Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 13
12
Sunnudagur 7. desember 1980
Sunnudagur 7. desember 1980
13
ASt-þingi er nýlokib. A þinginu
vakti athygli framboö Guðmund-
ar Sæmundssonar verkamanns á
Akureyri til forseta Alþýðusam-
bandsins. Hann lýsti framboði
sinu meö svofelldum orðum:
„Enginn hefur komið að máli
við mig um, að ég byði mig fram
til forseta. En það hefur heldur
enginn beöið mig um að gera það
ekki. Og — þaðer of seint að gera
það núna. Ég veit heldur ekki um
neinn, sem ætlar að styðja mig, ef
ég býð mig fram. Karl Steinar,
varaforseti þingsins, létti af
mér þungu fargi i gær, þegar hann
sagði mér, að uppástungu þyrfti
ekki að fylgja nema eitt nafn,
nafn þess sem gerði uppástung-
una. Ef hann hefði sagt eitthvað
annað, hefði ég þurft að fara að
hvisla i eyru og klappa á axlir.
Hér á þinginu eru þó kannski — ég
endurtek kannski — einhverjir
fleiri enég, sem óska þess að geta
látið i ljós skömm sina á flokka-
poti og hundflatri stefnu flokks-
hollustumanna i hreyfingunni, og
á þvi, aðekki skuli vera um annað
aö velja en flokksmarkaða fram-
boðssauði. Ég á auðvitað ekki von
vera tengdur henni á neinn hátt.
— Ég hef hins vegar reynt aö
hlusta eftir þvi, hvað menn segja.
Þaö er rétt, að það er óróleg deild
af einhverju tagi i Alþýðubanda-
laginu sem er mjög óánægð með
forystu flokksins. Ég hef leitaö tO
aðila, sem liklega teljast til óró-
legu deildarinnar, i sambandi viö
tillöguflutning. Það hefur gengiö
vel, og þær tillögur hafa yfirleitt
komist i gegn.
Enda er Guðmundi fjarri aö
taka þátt i flokkspotinu eins og
hann kallár það. I framboðsræð-
unni afgreiðir hann flokksforingj-
ana þannig:
„Mér skilst, að á þessu þingi
hafi varla gengið á öðru en alls
konar hvimleiðri starfsemi flokk-
anna. Ýmsir félagar minir á
þinginu kalla þetta makk og
flokkapot. Og vist hef ég séö ýmsa
flokksforingja ganga hér um með
englabros, skjálfandi hendur eftir
handabönd og/ eða vindilstubb
milli vara....
En drifandi drift flokksforingj-
anna er ekkert nýtt i verkalýös-
hreyfingunni. Þeir hafa veriö
duglegir við að vinna — fyrir sina
ÉM&
Viðtal við Guðmund
Sæmundsson verkamann,
revíuskáld og uppreisnar-
mann á ASÍ-þingi
Guðmundur Sæmundsson.
Ljósmvnd: Róbert.
Alþýðubandalagið i
lykilstöðu
— Hvað finnst þér um stöðu
verkalýðsmála núna?
— Það er margt likt með þvi,
sem er að gerast hér, og þvf, sem
gerst hefur á Norðurlöndum.
Valdið i verkalýðshreyfingunni
færiststöðugtmeir frá félögunum
og til forystunnar, sem er i hönd-
um krataflokkanna, Alþýðuflokks
og þó aðallega Alþýðubandalags.
Þegar miðstýringin er orðin þetta
mikil, er auðveldur leikurinn að
stjórna bæði rikisvaldi og verka-
lýðshreyfingu með sömu hendi.
Þannig er ástandið bæði i
Noregi og Sviþjóð og er búið að
vera lengi. I þessum löndum hafa
sósialdemókratar stjórnað á
þennan hátt, haft völdin bæði i
verkalýðshreyfingu og rikis-
stjórn. Þess sjást merki hér, að
það verður sifellt erfiðara að.
mynda stjórnir án þess að Al-
þýðubandalagið sé með. Alþýðu-
bandalagið er búið að skapa sér
þá stöðu, að nauðsynlegt er að
hafa þaðmeð i stjórn til að verka-
lýðshreyfingin gefi rfkisstjórnum
fyrst sósialiskur flokkur er kom-
inn i svo sterka aðstöðu? Má ekki
bera ástandiö saman við Austur-
Evrópu?
