Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 4
Þegar Frakkar
flykkjast á ströndina í sumar
munu þingmenn sem náðu kjöri í
síðari umferð þingkosninganna í
landinu um helgina, flestir úr
íhaldsflokki Nicolas Sarkozy for-
seta, þurfa að sitja sveittir í París
við að vinna að lagabreytingum
sem miða að því að hrinda í fram-
kvæmd boðaðri efnahagsumbóta-
áætlun forsetans.
Sarkozy virðist hafa ótvírætt
umboð til að hrinda þessum
áformum í framkvæmd. En þó
gæti komið til mótmæla og verk-
falla gangi hann of langt.
Fyrstu aðvörunarbjöllurnar
hringdu með því að sósíalistar
komu mun betur út úr síðari
umferð þingkosninganna en búist
hafði verið við, auk þess sem
Alain Juppé, sem í raun var
aðstoðarforsætisráðherra í ríkis-
stjórninni sem Sarkozy skipaði
fyrir skemmstu, náði ekki inn á
þing, sem kallar að öllum líkind-
um á snemmbúna uppstokkun í
stjórninni. Juppé boðaði afsögn
sína úr stjórninni.
Sarkozy staðfesti Francois Fill-
on í embætti forsætisráðherra á
fundi í gær, daginn eftir að kosn-
ingunum lauk. En jafnvel strax í
dag, þriðjudag, er búist við að
hann muni tilkynna um allt að tíu
nýja aðstoðarráðherra, þar á
meðal nokkra úr herbúðum stjórn-
arandstöðunnar, í því skyni að
endurspegla „fjölbreytileika“
Frakklands.
Þrátt fyrir óvænta velgengni
vinstrimanna í mörgum kjör-
dæmum stóð Sarkozy, sem tók við
embætti 16. maí, uppi eftir þing-
kosningarnar sem mjög sterkur
leiðtogi, með ríkisstjórn, þing og
fleiri helstu stofnanir ríkisins
örugglega í höndum flokksmanna
sinna. Þetta var í fyrsta sinn síðan
árið 1978 sem kjósendur stað-
festu í embætti sömu stjórn og
sat að völdum síðastliðið kjör-
tímabil. Mun þessi staða auðvelda
Sarkozy að hrinda umbótamálum
sínum í framkvæmd.
UMP-flokkur Sarkozys fékk
345 af 577 sætum á þjóðþinginu,
neðri deild Frakklandsþings. Á
síðasta kjörtímabili hafði flokk-
urinn 359 þingmenn. Sósíalistar
fengu 186 sæti og bandalag þeirra
við fleiri vinstriflokka samtals
227 sæti, en það var talsvert
meira en vænst hafði verið að
þeir gætu náð í síðari umferð
kosninganna.
Sarkozy fær ótvírætt
umboð til umbóta
Þótt vinstrimenn hafi náð meiri árangri í síðari umferð þingkosninganna í
Frakklandi á sunnudag en búist hafði verið við fékk íhaldsflokkur Sarkozys for-
seta sannfærandi umboð til að hrinda efnahagsumbótaáætlun hans í framkvæmd.
Leiðtogapar
franskra sósíalista, Ségolène
Royal og Francois Hollande, hefur
ákveðið að skilja. Þau tilkynntu
þetta á sunnudagskvöld, að kvöldi
kjördags í síðari umferð þingkosn-
inganna í landinu.
Royal var forsetaframbjóðandi
Sósíalistaflokksins í forsetakosn-
ingunum í vor en Hollande er
formaður flokksins. Hann þurfti
stundum að verja flokkslínuna
opinberlega gagnvart lífsföru-
nautnum, sem fór stundum
frjálslega með hana í kosninga-
baráttunni. Einkalíf þeirra og
pólitískur frami hefur um langt
árabil verið samtvinnað. Þau eiga
fjögur börn.
Royal og Hol-
lande að skilja
Árni Þór Sigurðsson,
alþingismaður og borgarfulltrúi
VG, hættir í borgarstjórn Reykja-
víkur í haust.
Spurður hvers vegna hann
hætti í haust en ekki strax segist
hann eiga inni réttindi sem
honum finnist ástæðulaust að
nýta ekki. „Ég á mitt sumarleyfi
eins og flest fólk. Ég ætla að taka
það og hætti í kjölfar þess,“ segir
hann.
