Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. ágúst 1980. 9 bættisma&ur og kunnur aö þvi að dæma strangt. Þó var eins og honum likaði þetta ekki alls kostar. Hann benti verjand- anum d aö hann gæti krafist frá- visunar vegna formgalla við málsoknina. Tryggingarfé var safnaö i skyndi og Carr lét De- Palma lausan um tima gegn tryggingu. Þannig htífst þriggja ára martröð hjá fjölskyldu DePalma. Hann reyndi að fá lögfræðinga til að vinna i máli sinu en það gekk illa. Hann gat ekki greitt þeim fyrirfram eins og þeir kröfðust. Hann fékk lán hjá for- eldrum og tengdaforeldrum, bræðrum sinum og mági. Hús sitt veösettu þau hjónin og seldu húsgögn. Sjálfur vann hann tvö- faldan vinnudag. John Bond kemur til sögunnar. Þá var það i oktdber 1968 að hann hitti John Bond. Bond hafði unnið hjá rannsóknarlög- reglunni en vann nú sjálfstætt. Hann neitaði að taka málið að sér. Það varekki álitlegt mál og nóg annað að gera. William DePalma örvingl- aðist og talaði mikið um sak- leysi sitt. örvænting hans og ofsi höfðu áhrif á John Bond. Hann fór að treysta honum. Fyrst fékk hann þó DePalma til að mæta hjá svokölluðum lyga- mæli. Hann stóðst þá raun þannig að mælirinn sýndi engin tortryggileg viðbrögð. Bond tók málið að sér án fyrirfram- greiðslu. Fyrst kannaði hann skýrslur um öll bankarán i grenndinni á seinni árum til að svipast eftir grunsamlegum ránsmanni. Þaö bar engan árangur. Hann hafði upp á sjónarvotti úr spari- sjóðnum, konu sem séð hafði ræningjann og taldi að það gæti ekki verið DePalma. Það breytti þó engu. Honum var neitað um að málið væri tekið upp aftur. 30 mánuðir i fangelsi. 1 ágúst 1971 varð ekki lengur beðið. Tveir lögregluþjónar sóttu DePalma og hann fjötr- aður við tvo sakamenn og sendur i fangelsi á McNeileyju sem liggur úti fyrir ströndum Washingtonrikis. Það er eitt öruggasta fangelsi Bandarikj- anna. María og dæturnar ungu bjuggu við fátækt og þurftu hjálpar með þó að sparlega væri á öllu haldið. Frændur og vinir reyndust þeim vel. Alls einu sinni gat hún heimsótt mann sinn þá 30 mánuöi sem hann var i fangelsinu. Einn mága hennar ók henni um Californiu og Oregon til Seattle. HUn hafði ekki ráð á fleiri ferðum slikum. Bond kemst á sporið. Bond vann aö málinu meðan á þessu stóð. Hann ályktaði að væri fingrafarið ekki rétt hlyti lausnin að liggja á lögreglustöð- inni i Buena. Hann frétti af lög- reglumanni sem þar hafði unnið en sagt upp vegna ósamkomu- lags. Þennan mann heimsótti Bond, þótt langt væri að fara. Og þar komst hann á sporið. Þessi fyrrverandi lögreglu- maður hét David Nelson og 'hafði verið aðstoðarmaður James Bakkens yfirlögreglu- þjóns. Bakken var sá sem hafði fundið hið örlagarika fingrafar i sparisjóðnum. Nelson sagði Bond nú að löngu áður hefði; hann athugað skammbyssur sem tveir ræningjar höföu tapað á flótta Ur verslun nokkurri. Hann fann engin fingraför á byssunni þegar hann leitaöi þeirra. Nokkrum dögum siðar frétti hann sér til mikillar furðu að Bakken, sem var yfirmaður rannsóknarstofu stöðvarinnar hefði fundið á byssunum fingra- för tveggja grunaðra manna sem handteknir höfðu verið. Þeir meðgengu báðir. — Ég vissi að þessi fingraför hlutu að vera fölsuð með einum eöa öörum hætti og hafði ekki skap til aö vinna þarna lengur, sagði Nelson. En hann vildi ekki leggja fram frekári skýrslu um Bakken. MJUKAR plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg” Teg. „Rotterdam” Þolir sæmilega oliu og sjó, gripur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört 23 mm á þykkt, stærðir 40x60 cm, 40x120 cm. 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og i brú og á brúarvængjum. Þolir oliu og sjó, rafeinangr. andi, gripur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört 11,5 mm þykk, stærðir allt að 1x10 metrar. Notast i vélarrúmum og verk- smiðum þar sem fólk stendur timum saman við verk sitt. Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680 Málning og málningarvörur Veggstrigi Veggdúkur Veggfóöur Fúavarnarefni Bondex, Solignum, Pinotex, Architectural. Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. jaq/ veitum við lll /0 50 bús. -_0/ veitum við 1070 afslátt. afslátt. Sannkallaö LITAVERS kjörverð Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta? Líttu við í Litaveri, því það hetur ávallt borgað sig. Gransáavagi, Hraytilahúainu. Sfmi 82444. GLÓÐARSTEIKING TILGLOÐUNAR Steiking við opinn eld eða glóð er ein elsta matreiðsluaðferð mannkynsins og ennfremur ein sú bezta. Að undanfömu hefur þessi steikingar- aðferð orðið æ vinsælli enda haldast bragð- og næringarefni betur í matnum sé hann matreiddur á þennan hátt. Steikingvið trékolaglóð gefur auk þess sérlega gott bragð af matnum. Pylsur. hamborgarar, sundurhlutaðir kjúklingar, buff, kótelettur og önnur smá kjötstykki er auðvelt að glóða á rist. Heilar steikur, t.d. læri, stóra vöðva og heila kjúklinga er betra að glóða á hverfiteini. Á glóðarrist má ennfremur glóða blandaðar matartegundir á prjónum. Þá er ágætt að hver maður gæti síns prjóns og ákveði sjálfur hve mikið steiktur maturinn á að vera. Á hverjum prjóni má þá hafa margar eða fáar tegundir matar að vild. Kjöt, fisk, skelfisk, innmat, lauk, sveppi og annað grænmeti. Heilan fisk má líka glóða á ristinni. Auðveldast er þá að glóða fremur smá- an fisk, sem er fastur í sér (t.d silung) en hægt er að fá sérhönnuð glóðarnet nteð handfangi, sem gera mögulegt að snúa fiskinum í heilu lagi, án þess að hann detti í sundur Fiskflök er bezt að vefja í álþynnu og glóða þannig.Flökin eru þá krydduðog örlítið smjör eða smjörlíki er látið með, einkum ef unt ýsu eða annan ntagran fisk er að ræða. Bakaðar kartöflur henta ákaflega vel með glóðarsteiktum mat. Veljið stórar kartöflur, þvoið þær vel, vefjið hverja fyrirsig í álþynnu og leggið á ristina eða beint á glóðina. Á sama hátt ntá með- höndla flestar tegundir gærnmetis. Aðferðin er sú sama, hvort sem glóðað er á rist sem lögð er á nokkra múrsteina yfir holu sem gerð er í jörðina, eða notað er dýrt tæki með ýmis konar auka þægindum. Botninn er þakinn með tvöfaldri álþynnu (venjul. álpappír) og trékolin lögð í þunnt lag ofan á. Vætið kolin nteð kveikilegi og setjið annað lag af kolum ofan á og vætið aftur í með vökvanum. Kveikið- nú í kolunum og bíðið þar til hættir að loga og þunnt grátt öskulag hefur myndast ofan á glóðinni. (3D—60 mín). Nú má fyrst byrja að glóða. Þeim mun meira sem notað er af kol- um helzt hitinn lengur í glóðinni. Þegar glóðin er brunnin er nauðsynlegt að fjarlægja öskuna og hreinsa glóðartæk- ið vel. HENTUGAST Pylsur 2—5 mín. Nærri glóðinni. Hamborgarar. 3—4 mín. á hvorri hlið. Nærri glóðinni. Kjúklingalæri. U.þ.b. 20 mín. alls. 8—10 cm. frá glóðinni. Enskt buff. 3—4 mín á hvorri hlið. Nærri glóðinni. T-bein steik. 6—8 min. á hvorri hlið. 8—10 cm. frá glóðinni. Entrecote. 10—12 mín. á hvorri hlið. 10—12 cm. frá glóðinni. Svínakótelettur. 6—8 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Lambakótelettur. 3—4 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Hálfir kjúkl. 15—20 mín. á hvorri hlið. 10 cm. frá glóðinni. Heilir kjúkl. 40—60 mín alls. 15 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Roast beef. 20—25 mín. alls. 5 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Svínakambur U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Lambalæri. U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Heill fiskur. 3—6 min. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Fiskfl. í álþ. 8—15 ntín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Glóðarteinar. 8-—15 mín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Stórar kart. 1—l'Áklst. Á rist eða í glóðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.