Tíminn - 18.11.1980, Page 5

Tíminn - 18.11.1980, Page 5
Þriftjudagnr 18. nóvember 1980 5 Foreldrar í Vesturbæ lýsa áhyggjum sínum vegna umferöar þar Foreldrafélag Vesturbæjar- skóla hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: Aðalfundur Foreldrafélags Vesturbæjarskóla, haldinn 4.11 1980 lýsir yfir áhyggjum sinum vegna þess iskyggilega ástands, er rikir i umferðarmálum hverfisins. Bendir fundurinn á, að mikil og hröð gegnumumferð liggur þvert á skólaleiðir fjölda barna i hverf- inu og skapar stöðuga ögrun við líf og heilsu nemenda skólans. Skorar fundurinn á borgaryfir- völd að gera gangskör að þvi að takmarka umferð um hverfið og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga Ur ökuhraða þeirra, sem um hverfið aka. Væntir fundurinn þess, að þessari málaleitan verði vel tekið og komi til framkvæmda þegar á þessu hausti. Allt manntalið frá 1801 komið út KL — Út er komin bókin Manntal á tslandi 1801, Norður- og Austur- land, og er útgefandinn Ættfræði- félagið, en það hefur notiö aðstoð- ar Þjóðskjalasafns og hlotið styrk úr ríkissjóði og þjóðhátiðarsjóði til þessarar útgáfu. Er með þessu 3. bindi lokið útgáfu manntalsins frá 1801. Þetta bindi nær yfir svæðið frá Hrútafjaröará að Lónsheiði en árið 1801 bjuggu þar 16.128 menn, sem eru allir greindir með nafni og aldri og stöðu á heimili. Þess er getið, hvort þeir séu ógiftir eða i 1. eða 2. hjónabandi eða ekkjur eða ekklar eftir 1. eða 2. hjóna- band. Einnig er nákvæmlega greint frá bjargræðisvegi manna. Manntalið 1801 hlýtur að vera kærkomið þeim, sem ættfræði- rannsóknir stunda, en þar má einnig finna ýmsar hagsögulegar upplýsingar. Útgáfan er stafrétt eftir frum- ritinu i Þjóðskjalasafni, með vissum frávikum þó, og er það gert til þess að sem minnstu skipti fyrir notendur hennar hvort þeir hafi hana fyrir sér eða frum- ritið sjálft. Manntalið sjálft er 472 blað- siður. Auk þess eru i bindinu eins og i þeim fyrri stuttur orðalisti og bréf konungs og fyrirmæli um framkvæmd manntalsins og enn fremur greinargerð fyrir útgáf- unni og sýnishorn af frumritinu, mynd af siðu úr manntalinu úr Grenjaðarstaðasókn, rithönd séra Tómasar Skúlasonar. Június Kristinsson skjala- vörður bjó öll bindin til prent- unar, en hann og Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður hafa annast lestur prófarka. Prentsmiðjan Hólar hefur prentaö bókina og bundið. Krabbameinsfélagi íslands berst höföingleg gjöf Nýlega barst Krabbameinsfél- agi tslands höfðingleg gjöf að fjárhæð 100 þúsund krónur frá systkinunum Aslaugu og Torfa Asgeirssyni i tilefni af að 100 ár eru liðin frá fæðingu móður þeirra, önnu Lovisu Asmunds- dóttur, 2. nóvember 1980. 1 gjafabréfi segir m.a. að Anna heitin hafi látist úr þeim sjúk- dómi sem félagið berst svo ötul- lega gegn. Einnig er þess getið að Anna, ásamt Guðmundi heitnum Finnbogasyni þv. landsbóka- verði, hafi byggt húsið að Suður- götu 22, þar sem Krabbameins- félagiö hefur nú aðsetur. Félagiö er að sjálfsögðu afar þakklátt fyrir þessa góðu og höfð- inglegu gjöf. (Frétt frá Krabbameinsfélagi tslands). Raftækjaverkstæöi Þorsteins s/f Höfðabakka 9. Simi 83901. Tökum aðokkur viðgerðir á: Þvottavélum — Þurrkurum. Kæliskápum Frystikistum — þeytivindum. Breytingar á raflögnum — Nýlagnir. Margra ára reynsla. J flSTune - SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Austurver yA Furu & grenipanell. ^ Gólfparkett — Gólfborö - ^ Furulistar — Loftaplötur - ^ Furuhúsgögn — Loftabitar - ^ Harðviðarklæóningar — t húshurðir - ‘ I Plast og jl f«|) '•’iil spónlagðar i:rt spónaplötur Ske'ímrriuvöQ* 40 KOPAVCJC?! RE'V KJ AVIK Jólakort styrktarfélags vangefinna komin út. Nokkur undanfarin ár hefur Styrktarfélag vangefinna gefiö út jólakort með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Hafa kort þessi notið mikilla vinselda. Að þessu sinni eru gefnar út nokkrar nýjar gerðir með myndum eftir Sólveigu og verða kortin til sölu á heimilum félagsins og skrif- stofu þess að Laugavegi 11, svo og i verzluninni Kúnst að Laugavegi 40. Jólakortin eru pökkuð af vistfólki I Bjarkarási og eru átta kort 1 pakka og verðið kr.2.000,- Þá er félagið einnig með tvær gerðir stærri korta með myndum eftir Sólveigu og eru þau m.a. ætluð fyrirtækjum, sem senda við- skiptavinum sinum jólakort. Þau fyrirtæki, sem áhuga hafa, eru beðin að hafa samband við skrifstofu félagsins, simi 15941 og verða þeim þá send sýnishorn af kortunum. Auglýsið í Timanum Innilegar þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig á sextugsafmæli minu. Hrólfur Guðmundsson Illugastöðum, Vatnsnesi. " 1 t Guðmundur Einarsson, Brjánslæk, andaðist 14. nóvember. Útförin auglýst siöar. Vandamenn. Erlendur Jónsson fyrrv. vegaverksstjóri Hárlaugsstöðum, Asahreppi lést að heimili sinu laugardaginn 15. nóv. Vandamenn. ■ -J Megum vió kynna stretch-flannel buxur frá Terra. Stretch-flannel er nýjung, sem flæðir yfir alla Evrópu. Efnið hefur þá eiginleika að laga sig eftir líkamanum. Það gefur eftir og teygist án þess að pokar eða hrukkur myndist. Situr þétt og þægilega og heldur brotum mjög vel. Stretch-flannel buxur laga sig að öllum. Austurstræti 10 sími: 27211 IU SNORRABRAUT 56 - SiMI 13505

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.