Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 24
Gagnkvæmt tryggingafélag J m 3 t: M SIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 $$fWfcffTí Sunnudagur 7. des. 1980 Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni LAUGALÆK 6 SÍMl 34555 Fimm bændum heimilað að stofna Kynningar fundUr í Húnaveri AM — Nk. sunnudag, þann 7. desember kl. 14 mun verða hald- inn i Húnaveri kynningarfundur um fyrirhugaða Blönduvirkjun og tilhögun hennar. Sagði Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri rikisins að á fundinn mundi mæta iðnaðarráðherra og kynna sjónarmiðsin og að sjálfur mundi hann halda erindi um málið. Þá verða almennar umræður. Þegar hafa verið haldnir fundir um virkjunarhugmyndirnar með hreppsnefndum og hafa undir- tektir verið á ýmsa lund, enda vitað að ágreiningur rikir um virkjunina. Flúormagn í heyi meira en talið var AB —Nú nýlega var safnað hey- sýnum úr hlöðum i Eyjafirði og Skagafirði og þessi sýni voru sið- an rannsökuð hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Þessi rannsókn er gerð til þess að kanna flúormagn i heyi. Eftir Heklugos i sumar voru bændur hvattir til þess að biða með að senda sýni þangað til nú i vetur og senda hey úr hlöðu, sem þeir hafa nú gert. Enn eru einhver þessara sýna i mælingum, en sýni þau sem lokið hefur verið við að mæla benda til þess að flúormagn i heyi sé meira en gert hafði verið ráð fyrir. Sýnin sem voru tekin þegar Heklugos stóð enn reyndust inni- halda minna flúormagn en þessi nýju sýni. Þvi gæti nú svo farið að bændur verði að blanda hey þetta enn meir með ómenguðu heyi, en þeir hafa gert hingað til. Nefnd sú hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins er unnið hefur að þessum rannsóknum, kemur saman nú á mánudaginn og gerir endanlega grein fyrir niðurstöð- um sinum. Siðar verður greint nánar frá þeim. Ein af mörgum frábærum myndum úr nýútkominni bók um listamanninn Halldór Pétursson. PRENTHÚSIÐ BARÓNSSTÍC 11B — REYKJAVÍK — SÍMI 26380 Gróffóður mikilvægt 1 Danmörku er talsvert rækað af angórakaninum, þetta frá fá- einum kaninum.sem menn hafa sér til gamans, upp i það sem kalla má kaninubú. 1 sumum öðrum löndum, til dæmis Frakklandi eru aftur á móti stórbú. Kaninurnar eru jurtaætur, og þær komast ekki af með minna en gróffóðrið sé 15-16%, það er að segja tréni eða stoðvefir jurta. Talið er gott að gefa þeim hey, rófur og fóðurkál og jafnvel vothey að tveimur þriðju hlut- um, en kjarnfóður að einum þriðja. Erlendis er þessu að jafnaði blandað saman i köggla I réttum hlutföllum, en hér yrði trúlega farin önnur leið að minnsta kosti i upphafi, sagði Sigurjón Bláfeld. Háð leyfi dýralæknis Leyfi landbúnaðarráðuneytis- ins nægir ekki eitt til þess, að menn geti komið hér upp kaninubúum. Þeir verða einnig að fá leyfi heilbrigðisyfirvalda, sem i þessu tilfelli er yfirdýra- læknir landsins. Þar þarf að- gæzlu við vegna hundaæðis, sem bólað hefur á sums staðar á meginlandi álfunnar. Loðdýr, sem flutt hafa verið inn, refir og minkar, hafa aðal- lega verið sótt til Noregs og Skotlands, en kaninurnar væri æskilegra að fá frá Þýzkalandi eða Danmörku. En i Vestur-Þýzkalandi kveður ein- mitt hvað mest að hundaæði og einangruð tilfelli eru kunn frá Suður-Jótlandi. Nú eru angórakaninur að visu aldar i' búrum i lokuðum húsum og leika ekki lausum hala utan dyra. Samt er óliklegt, að leyfi verði veitt til innflutnings á þeim frá Þýzkalandi, þótt þar séu þeir stofnar sem virðast gefa af sér mesta ull. angórakanínubú Ull af hverri kanínu tugþúsunda króna virði í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI Nú er sú öldin, að menn velta fyrir sér nýjum búgreinum, sem geti bætt þeim upp samdrátt i sauðfjárrækt og mjdlkurfram- leiðslu. Af þeim rótum er runn- ið, að margt bænda hefur sótt um leyfi til landbúnaðarráðu- neytisins til þess að stofna kaninubú. Þaö eru angóra- kaninur, sem menn hafa I huga og þær telja til loðdýra, svo að leyfi þarf til þess að hefja slikan búskap. — Ég hef ekki á reiðum hönd- um, hvað margir sóttu um leyfi til okkar, sagði Haukur Jör- undarson, skrifstofustjóri i landbúnaðarráðuneytinu, er við spurðumst fyrir um þetta hjá honum,en fimm höfum viðveitt slikt leyfi. Þeir, sem þau hafa fengið eru Jón Aðalsteinn Hermannsson i Hliðskógum i Bárðardal, Ölina Arnkelsdóttir i Hraunkoti i Aðaldal, Jón Eiriksson i Vorsa- bæ á Skeiðum og tveir Landey- ingar, Eggert Þorkelsson i Sperðli og Hlöðver Diðriksson i Litlu-Hildisey. Þess er rétt að geta, að þarna var ekki verið að velja milli manna heldur fengu þeir leyfið sem fyrst sóttu en hins vegar talið rétt að takmarka nokkuð tölu þeirra, sem leggja hugsan- lega út á þessa braut, á meðan óséð er hvernig gengur. Fin og dýr vara. Angórakaninur eru taldar upprunnar i Litlu-Asiu og Per- siu. Verðmæti þeirra er fólgið i ullinni, sem á þeim vex. Angó- raull fæst einungis af þessu kyni kanina og sérstökum geita- stofni, angórageitum, sem einnig eru kynjaðar af svipuðum slóðum, aðtalið er, og er afar verðmæt sökum sér- stakra eiginleika sinna. Dýr hver lagðurinn — Angóraullin er fjarskalega dýr vara, fin og afar létt, sagði Sigurjón Bláfeld loðdýra- ræktarráðunautur er við leit- uðum vitneskju hjá honum. Angóraull sem flutt var hingað til lands til iblöndunar i vefnað siðast liðið vor, kostaði þrjáti'u og sex þúsund krónur kiló- grammið og eins og nærri má geta hefur verið hækkað siðan, að minnsta kosti reiknað i okkar mynt. Angórakaninurnar gefa af sér mesta ull fyrstu þrjú árin og eru klipptar fjórum sinnum á ári. Danir telja sér sjö til ni'u hundruð grömm af hverri kaninu en Þjóðverjar niu til þrettán hundruð grömm. Lítiö inn í ísbúðina að Laugalæk 6/ og fáiö ykkur kaffi og hressingu, takið félagana meö. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið Opið frá kl. 9-23.30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.