Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 2
2
Suhnudagur 7. desember 1980
Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum:
„En einhvers staðar á ég snæri
ef þig skyldi vanta það”
A fjórða tug aldarinnar létu
nazistar ekki svo litið að sér
kveöa hér á landi. t Reykjavfk
gengu þeir iöulega fylktu liöi um
götur i einkennisbúningum, er
sniðnir voru eftir því sem gerðist í
Þýzkaiandi, höföu uppi haka-
krossfána, heilsuðu með Hitiers-
kveðju og sungu mikið. Iðulcga
urðu ryskingar i kring um þá,
einkum ef saman laust fylkingum
þeirra og annarra, er voru á önd-
veröum meiði við þá, og til áttu
þeir að sitja fyrir mönnum aö
kvöidiagi eöa i náttmyrkri til þess
að jafna um gúiana á þeim. Um
eitt skeið var vegur þeirra svo
mikiil, að þeir komu fulltrúum i
bæjarstjórn Reykjavikur í banda-
lagi viö Sjálfstæöisflokkinn.
A þeirri nóttu, er Bretar ner-
námu lsland, mátti heita, aö þessi
þjóðmálahreyfing hyrfi i einni
svipan, og siðan styrjöldinni lauk
hafa ekki nema örfáir þessara
manna viljað muna gamla daga
og þaðan af siður halda til streitu
gömlum hugmyndum sihum.
Kannski hafa þó einhverjir
lengi alið meö sér hljóðar vonir
um sigur Hitlers i heimsstyrjöld-
inni, enda mátti svo virðast hin
fyrri misseri hennar, aö hann
myndi hafa betur. Þegar Þjóð-
verjar hófu herför sina gegn
Rússum, voru þeir sigursælir
mjög i fyrstu lotu. En þegar fram
isótti,harðnaði viðnám Rússa, og
varð fræg vörn þeirra viðStaling-
grad og Leningrad, er Þjóðverjar
náðu aldrei, þrátt fyrir langt um-
sátur og haröar atlögur.
Á þeim tima var ort þessi visa,
er stefnt var gegn þeim, er hallir
voru undir Hitler:
Vonir litlar virðast á,
að viðnám Rússa dvini.
Það mun Hitler siðar sjá
og signor Mússólini.
Eftir styrjöldina, þegar oddvit-
ar sigurvegaranna i heimsstyrj-
öldinni höfðu skipt veröldinni á
milli sin á áhrifasvæði, og sovét-
skipulag komið á i
Austur-Evrópulöndum, var eitt
allmargra æskulýðsmóta, er til
var efnt á þeim árum, haldið þar
eystra. Mun hafa verið á ár’unum
1954 eða 1955 eða þar um kring.
Ungt fólk af íslandi fór á þetta
mót, og eitthvað bættist i hópinn
af islenzkum námsmönnum i
Austur-Evrópu. Þarna var saman
kominn mikill fjöldi æskumanna
úr mörgum löndum, og var það
eitt mótsatriða, að þetta fólk flytti
eða sýndi eitthvað, er sótt væri i
þjóðlega menningu heimalands-
ins. Tillag Islendinga var, ef til
vill með öðru fleira, að kveða
rimnalög. Meðal þess, sem þeir
kváðu, var þessi vfsa, er virðist
hafa verð valin af kerskni:
Rikir sien I Rússaher,
rauði Lenin fallinn,
Pripetfenin bröltir ber
Búdienni kallinn.
Sögunni fylgir, að fyrir þessum
kveðskap hafi staðið menn, sem
þá og seinna komu við sögu á
vinstri væng stjórnmálanna, en
hitt er vafa undirorpið, hvort
þeir oriu visuna sjálfir eða hún
hefur verið kveðin á þeim miss-
erum, er Þjóðverjar geystust um
Pólland irm i Sovétrikin. Til skýr-
ingar skal þess getið, að Pripet er
fljót á fenjasvæði miklu i
Hvi'ta-Rússlandi, Lenin smábær
þar i grennd, en Búdienni var við-
kunnur hershöfðingi i' sovéthern-
um.
C ailOllMP 5D C cAIIOll rv|P 50
Stórlækkun
Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu
verði.
Aðeins kr. 1.790 þús.
Enginn á markaðnum i dag getur boðið
ljósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan
pappir á svipúðu verði.