— Ef við köllum ástandið i
Austur-Evrópu sósialisma, þá má
segja, að við séum komin langt á
v'eg með að fá sósialisma hér. En
ég kalla ástandið fyrir austan
járntjald ekki sósialisma, heldur
rikiseinokun á efnahagslifi og
flokkseinokun i verkalýðshreyf-
ingu, sem tvinnast saman. Þetta
er ástand, sem bætir ekki hag
verkalýðs eða stöðu verkalýös-
stéttarinnar. I Austur-Evrópu
hefur þetta orðið til þess að
myndast hefur ný stétt, sem held-
ur völdum i krafti yfirráða, en
ekki eigna.
Hér hefur þróunin ekki verið
þannig, gamla auðstéttin hefur
full yfirráð ög eignarhald á fram-
leiðslutækjunum, og hún þarf
ekki að óttast neitt, þó að Alþýðu-
bandalagið hafi náð öflugri stöðu.
Alþýðubandalagið er ekki sósial-
iskur flokkur. Það viðheldur rikj-
andi eignafyrirkomulagi, og aðal-
baráttumál þess er að stjórna
kapitalismanum betur en kapital-
Nauðsynlegt að hafa Alþýðubanda-
lagið í stjórn til að halda
verkalýðnum niðri
99
imi
mjsíim
á þvi, að básarnir brotni niður
vegna þessa tiltækis mins. En ég
get þá alltaf sagt eins og Vil-
mundur: „Ef — ef — ef......., þá
hefði ég áreiðanlega náð kjöri”.
Gjörið svo vel, ágætu þingfulltrú-
ar, þeir sem vilja mótmæla: Ég
sting upp á sjálfum mér sem for-
seta ASI”.
Þetta lýsir vel þeirri blöndu af
húmor og hárbeittri gagnrýni,
sem einkennir „pólitiskan stil”
Guðmundar.
Ég hitti Guömund i lobbiinu á
HótelSögu meöan á þinginu stóð.
Guðmundur er viðmótsþýður
maöur og þægilegur viöskiptis. í
hátalarakerfi hússins hljómaði
heldur leiöigjörn rödd ofan úr
þingsal. Guömundur sagöist vera
guösfeginn aö sleppa úr þingsaln-
um smástund, maðurinn væri bú-
inn aö tala nærri klukkutima. Við
settumst út i' horn, og meðan viö
sátum þama og röbbuöum saman
gutu ýmsir þingfulltrúar grun -
semdaraugum til okkar. Var nú
Guömundur farinn að stunda
lobbiisma? Vonandi skýrist hér
meö, hvaðum varaö ræða, aðeins
saklaust rabb um pólitfk, verka-
Iýðshreýfinguna og athafnir Guð-
mundar á undanförnum árum.
Guðmundur hefur verið orðað-
ur viö órólegu deildina i Alþýðu-
bandalaginu. Hann sagðist ekki
flokka. Það heföi verið óskandi,
að þeir heföu sýnt sama kraftinn
og eljuna i siöustu samningum,
svona svoað eitthvað sé nefnt. En
atvinnurekendur eru væntanlega
ánægðir meö svona vinnubrögð.
Og það er fyrir öllu, að einhverjir
séu ánægðir, eöa hvað?”
Umsvif á Akureyri
Hvernig skyldi slikur óróasegg-
ur hafa komist á ASÍ-þingiö?
— Ég hef talsvert starfað aö
verkalýðsmálum á Akureyri,
aðallega fyrir vinnustað minn, og
það hefur borið dálitiö á þessu
starfi. Ot frá þvi bauð stjórnin og
trúnaðarmannaráðið mér að fá
sæti á listanum yfir væntanlega
þingfulltrúa Einingar, sem ég
þáði auövitaö meö þökkum.
Þaö kemur I ljós, að Guðmund-
ur hefur töluvert umleikis á
Akureyri. Hannstarfar i Samtök-
um herstöðvaandstæðinga, segir
þaö ganga vel og það sé óflokks-
bundið fólk, sem beri starfið uppi.
Einnig hefur hann tekist á hendur
aö bjarga fjárhag Leikfélags
Akureyrar.