Árni, sem þegar hefur látið af
störfum í einstökum nefndum
borgarinnar, hefur ekki ákveðið
hvort hann segi af sér sem borg-
arfulltrúi eða taki sér leyfi til
loka kjörtímabilsins.
Árni er jafnframt varaformað-
ur Sambands íslenskra sveitar-
félaga og býst heldur við að
gegna því embætti áfram. Þó sé
ekki að fullu ljóst hvort hann
geti setið í stjórn sambandsins
án þess að vera borgarfulltrúi.
„Ég á eftir að fara yfir þetta með
þeim á sambandinu.“
Árni bendir á að flokkur sinni
eigi einn fulltrúa í ellefu manna
stjórn Sambands sveitarfélaga
og vilji samflokksmanna sinna
standi til að hann gegni áfram
varaformennsku. Að minnsta
kosti um sinn. „Svo sjáum við til
hvernig við getum tryggt okkar
stöðu og áhrif þar innan dyra í
framhaldinu.“
Árni Þór var kjörinn í borgar-
stjórn 1994. Þorleifur Gunn-
laugsson tekur sæti hans þar.
Fulltrúar Póllands
og Bretlands sættu vaxandi
þrýstingi á utanríkisráðherra-
fundi Evrópusambandsins í gær
um að láta af andstöðu við áform
um nýja, einfaldaða uppfærslu á
stofnsáttmála Evrópusambands-
ins sem koma myndi í staðinn
fyrir strandaðan stjórnarskrár-
sáttmála þess.
Ráðherraviðræðurnar í gær
voru undirbúningur fyrir
leiðtogafund sambandsins sem
fram fer í Brussel í vikulokin en
Þjóðverjum, sem eru að ljúka
formennskumisseri sínu í
sambandinu, er mjög áfram um
að á leiðtogafundinum takist
samkomulag um þetta. „Náist
engin málamiðlun, ekkert
samkomulag, þá munu allir tapa,“
tjáði þýski utanríkisráðherrann
Frank-Walter Steinmeier
blaðamönnum í Lúxemborg.
Þrýst á Pólverja
og Breta
Ísland er mesta
ferðaþjónustulandið á
Norðurlöndunum.
Þetta var meðal
þeirra niðurstaðna
sem kynntar voru á
norrænu ársþingi
hótel- og veitinga-
manna, sem var að
ljúka.
Öflun gjaldeyris fyrir þjóðarbú-
ið er langhæst á Íslandi. Hlutfall
gjaldeyrissköpunar er tæp þrettán
prósent en á öðrum Norðurlöndum
er hlutfallið alls staðar undir fimm
prósentum. Erna Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, segir þessar
niðurstöður glögglega sýna hversu
mikilvæg ferðaþjónustan er í
íslenskum þjóðarbúskap.
Ferðaþjónusta
á Íslandi skilar
góðum tekjum
Fyrsti hópur grunn-
skólakennara var útskrifaður úr
tölvutökum í síðustu viku. Námið
þykir eitt viðamesta símenntun-
arverkefni sem ráðist hefur
verið í hjá grunnskólum Reykja-
víkur, en það er unnið í sam-
starfi menntasviðs Reykjavíkur-
borgar og Kennaraháskóla
Íslands.
Í útskriftarhópnum voru 182
nemendur en nám þeirra fjallar
um að samþætta upplýsinga- og
samskiptatækni í kennslu.
Kennt er að nota helstu
tölvuforrit með höfuðáherslu á
að nýta þau í starfi með nemend-
um.
Nemar í tölvu-
tökum útskrifast
Lögreglan á
Vestfjörðum stöðvaði tíu öku-
menn fyrir of hraðan akstur í
síðustu viku. Sá sem hraðast ók
var á 168 kílómetra hraða í
Staðardal þar sem hámarkshraði
er 90. Sekt vegna brots af þessu
tagi nemur um 150 þúsund
krónum.
Einn ökumaður var stöðvaður
fyrir meinta ölvun við akstur á
Ísafirði síðdegis á föstudag. Var
hann að koma frá því að sækja
barn sitt á leikskólann.
Fór ölvaður að
sækja barnið