Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.12.1980, Blaðsíða 11
Auglýsingastofan SGS 11 Sunnudagur 7. desember 1980 URVALSBÆKUR VtDALLRAHÆFI Steingríms saga II bindi Forn frægðarsetur Þrautgóðir á raunastund 2. bindi sjálfsævisögu Steingríms heitins Steinþórs- sonar, fyrrum forsætisráöherra ber undirtitilinn: Búnaöarfélagsmálin, pólitík og einkamál. í bók þessari heldur Steingrímur áfram aö rekja viöburða- ríka ævi og segja frá samferöamönnum vítt og breitt um landiö á opinskáan og skorinorðan hátt. Andrés Kristjánsson og Örlygur Hálfdánarson bjuggu bókina til prentunar. Stríðandi Ný skáldsaga eftir hinn kunna rithöfund Stefán Júlíusson. Saga þessi gerist á ónafngreindum bæ og hefst árið 1925. Aöalsöguhetja bókarinnar lítur yfir farinn veg og segir frá stríðandi öflum í stjórnmálum, ástum og mannlegum samskiptum, jafnframt því sem hann þarf aö bregöast viö atburöum líöandi stundar. Þetta er sterk saga sem grípur lesandann og heldur honum föngnum uns lestri bókarinnar er lokið. Ný bók eftir síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. Fjallaö er um þrjá merkisstaöi: Kirkjubæ í Hróarstungu, Þingvelli við Öxará og Álftamýri viö Arnarfjörö, en allir þessir staöir eiga sér merka og sérstæöa sögu, sem síra Ágúst rekur á skemmtilegan og lifandi hátt. í bókinni er fjöldi teikninga og mynda. Heims metabók Guinness Ný og fjölbreytt útgáfa. Ritstjórar eru þeir Örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúðvíksson. Þrjú ár eru síðan bókin kom út á íslensku og á þeim tíma hefur flestum þeim metum sem þá stóöu veriö hnekkt. Heimsmetabókin geymir öll hugsanleg ný heimsmet og hvers konar íslensk met og sérstööu. íslenska efniö eitt heföi fyllt stóra bók. Heimsmetabókin er í rauninni fjölfræöirit um manninn, lífsheiminn, jöröina, geiminn, vísindi, listir, mannvirki, tækni, viöskipti, afreksverk, íþróttir og leiki. 12. bindi björgunar- og sjóslysasögu íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson fjallar um árin 1903—1906 aö báöum árum meðtöldum. í bókinni er m.a. greint frá hinum hörmulegu slysum er uröu í apríl 1906, en þá fórst m.a. kútter Ingvar viö Viöey, sagt er frá 11 sólarhringa hrakningum skipbrotsmanna á Skeiðar- ársandi og fl. og fl. Þessi bókaflokkur hefur oft veriö kallaöur stríössaga íslendinga, og eru þaö orö aö sönnu. Eftir Peter Benchley í þýöingu Jóhönnu Kristjóns- dóttur og llluga Jökulssonar. Höfundurinn er löngu heimskunnur fyrir sögur sínar „Ókindin" og „Djúpiö", en báöar þær sögur hafa veriö kvikmyndaðar. Nú hefur einnig verið gerð magnþrungin kvikmynd sem byggö er á þessari sögu. Þetta er saga sem heldur öllum í járngreipum spennu og spurnar frá upphafi tii enda. Ásgeir Sigurvinsson Knattspyrnuævintýri Eyjapeyjans eftir Sigmund Ó. Steinarsson og Guöjón Róbert Ágústsson. Bók þessi sem fjallar um glæsilegan frægöarferil Ásgeirs Sigurvinssonar knattspyrnumanns er mjög sérstæö og uppsetning bókarinnar einkar nýstárleg. Bókin er prýdd fjölmörgum Ijósmyndum, bæöi svart-hvítum og litmyndum. Þessi bók er óskabók allra knatt- spyrnuunnenda, bæöi ungra sem aldinna. Fjalla kúnstnerinn Stefán frá Möðrudal rekur sögu sína, eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Sérstæö bók um sérstæöan listamann sem ekki bindur bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Listamann sem kann aö koma oröum aö hlutunum, en tungutak hans, jafnt sem listsköpun ber svip hinna hrikalegu Möðrudals- öræfa. Tækni- heimurinn Fyrsta bókin í bókaflokki er ber heitiö: Heimur þekkingar. í þessari bók er varpaö Ijósi á tækniafrek mannsins, uppgötvanir og þrotlausar tilraunir frá örófi alda fram til okkar daga. Þetta er glæsileg og fróöleg bók, full af litmyndum. Þetta er fjölfræðibók sem á erindi til allra aldurshópa. \ Forsetakjör eftir Guöjón Friöriksson og Gunnar Elísson. Bók þessi fjallar um hiö sögulega forsetakjör á íslandi 29. júní 1980. Segir bókin frá kjöri Vigdísar Finnboga- dóttur og aödraganda forsetakosninganna í máli og myndum. Fjallaö er um frambjóðendurna og kosn- ingabaráttuna, greint frá embætti forseta íslands og mönnum er því embætti hafa gegnt. Bókin kemur einnig út á ensku og nefnist Mrs. President. Þetta er því kjörin bók til þess aö senda vinum og viöskiptamönnum erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.