Nú er tækifærið,
sem býöst ekki aftur
Shrifuéiin hf
Suðurlandsbraut 12
Sími 85277
Auglýsið í Timanum
Á fyrri öldum gat stundum
orðið nokkuð þröngt i búi á sjálf-
um biskupssetrunum, og voru
dæmi þess, að námspiltar i skól-
anum þar væru sendir heim á
miðjum vetri vegna matarskorts.
bað er eins og Rósberg G. Snædal
hafi verið með hugan hálfan aftur
i öldum, er hann orti þessa visu á
skólast jóraá rum Gunnars
Bjarnasonar á Hólum:
Ilart leikur Gunnar Hólastól,
höfuðból feðra vorra.
Sveinarnir féllu fyrir jól,
fénaðurinn á þorra.
Nú liða áratugir. Nú á siðustu
misserum varð bændaskólinn á
Hólum fyrir þvi, að svo fáir vildu
þangaö koma til náms, að kennsla
var felld niður. Siðast liðið sumar
voru þurrkar miklir og það svo,
að vatn gekk til þurrðar i henni
blessuðu lind staðarins, Gvendar-.
brunni. Þá greip Rósberg á ný til
iþróttar sinnar:
Allt er mælt á eina vog,
enda Iialli þunnur,
þjóðarstoltið þrotið og
þorrinn Gvendarbrunnur.
1 Merkinesi i Höfnum suður
hefur lengi búið Hinrik ívarsson,
sem ekki er aðeins frásögumaður
góöur á þeirri tungu, er tvífættir
þegnar þessa lands hafa til
skamms tima talað ófullir, heldur
hefur sér það einnig til ágætis að
vera viðræðuhæfur melrökkum
og lágfótum, sem eiga sér greni
við Haug og Sýrfell eða Langhól
með framfærslulétti að dæmi
refsins skottlausa, af þvi Kanans-
landi, er nefnist Keflavik Airport.
Hinrik er þó það, sem kalla má
fjandvinur þessara viðmælenda
sinna, þvi að sú er hugsun bú-
andamanna, að refabyggöin megi
ekki vera þéttsetin. Og Hinrik i
Merkinesi hefur verið grenja-
skytta, og þess vegna borið við,
aðhannhefur skotiðskolla i miðj-
um samræðum.
En ekki fleira um það. Hins er
að geta, að Hinrik er ekki allur i
tófum, og þó að hann sé samlifur
landi sinuog umhverfi, eru þarfir
hans fleiri og fjölbreyttari en ger-
ist á dratthalastöðunum uppi i
hrauninu. Af þvi flýtur, að hann
er undirorpinn hinum aðsóps-
miklu lögmálum viðskiptalifsins,
er öll hafa hnigið á einn veg siðan
heimskreppu létti. Af þvi kyninu
er þessi visa Hinriks, er mörgum
mun finnast sem sé rödd sjálfra
þeirra, ekki siður en Ólafi Thors,
þegar Páll tsólfsson var að
hringja til hans hér á árunum og
tala við hann hans tungu:
Hækka i verði heimsins hnoss
heimtar og snöriar trýnið.
Tekur stóran toll of oss
tóbakið og vinið.
Valgeir Sigurðsson ávann sér
hylli lesenda fyrir fjöldamörg
sérlega glögg og greinagóð viðtöl,
sem birtust i Timanum og
sunnudagsblaði hans, Heima er
bezt og viðar. Meðal þeirra, sem
hann ræddi við, var séra Emil
Björnsson. Sagði Emil þar af fá-
tækt sinni i æsku og gat þess til
dæmis, að hann hefði ekki einu
sinni átt koffort, er hann fór i
skóla i Reykjavik, heldur haft
eigur sinar með i poka.
Emil er ættaður úr Breiðdal .
begar sveitungi hans, Gisli
Björgvinsson i Þrastarhlið, hafði
lesið viðtalið, kvað hann þessa
kersknisvisu:
Blaðið sagna klerkinn krafði,
kom þá fram i ræðu hans,
að pokann með að heiman hafði,
en hempuna fékk hann sunnan
lands.