— Ég samdi stutta gaman-
þætti, söng og leik, og kom þvi á
framfæri við Leikfélagið, þegar
ég frétti af þvi, að þeir ætluöu að
setja upp reviu til að afla fjár.
Siðan hef ég veriö á kafi i þvi
starfi og verið aö semja efni eftir
þvi sem þurft hefur. Ég hef haft
mjög gaman af þessu og hef hugs-
að mér að halda þessu áfram. Ég
veitekki, hvort það verða beinlin-
is reviur, en ég held aö það sé
grundvöllur fyrirþvi að reka leik-
hús, sem hefur eingöngu slikt efni
á boðstólum. Mig langar hins
vegar að skrifa eitthvaö, sem er
heilsteyptara og meiri vinna lögð
i, kannski alvarlegra, en þó með
léttu yfirbragði.
Viðtal: Árni Daníel
Júliusson
Ljósmynd:
Róbert Ágústsson
Þú hefur fengist við þýöingar,
er það ekki?
— Jú, það er rétt. Eftir að ég
kom heim frá útlöndum kenndi ég
hálfa kennslu viö háskólann og
tók auk þess að mér ýmsar þýð-
ingar, m.a. að þýða Morgan
Kane. Ég var peningalaus og tók
þetta að mér út úr neyð. Ég þýddi
einar fimm bækur, en var þá bú-
inn að fá nóg og hef ekki komið
nálægt þessu siöan.
Ég er viss um að hinir fjöl-
mörgu aðdáendur Morgan Kane-
bókanna eru Guðmundi innilega
þakklátir, þ.á m. sá er þetta
skrifar. En hvernig stóð á þvi, að
hann fór til Akureyrar?
— Ég var ekki fastbundinn viö
neina vinnu hér og langaði til að
skipta um umhverfi. Ég var bú-
inn aö ákveða að hætta kennsl-
unni og fara að vinna verka-
mannavinnu, sem mér likar betur
við. Konan min hafði verið fyrir
norðan og likaö vel. Mér rann
einnig til rifja sú pólitiska deyfö,
sem er á Akureyri, allt róttækt
starf virtist vera dautt, og ég ætl-
aði mér I og með einhvern hlut
þar. Mér likar mjög vel á Akur-
eyri og á von á þvi, að ég verði
áfram á staönum.
— Hefuröu starfað lengi I póli-
tik?
— Ég var i Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna á árun-
um 1969-1972. Það kom fljóttf ljós,
að þetta var ekkert annað en
krataflokkur, en það voru marg-
ir, sem fylgdu flokknum vegna
þess, að þeir sáu þar leið til að
brjóta niður flokksræðiö. Það var
kannski aðalatriðið fyrir mér,
þegar ég gekk i fiokkinn, að ég
gat ekki fundið mér neinn stað i
neinum hinna flokkanna, en taldi
mig þó jafngóöan sósialista og
t.d. Alþýðubandalagsmenn. Ég
varósammála stefnu þess flokks i
verkalýðsmálum, þá eins og nú,
sökum þess hve allt miðast við
flokkapólitik i verkalýösstefnu
þeirra. Ég var einnig á móti
stefnu þeirra i utanrikismálum,
aðallega afstöðunni til Sovétrikj-
anna. Sú stefna hefur þó batnað
mikið, sovétaödáun er nú mun
minni hjá Alþýðubandalaginu en
áður.
Eftir að ég gekk úr SFV, fylgdi
ég Bjarna Guðnasyni að málum
um skeið, ensagði skilið viðhann,
þegar Frjálslyndi flokkurinn var
stofnaður. Skömmu eftir þaö fór
ég út, til Noregs og var þar i fjög-
urár. A þeim tima þróuöust mjög
pólitiskar skoðanir minar, þannig
aö ég fór ekki i gegn um Alþýöu-
bandalagið, ég snerti þaö átki,
heldur fór á hraöri ferð fram hjá
þvi til vinstri.
frið með efnahagsaðferðir sinar,
sem reyndar eru oftast kjara-
skerðingaraðgerðir.
