Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 49
Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/ EMI á árunum 1970 til 1975. Frá og með 28. ágúst verður hægt að hlaða niður lögum af plötunum Beacoups of Blues frá árinu 1970, Ringo, sem kom út þremur árum síðar, og safnplöt- unni Photograph: The Very Best of Ringo Starr. Kemur sú plata einnig út á geisla- og mynddiski á næstunni. Á meðal laga á þeirri plötu eru It Don´t Come Easy og Sentimental Journey. Ný sólóplata frá Ringo, Liverpool 8, er síðan væntanleg í janúar á næsta ári. Ekki er langt síðan Paul McCartney, fyrrum félagi Ringo í Bítlunum, gaf út sína 21. sólóplötu, Memory Almost Full. Hingað til hafa lög Bítlanna ekki verið fáan- leg til niðurhals á netinu. Plötufyr- irtækið EMI hefur þó lýst því yfir að slíkt sé í undirbúningi. Ringo á netinu Kaffi Edinborg er nýtt kaffi- hús sem opnaði á Ísafirði fyrir um tveimur vikum. Það er Helga Vala Helgadóttir bæjarstjórafrú á Bolungarvík sem hefur tekið við rekstri þess og segir viðtökurnar hafa farið fram úr öllum hennar væntingum. „Kaffihúsið mitt er í hinu nýuppgerða menningarhúsi hér, Edinborgarhúsi sem var byggt árið 1907. Þarna voru fiskgeymsl- ur og beitingaskúrar en nú verður hægt að halda hér tónleika, leik- sýningar og alls kyns skemmtileg- ar uppákomur,“ segir Helga sem unir sér vel í nýju vinnunni. „Jeminn, það er svo gaman hjá mér. Þetta er í fyrsta sinn sem ég rek kaffihús en ég hef nú unnið sem þjónn og barþjónn með nám- inu. Viðtökurnar eru frábærar en Ísfirðingar eru kaffiþyrstir með meiru. Kaffihúsið er opið fram á kvöld eða til eitt á virkum dögum og til þrjú um helgar og fólk getur því komið hérna við og haft það notalegt með rauðvínsglasi og góðum ostum,“ segir Helga en á kaffihúsinu er einnig hægt að fá sér í gogginn. „Við erum með alls kyns dýr- indis kökur og gerum út á að hafa létta og góða rétti. Það er alltaf einn réttur dagsins og upphaflega ætlaði ég nú að sjá um eldamennsk- una sjálf. Ég áttaði mig þó á því bara fyrsta daginn að aðsóknin var allt of mikil til þess að ég gæti séð um þetta ein og sendi neyðar- kall til kokksins. Í dag er ég komin með fullt af starfsfólki og litla kaffihúsið mitt er eiginlega orðið risastórt.“ Bæjarstjórafrú býður bakkelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.