Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Forseti Ekvador hefur boðið heimsbyggðinni regnskóg til sölu. Landið er fátækt og þarf á nýjum tekjum að halda. Mikil auðæfi leynast undir þjóðgarði í landinu, sem nú er ógnað vegna áforma um að vinna olíu sem þar er að finna. Nýkjörinn forseti, Rafael Correra, vill hætta við olíu- vinnsluna. En hann telur, sjálfsagt með réttu, að landið geti illa unað við tekjutapið. Svo í staðinn fyrir að vinna olíu í þjóðgarðinum með tilheyrandi skógareyðingu býðst hann til að vernda skóginn fyrir 350 milljónir dollara næstu 10 árin. Það er helmingurinn af vænt- anlegum tekjum af olíusölunni. Nú til Íslands. Sú fína hugmynd hefur skotið álitlegum rótum að Íslendingar kolefnisjafni sig. Það þýðir að fólk borgi í skógrækt- arsjóð fyrir að aka bíl eða fljúga milli landa. Búið er að reikna hvað bíltúr eða flugferð kostar í gróður- húsalofttegundum og hvað þarf að gróðursetja mörg tré fyrir aust- an fjall til að vinna á móti. Stórfyr- irtækin eru með og við eigum öll að vera það líka. Bíltúr á Þingvöll kostar tré. Á fínni heimasíðu, kolvidur.is, segir: „Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í gróðri og jarð- vegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúms- lofti.“ Kolviður mun þannig hvetja Íslendinga til þess að verða fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna út- blástursáhrif samgöngutækja sinna með skógrækt. Þeir sem lesið hafa náttúrufræðina sína vita að tré binda kolefni (C) en leysa súrefni (O2), út í andrúmsloftið. Við eru því að tala um andsvar við helstu umhverfisógn mannkyns, hlýnun andrúmslofts. Þetta framtak er fagnaðarefni. En ég verð því miður að taka þá áhættu að móðga allt skógræktar- fólk á Íslandi með því að efast um aðferðina. Í mínum bókum, sem eru venjulegar leikmannsbækur, er Ísland ekki mjög heppilegt land til skógræktar með yfirlýst mark- mið Kolviðar í huga. Tré vaxa vissulega á Íslandi, en mjög hægt og laufgunartími þeirra er stutt- ur, þau eru því ekki „í vinnunni“ fyrir Kolvið nema fáar vikur ár- lega. Þau fara í vetrarfrí frá CO2 vinnslu 9-10 mánuði á ári. Mörg önnur lönd eru heppilegri til að rækta skóg ef markmiðið er að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Það mætti því ná miklu meiri ár- angri í kolefnisjöfnun með því að nýta það fé sem Kolviður aflar á t.d. regnskógasvæðum, eða hjá fá- tækum bændum í Afríku. Raun- ar þarf alls ekki að planta nýjum trám. Einfaldast er að kaupa nú- verandi skóga til verndar, en þeim er ógnað daglega. Mat vísinda- manna er að árleg eyðing regn- skóga nemi rúmlega hálfu Íslandi. Áður þöktu regnskógar 14 pró- sent af þurrlendi jarðar en nú að- eins um 6 prósent. Á Vísindavefnum segir: „Talið er að 20 prósent af nýmyndun súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amazon-skógum Suður-Am- eríku og sennilega á bilinu 30- 35 prósent á regnskógasvæðum jarðar í heild. Ef þetta er raun- in þá hefur eyðing regnskóganna áhrif á möguleika jarðar til að mynda nýtt súrefni og getur þar af leiðandi aukið á gróðurhúsaá- hrif miðað við þá losun sem er á gróðurhúsalofttegundum í dag.“ (visindavefur.hi.is) Mengun er ekki vandamál ein- stakra þjóða og verður ekki leyst á þjóðlegum nótum. Þetta veit for- seti Ekvador þegar hann biðlar til heimsbyggðarinnar um að vernda með sér regnskóginn. Ég veit satt að segja ekki hve mikið vit er í þessu hjá honum, en það má spyrja. Og eins má spyrja Kolvið, hversu mikið vit er í því að nota söfnunarfé til að berjast gegn gróðurhúsaloft- tegundum með því að gróðursetja tré noður við heimskautsbaug þegar svonefnd „lungu jarðar“ (regnskóg- arnir) berjast við krabbamein? Reyndar hef ég spurt. Ég sendi framkvæmdastjóra Kolviðar fyrir- spurn og fékk ágætt svar, svo langt sem það nær. Í því kemur ekk- ert fram sem bendir til að Ísland sé gott land til skógræktar í sam- anburði við þau lönd þar sem best eru skilyrði. Reyndar kemur fram í svarinu að Kolviður hyggi á útrás í „öðrum fasa“ verkefnisins. Hvers vegna ekki strax? Baugur Group hefur auglýst að það fyrirtæki kol- efnisjafni sig með styrk við fátæka bændur á vænlegum skógræktar- svæðum. Athugasemd mín varðar auð- vitað ekki afstöðu til skógræktar á Íslandi. Hún varðar það hvern- ig við náum æskilegu markmiði um að kolefnisjafna neyslu okkar. Það er ljóst að við getum bundið meira kolefni fyrir hverja krónu með því að gera það þar sem tré vaxa hratt og eru í „fullri vinnu“ allt árið. Slíkt framlag er góð þró- unaraðstoð, með því að ráða fátækt fólk til skógræktar, stuðlar að fjöl- breytilegu lífkerfi sem nú er ógnað og leggur því lið að frumbyggjar regnskóga fái áfram að búa í heim- kynnum sínum. Hnattrænn vandi kallar á hnattræna hugsun. Enginn er eyland. Ekki einu sinni Ísland. Kaupum regnskóg! Íleiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipu- lagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaran- um um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: „Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.