Bændum landsins þótti anda i
meira lagi köldu til sin frá Gylfa
Þ. Gislasyni, er leið á þingmanns-
tið hans, og margt það, sem hann
lét sér um munn fara um búskap
og sveitalíf, vera i óvinsamleg-
asta lagi. Varð þá mörgum að
gjalda lfku likt, ef talið barst að
Gylfa fólks á meðal úti um landið.
Gisli f Þrastarhlið felldi það i rim
og stuðla, er hann vildi segja, svo
sem hans var von og visa:
Að launa þér sem verðugt væri,
vcrður gert á öðrum stað.
En einhvers staðar á ég snæri,
ef þig skyldi vanta það.
Og þá er kominn fullur
skammtur þennan sunnudaginn,
hinn annan i jólaföstu. Við þann
dag vitna menn i almanakinu til
orða Lúkasar heitins um teikn á
sólu og tungli. Og sjá: Ef menn
megna að hafa augum af sjón-
varpinu, þá er á himni kviknaö
nýtt tungl, sjálft jólatunglið.
JH.
(þýðingarnýyrði)
Orðið búsetuhyggja er notað í nýrri
félagsfræði, og fylgja því nauðsyn-
legar skýringar. Hvað haldið þið, að
búsetuhyggja sé? Að vilja eiga sér
samastað, gæti það verið. Það gæti
líka verið einhver kenning um, að
staðbundin vinna sé æskilegri en hlut-
skipti farandverkamanna.
Nei, gettu betur. Búsetuhyggja er,
til dæmis, það, að Svarfdælingi finnst
hann vera í sérstökum hópi Ey-
firðinga. Og þetta heitir á útlenzku
,,lókalismi", segja skýringarnar.
Stundum hefur verið talað um
átthagaást og átthagametnað. (
þrengri merkingu er hægt að tala um
sveitarmetnað. Þetta er líka kallað, í
niðrandi merkingu, átthagahroki eða
innansveitarrembingur. Sumir taka
útlenzku fram yfir og segja „lokal-
patriotismi."
Eðlilegt mál virðist að segja, til
dæmis: Fólkið í dalnum hafði mikinn
sveitarmetnað. En, ef til vill, hefur
lesandinn heyrt þetta orðað betur.
„Búsetuhyggjan" dugir þeim, sem
lesa bókina með ýtarlegum skýring-
um. En ef svona orð kemst út á meðal
almennings, verður það eins og
ómerkingur í rétt, sem enginn getur
dregið í neinn dilk. Þetta kallast vafi
fyrir norðan en óskil fyrir sunnan.
Slíkur fénaður er stofnanaíslenzkan.
Oft höfum við heyrt talað um bók-
stafslærdóm og skilning á náminu. Nú
er farið að tala um athverfa hugsun
og sundurhverfa hugsun. Ég heyrði
einu sinni langt útvarpserindi um alls
konar vangaveltur viðvíkjandi þessum
andstæðum, athverfri og sundur-
hverfri hugsun. Allt hefði þetta mátt
segja með alkunnum, einföldum
orðum: bókstafurinn deyðir, en and-
inn lífgar, hugsaði ég að erindinu
loknu.
Eg hef, að gamni mínu, spurt
nokkra menn, hvað þeir haldi, að
menningarkimi sé. Einn sagði: „Nota-
legt horn í húsinu, þar sem hægt er að
ræða saman, iðka tómstundanám eða
eitthvað þvílíkt." Annar sagði: „Það
hlýtur að eiga við menningu af-
skekktra þjóða og frumstæðra".
Gettu betur, lesandi.
Skýring námsbókarinnar er: ,, —
birtist, þegar vikið er að verulegu leyti
frá viðmiðun hinnar ríkjandi menn-
ingar." Eigum við þá að hugsa okkur,
að Ásatrúarsöfnuður, nektarfélags-
skapur eða tófuvinafélagið geti verið
„menningarkimar"? (Erlenda orðið
er subculture.)
Sálf ræðingur f jallar um „aðkvæmt"
og „sjálfkvæmt" siðferði. Þetta er
sennilega þýðing, hvernig sem það nú
er á útlenzkunni. Ég skil ekki, hvers
konar siðferði er um að ræða. Þó dett-
ur mér í hug, að sjálfkvæmtsiðferði sé
heimatilbúið, en aðkvæmt siðferði að-
fengið.
Oddný Guðmundsdóttir.