Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 14
14 i/V n/rf • » w m w • i Sunnudagur 7. desember 1980 Umsjón: Magnús Gylfi NYTT A MARKAÐINUM Nú er sá timi árs þegar hver islensk plata á fætur annarri kemur út. Þaö ætti ekki aö undra neinn, þvi nú fer i hönd vertið plötuútgefenda, jóiin. Til þess aö auövelda fólki aö átta sig á þessu flóöi er hér birt yfir lit yfir þær plötur sem kom- iö hafa út aö undanförnu. Söngævintýrið Rauðhetta og Hans og Gréfa. Ýmsir Enn geysist GylfiÆgisson fram á sviðið. Eftir siðustu plötu sina „Meira salt” hefur hann söðlað rækilega um, þvi að þessu sinni er umfjöllunarefnið á plötunni barnaævintýri. Hann hefur búið til söngtexta við hin sigildu ævintýri „Rauðhetta og úlfurinn” og „Hans og Gréta”, og auk þess semur hann öll lögin sjálfur. Aðstoðarmenn hans á þessari plötu eru þekktir og óþekktir og ungir og gamlir. Má þar m.a. nefna Hermann Guð- mundsson, iþróttafréttamann, sem bæði er sögumaður og syngur hlutverk veiðimannsins i Rauðhettu. Þórhall Sigurðsson, Ladda, sem leikur úlfinn og Aróra Halldórsdóttir leikkona, sem leikur ömmuna og Margrét Ragna Jónasdóttir (R. Jónsson- ar upptökustjóra i Hljóðrita). í ævintýrinu um Hans og Grétu leikur og syngur Páll Óskar Hjálmtýsson (já, hann er bróðir Diddú), hlutverk Hans. Hlutverk Grétu er i höndum önnu Lisu Sigurjónsdóttur. Sjálfur fer Gylfi Ægisson með hlutverk nornarinnar. Hljóð- færaleikur á plötunni er m.a. i höndum Sigurðar Karlssonar, Þorsteins Magnússonar, Engil- berts Jensen, Rúnars Júliusson- ar og Gylfa Ægissonar. Bak- raddir syngja Rúnar, Engilbert og Maria Baldursdóttir. Geimsteinn gefur plötuna út, en Steinar h.f. sér um dreifingu. Pílu Pinu Platan: Vmsir. Ragnhildur Gisladóttir, söng- kona, kann sýnilega ýmislegt meira fyrir sér, annað en að syngja sig inn i hjörtu lands- manna. Þessa plötu hefur hún útsett og stjórnað upptöku á, auk þess að eiga eitt lag á henni og syngja að sjálfsögöu. Þetta er plata sem gerð er eft- ir hinni vinsælu sögu Kristjáns frá Djúpalæk, sem lesin var i út- varp við góðar undirtektir. Heiðdis Norðfjörð er sögumaður og hún syngur einnig nokkur lög. Hlutverk músarinnar, Pilu, syngur Margrét Helga Jóns- dóttir. Valinkunnir tónlistar- menn leggja hönd á plóg hér Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Siguröur Karlsson, Þórhallur Sigurðsson, Valva Gisladóttir og Olöf Sesselja ólafsdóttir. Bókaútgáfan Orn og örlygur gefur þessa plötu út og er þetta fyrsta platan sem þeir gefa út. Samtimis kemur út hjá forlaginu barnabók sem hefur að geyma söguna. Þess má til gamans geta að Pétur Halldórsson, sonur Halldórs heitins Péturssonar teiknara, hefur teiknað umslag- iö. Meö ÞREM: Þórir, Rún- ar, Engilbert, María. Eins og menn hafa liklega getið sér til er nafn plötunnar sett saman úr upphafsstöfum nafna þeirra listamanna, sem eru á plötunni. A þessari tólf laga plötu eru þrjú gömul og þekkt lög i nýjum útsetningum en einnig er að finna ný lög þar og eru þau eftir Jóhann G. Jóhannsson, Gylfa Ægisson, Þórir Baldursson og Rúnar Júliusson. Upptökur fóru bæði fram hér á landi og i New York. Rúnar Júliusson sá svo til einn um allan hljóðfæraleik á plöt- unni, en fékk til liðs við sig tvo bandarikjamenn. öll fjögur syngja þau á plötunni, þrjú lög hvert. Kvö Idvísa : Ý msir Steinn Steinarr er eitt af virt- ustu tónskáldum þjóðarinnar. Ljóð hans hafa löngum verið mörgum lagasmiðnum hvatn- ing til að semja lag við þau. Nú hefur Torfi ólafsson hvatt sér hljóðs og gefið út plötu sem hef- ur að geyma lög eftir hann við ljóð Steins. Flytjendur eru: Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Asmundsson. Söngvar- ar á plötunni eru: Eirikur Hauksson, Ingibjörg Ingadóttir, Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður K. Sigurðsson. Upptaka fór fram i Hljóðrita i janúar 1979 og mars—ágúst 1980. Upptökumenn voru: Garð- ar Hansen, Gunnar Smári og Jónas R. Jónsson. Útgefandi plötunnar er Torfi Ólafsson, en Fálkinn h.f. annast dreifingu. Útvarp: Pónik Mikil uppstokkun hefur átt sér stað i hljómsveitinni Pónik á undanförnum árum og er nú svo komið að aðeins einn meðlimur hennar er búinn að vera með frá stofnun, Kristinn Sigmarsson. Hann og félagar hans Sverrir Guðjónsson, Ari Elfar Jónsson, Hallberg Svavarsson og Olfar Sigmarsson (bróðir Kristins) hafa nú gefið út plötu sem þeir nefna „Otvarp”. Þetta er tólf laga plata og á henni er að finna lög eftir meðlimi hljómsveitar- innar, auk þess sem þeir hafa fengið lög frá Jóhanni G, Jóns- syni, Gylfa Ægissyni, Gunnari Þórðarsyni og Magnúsi Kjartanssyni. Flytjendur eru auk hljómsveitarinnar Manuela Wiesler, Graham Smith, Josep Breines, Bernard Wilkinson og Kristinn Svavarsson. Platan er að öllu leyti unnin hér á landi utan hún er skorin erlendis. Ot- gefandi er Fálkinn h.f. i hakanum: Mezzoforte Jazzrokkhljómsveitin Mezzo- forte hefur sent frá sér sina aðra plötu sem þeir nefna 1 hakan- um. Mezzoforte er skipuð fimm ungum tónlistarmönnum, Frið- riki Karlssyni, Eyþóri Gunnars- syni, Birni Thorarensen, Jóhanni Asmundssyni, og Gunnlaugi Briem. 011 lögin eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar og eru þau öll „instrumental”. Aðstoðarfólk á plötunni eru m.a. Shady Owens, Ellen Kristjáns- dóttir, Bobby Harrison, Kristínn Svavarsson og tveir Englend- ingar Ron Asprey og Louis Jardim. Otsetningar á lögunum önnuðust Mezzoforte og Geoff Calver og sá siðastnefndi sá einnig um upptökustjórn og hljóðritun. Upptökur fóru fram á Hljóðrita i sumar, en hljóð- blöndun i Redbus Studios i London. Þess má að lokum geta að samanlagður aldur hljóm- sveitarmeðlima er innan við 100 ár, sem telja verður litið af fimm manna hljómsveit að vera. Steinar h,f. gefur plötuna út. í hátíðarskapi: Ýmsir Það fór ekki svo að ekki yrði ein einasta jólaplata i þessari plötuupptalningu. Sú platan kemur frá G.TH. útgáfunni og nefnist 1 hátiðarskapi. Lands- þekktir listamenn koma fram á þessari plötu en þau eru Gunnar' Þórðarson, Ömar Ragnarsson, Helga Möller, Jóhann Helgason, Ellen Kristjánsdóttir og Ragnar Bjarnason. Að öllum öðrum ólöstuðum þá vekja nöfn Ragn- ars og Ómars mesta athygli. Hvorugir hafa verið iðnir við það á undanförnum árum að koma fram á plötum og má sem dæmi nefna að þetta er i fyrsta skipti sem ömar tekur þátt i upptöku i Hljóðrita. Er þvi ánægjulegt aö sjá þá (og heyra) á ný. Gunnar Þórðarson stjórn- aði gerð þessarar plötu, samdi fjögur ný lög og leikur auk þess á ýmis hljóðfæri. Flytjendur auk hans eru Asgeir Óskarsson, Tómas Tómasson, Eyþór Gunn- arsson, Viðar Alfreðsson og Kristján Stephensen. Að lokum má geta þess að tvær af okkar athygliserðustu ungu hljómsveitum hafa sent frá sér plötur. Það eru Þeyr og Fræbblarnir, en plata þeirra siðarnefndu tefst nokkuð þvi mistök urðu við fullnaðarfrá- gang hennar. Báðar þessar hljómsveitir eru skipaðar ung- um mönnum sem eftir eiga að láta meira að sér kveða i fram- tiðinni, ef að likum lætur. Að svo mæltu lýkur þessari upptalningu og vonandi hefur hún orðið einhverjum til hjálpar við að átta sig á jólaplötuflóð- inu. Það má einnig vekja at- hygli á þvi i þessu sambandi að þrátt fyrir hækkandi verölag á öllum sviðum, þá — hefur verið ákveðið að hækka ekki verð islenskra platna og munu þær kosta kr. 12.900.- um þessi jól. Vonandi verður það til þess að fólk kaupi frekar islenskt og styðji þannig innlendan iðnað. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNAR óskast á hand- lækningadeild til 1. árs frá 1. janúar n.k. Umsóknir er greini menntun og íyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 19. desember n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deildar- innar i sima 29000. AÐSTOÐARMATRAÐSKONA óskast i eldhús Landspitalans. Húsmæðra- kennarapról' eða hliðstæð menntun áskilin. Einnig óskast STARFSMENN vanir matreiðslu. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona Landspitalans i sima 29000 RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS Tvær stöður SÉRFRÆÐINGA i lif- færameinafræði eru lausar til umsókn- ar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 1. febrúar n.k. Upp- lýsingar veitir yfirlæknir liffæra- meinafræðideildar i sima 29000. Reykjavik, 7. desember 1980 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000 Útboð Tilboð óskast í smíði á Dagheimili/leikskóla við Ægissiðu i Reykjavík. Utboðsgögn eru aíhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, gegn kr. 300.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuðásama stað miðvikudaginn 7. jan 1981 kl. 11 f.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.