“ Meginregla sam- vinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í per- sónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en ís- lensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að tak- markanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist „fé án hirðis“ í íslenskum sam- vinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að fé- lögunum „blæddi út“ við breytingar á fé- lagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnu- félög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hluta- bréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafn- framt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starf- rækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnu- trygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um sam- vinnufélög. Eignir í samvinnufélögum Í slenskar konur veltu grettistaki á þeim árum þegar þær voru að ávinna sér þau sjálfsögðu mannréttindi að fá kosningarétt: þær einhentu sér gegn því samfélagslega böli sem áfengis- drykkjan var, hrundu af stað hreyfingu sem olli byltingu í uppbyggingu sjúkrahúsa í landinu, gerbreyttu menntunar- aðstöðu kvenna með kvennaskólahreyfingunni sem vann að víð- tækum umbótum á hreinlæti og heimilisrekstri í landinu. Heilsu- gæsla, umönnun barna og aldraðra var þeim hugsjónamál löngu áður en karlmenn tóku við sér og virtu og sinntu þeim þjóðþrifa- málum. Árangur borgaralegra hreyfinga kvenna skilaði samfélagi á Íslandi fram á við. Samtakamáttur kvenna gerbreytti þjóðlífinu. Nú á tímum eru konur virkir þátttakendur í öllu atvinnulífi en búa við skarðan hlut í stjórnun: konur forðast þátttöku í sveitar- stjórnum, þær sitja of fáar á þingi og þótt margar konur séu áber- andi í opinberu lífi eiga þær við ramman reip að draga: mörg teikn eru uppi um að enn sé langt í landi í jafnrétti karla og kvenna. Hlutur þeirra er átakanlega smár, svo smár að væri hlutaskiptum við snúið sættu karlmenn sig aldrei við kvenna hlut. Verkefni blasa við: Ofbeldisandi gagnvart konum fer vaxandi í samfélaginu. Fornfálegar hugmyndir um stöðu kvenna til heim- ilisstarfa er ríkjandi hjá ungum kynslóðum karla. Eðlileg dreif- ing heimilisstarfa er enn fjarlægur draumur á mörgum heimil- um. Launamunur karla og kvenna sem brýtur í bága við lög og al- mennan vilja er enn himinhrópandi staðreynd. Djúpstætt van- traust á mætti kvenna er enn ríkjandi hjá fjölda karlmanna sem stæra sig af fordómum sínum og óvild í garð kvenna almennt. Þeir verða tvísaga, tvístígandi þegar krafist er opinberrar afstöðu og fara undan í flæmingi. Enginn hópur er eins misskiptur í samfélaginu og ungar konur með börn. Þær eru dæmdar í láglaunastörf og eru upp á bónbjarg- ir komnar. Sumpart er það vegna almenns gáleysis í samlífi kynj- anna þótt ungum mæðrum hafi fækkað mikið frá fyrri áratugum. Á stundum er talað um aðra sýn kvenna á deilur og átök: þing- konur státa sig af því að þær leiti fyrr og frekar sátta en karlar um aðskiljanlega hluti. Ekki síst sökum þess að konur standi hall- ari fæti en karlar þar eins og víðar. Um allt samfélagið eru því menjar hins forna misréttis í fullu gildi sem er miður. Það er ætlast til stórra breytinga af nýrri ríkis- stjórn í jafnréttismálum en þær ná skammt ef almennur hugur og vilji logar ekki um samfélagið allt til að bæta stöðu kvenna. Þær umbætur eru huglægar fyrst og fremst og verða að eiga sér stað í sáttfúsri viðurkenningu á því mikilvæga framlagi sem kvenkynið á í lífi okkar allra – ekki síst körlum til hagsbóta og gæfu. Þá litið er aftur til þess byltingarkennda framlags sem fyrir réttri öld umskóp íslenskt samfélag vaknar sú von að íslenskum kvennahreyfingum vaxi enn ásmegin og við upphaf nýrrar aldar blási þær enn til sóknar og sameinist í hreyfingum – utan flokka – til að umskapa íslenskt samfélag til hins betra – á sinn hátt, með sínum rökum og vissu hvað er öllum, ungum og öldnum, til heilla. Kvenna megin er allra gæfa MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.