verði öldrunarþjónustunni komið i viðunandi horf á svipaöan hátt. En umfram allt skal haft 1 huga, að vistun á stofnunum er og verður neyðarúrræði. Ef vel er á málum haldið og heimaþjón- usta rekin af skynsemi, er ekki liklegt, að fjárútlat rikis verði okkur ofraun. Vandamálið um vistunarrými fyrir aldraða er i hnotskurn þetta: Við verðum að gera áætl- un fyrir næstu áratugi, þvi vitað er, að fjölgun verður i hópi elli- lifeyrisþega á íslandi. Ætlum við að bjóða þessu fólki upp á stofnanavistun eða leita fjöl- margra annarra úrræöa til að leysa vandann?” Óhætt er aö taka undir það sjónarmið hjá landlækni, að næsta áratugar biður ekki annaö mikilvægara félagslegt verkefni á tslandi en að leysa verði til frambúðar vistunarmál aldraðra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.