Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 16
fréttir og fróðleikur Þjóðfánann á að virða Ný atlaga gerð að því að leysa kreppuna Upplýsingar sem gefa vísbendingar um arðsemi virkjanaframkvæmda hér á landi hafi komið fram að undanförnu. Vistvæn orka er sífellt að verða verðmæt- ari og viðskipti með hana verið að glæðast eins og nýlegur samningur OR við Norðurál gefur til kynna. Nýlegur samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál er tíma- mótasamningur í tvennum skiln- ingi. Í fyrsta lagi vegna þess að vegamikil atriði úr samningnum hafa verið gerð opinber og í öðru lagi fyrir það að hann tryggir íbúum á höfuðborgarsvæðinu ódýrara heitt vatn, samkvæmt Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu borgar Norðurál OR um 2,1 krónu á hverja kílóvattstund af rafmagni samkvæmt orkusölu- samningi vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta staðfesti Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri OR, en hann lét einnig hafa eftir sér að heildartekjur á samningstímanum, miðað við sölu á 100 megavöttum af rafmagni í 25 ár, næmu um 41,5 milljörðum. Þá er stefnt að því að nýtingarhlutfall orkunnar verði um 95 prósent á samningstímanum en algengt er í stóriðjusamningum að það sé um 90 prósent, samkvæmt upplýsingum frá CRU-group í London sem sérhæfir sig í rann- sóknum og ráðgjöf í áliðnaði. Í kjölfarið á því að þessar upplýs- ingar komu fram, og þar með aðal- atriði samnings OR við Norðurál, sendi meirihluti stjórnar OR frá sér tilkynningu þar sem fram kom að það væri „betra til framtíðar litið“ að „aflétta trúnaði af raforku- verði til stóriðju til þess að koma í veg fyrir ranghugmyndir og mis- skilning.“ Fréttablaðið hefur sent öllum borg- arfulltrúum og þingflokkum, beiðni um upplýsingar um söluverð Lands- virkjunar á raforku til stóriðju. Er beiðnin byggð á því að gögnin hafi verið grundvallarþáttur í verð- mætamati á Landsvirkjun sem fram fór áður en helmingshlutur Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar var seldur til íslenska ríkis- ins um áramót. Enginn hefur svar- að beiðninni formlega en allir flokkar, nema Samfylkingin og Framsóknarflokkur, hafi komið skilaboðum til blaðamanns varð- andi málið. Þingflokkar Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins ætla sér að svara beiðninni form- lega en aðrir hafa ekki svarað því til nákvæmlega hvernig beiðninni verður svarað. Sérstaklega er óskað eftir lögfræðilegum rök- stuðningi fyrir því hvort það stand- ist lög um gagnsæja stjórnsýslu að halda gögnunum leyndum í fyrr- nefndu kaupferli. Sala á rafmagni úr jarðvarmavirkj- unum OR greiðir rekstrar- og stofn- kostnað af virkjununum sem ann- ars þyrfti að greiðast eingöngu af heitavatnsframleiðslunni. Sem dæmi má nefna þá nam fyrrnefnd- ur kostnaður vegna virkjana á Nesjavöllum um 400 milljónum á ári sem þýddi um átta prósenta hækkun á heitavatnsreikningun- um, samkvæmt upplýsingum frá OR, en svipað er uppi á teningnum með Hellisheiðarvirkjun en heita- vatnsframleiðsla þar hefst árið 2009. Ef ekki væri fyrir rafmagns- framleiðslu í virkjunum þyrfti heitavatnsreikningurinn hjá íbúum á höfuðborgarsvæðinu því að vera um sextán prósentum hærri sam- kvæmt þessum upplýsingum. Uppgefnar forsendur úr samningi OR við Norðurál gefa skýra mynd af því hversu mikil eðal lítil verð- mæti er hægt að fá út úr stóriðju- samningum. OR gerir sér vonir um að virkjanirnar sem framleiða raf- orku sem seld verður til álvers í Helguvík verði skuldlausar eignir OR fimmtán til sextán árum eftir að orkusölusamningur fyrirtækisins tekur gildi. Er það fengið út frá því að ávöxtun eiginfjárs sé um þrettán prósent á samningstímanum en OR setur tíu prósent arðsemi, miðað við 25 prósent eiginfjárhlutfall, sem lág- mark ef virkjað er fyrir stórnotend- ur. Orkuveitan gerir ráð fyrir því að endingartími virkjananna verði ekki minni en 50 til 60 ár en ekki er talið ólíklegt að þær verði nothæfar í meira í 100 ár ef þeim verður vel við haldið. Eftirspurn eftir vistvænni orku í heiminum er gríðarleg og hefur farið vaxandi að undanförnu. Fyrir- tæki eru tilbúin til þess að borga umtalsvert hærra fyrir orkuna ef hún er vistvæn. Íslensk fyrirtæki eru þegar byrjuð að nýta sér sér- þekkingu í orkuiðnaði með samning- um um virkjanir erlendis, en sam- hliða miklum stóriðjuframkvæmdum hefur byggst upp mikil þekking á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa aukið áherslu á að afla orku með umhverfisvænum hætti, ekki síst vegna vaxandi umræðu um áhrif loftslagsbreytinga á lífið á jörðinni. Dæmi um þess konar verk- efni er nýlegur samningur Blåfall Energi, sem að hluta til er í eigu RARIK og Landsbankans, um að reisa og reka 40 litlar vatnsafls- virkjanir í Noregi en norsk stjórn- völd hafa ákveðið að borga sérstak- lega fyrir orku sem aflað er með vistvænum hætti, og í því felast viðskiptatækifæri. Gagnsæi og ódýrara heitt vatn Sumartilboð Vildarþjónustunnar Osló, Stokkhólmur og Gautaborg með Iceland Express aðeins 19.900,- með sköttum Tilboðið er bókanlegt frá 15. - 30. júní og er ferðatímabilið 15. - 15. júlí www.spar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.