Vinstrimennska flokksins er þá
fyrst og fremst fólgin i eitthvað
róttækari afstöðu I utanrikismál-
um, en aðrir flokkar hafa. Ef við
berum saman Alþýðuflokk og Al-
þýðubandalag, má einnig segja,
aðhinirsiðarnefndu hafi aðvissu
marki jákvæðari stefnu i félags-
málum. Þeir vilja ráðast minna á
litilmagnann en hægri kratarnir.
Hvaö með andstöðuna gegn
þessari samþættingu rikisvalds
og verkalýðshreyfingar? Hvaðan
kemur hún?
— Andstaðan er ekki mikil enn,
en það er farið að bera á henni og
mikilvægt er, að hún skipuleggi
sig. Menn eru mótfallnir þvi, að
verkalýðshreyfingin verði gerð
að stofnun, svipaö og austan
tjalds, á vegum flokka og rikis-
valds. Menn óska eftir virku bar-
áttutæki, og þessi andstaöa er
einnig andstaöa gegn flokkum,
hún er þverpólitisk i eðli sinu.
Að stjórna kapítal-
ismanum betur en þeir
sjálfir.
Má ekki segja, að nokkur visir
að sósialisma sé kominn hér,
istamir sjálfir i krafti yfirráöa
sinna yfir verkalýöshreyfingunni.
— Hver finnst þér árangurinn
af ASt-þinginu vera?
—Mér finnst, að fólkiö, sem hér
er, hafi mjög jákvæðar hugmynd-
irum verkalýðsbaráttuna, og má
marka það af þvi, hvernig viðtök-
ur þær tillögur, sem ég og fleiri,
hafa sett fram i ýmsum nefndum
og i' umræðum hafa fengiö. Ég vil
halda þvi fram, að hvað varðar
stefnu og viðhorf almennt séu
fulltrúarnir alls ekki bundnir
flokkum. En þegar til kosninga
kemur, er hrært I fólki miklu
meira en hvað varðar stefnuna.
— Sérðu einhverja möguleika á
breytingum?
— Já, ég sé mikla möguleika I
þvi, sem kemur frá þessu þingi,
en þaö eru aðeins möguleikar.
Það eru litlar likur á þvi, aö þvi,
sem samþykkt er hér, verði
framfylgt, og ég er sannfærður
um, að þvi verður ekki framfylgt
af þeirri miðstjórn, sem kosin
verður, nema fyrir mjög mikinn
þrýsting. Þvi miður er ekki til
sterkt, skipulagt afl, sem getur
þrýst á, en ég vona, að þetta afl
myndist smátt og smátt.
Arangurinnmundi fljótlega koma
I ljós I bættum kjörum og betri
samningum.
Takk fyrir.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNS
HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna: 10 mm
Stiglaus hraöabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín.
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
vlrburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
raf magnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
0 upplýsingum. Athugiðhvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
SÍS Byggingavorudeild,
Suðurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbúðin, Álfaskeiði 31..
KEFLAVIK:
Stapafell h/f.
MNGEYRI:
Kaupfelag Dýrfirðinga
ÍSAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVIK:
Kaupfélag Steingrimsfjarðar.
BLÖNDUOS:
Xaupfelag Húnvetninga
SIGLUFJÖRÐUR:
Rafbær h/f.
AKUREYRI:
Verslunin Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HÚSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfélag Vopnfirðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skogar
SEYÐISFJÖRÐUR:
Stalbuðin
NESKAUPSSTAÐUR:
Eirikur Ásmundsson
HÖFN:
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
VÍK:
Kaupfélag Skaftfellinga
Traktordrifnar rafstöðvar
BÆNDUR
Verið viðbúnir rafmagnstruflun-
um og látið þær ekki
trufla mjaltir og önnur bústörf
Rafstöðvar á grind, tengdar við beisli
yfirtengi og drifskaft dráttarvélar á
nokkrum mínútum.
Við500 sn/mín. á drifskafti snýst raf-
allinn 1500 sn/mín. og gef ur út 220 V 50
Rið.
Mælaborð
með tveim tenglum, voltmæli og
útsláttarofa.
Einfasa: 8 stærðir frá 2,8-13,6 kw.
Þrífasa: 8 stærðir frá 4,0-20,0 kw.
Leitið upplýsinga hjá
ÓOi7*CO
gTTh 533 22
BÁTA— OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, GARÐABÆ, iBl 5 22 77