Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 6
Lórítín®
– Kröftugt ofnæmislyf
Notkun:
Skömmtun:
Frábendingar: Varúðarreglur:
Aukaverkanir:
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
9
0
2
5
-
A
c
ta
v
is
7
0
4
0
0
3
Við tökum vel
á móti þér
í Borgartúni 25
Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is
Tókst þú þátt í hátíðahöldum
vegna 17. júní?
Spilar þú póker?
Hæstiréttur dæmdi í
gær Stefán Hjaltested Ófeigsson
til tveggja ára hegningarauka
fyrir nauðgun, og þyngdi Hæsti-
réttur þar með dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur um sex mánuði. Stef-
án fékk samanlagt fjögurra og
hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær
nauðganir.
Í dómi Hæstaréttar segir að
sýnt hafi verið fram á að Stefán
hafi á heimili sínu haft kynmök
við konu sem lagði fram kæru á
hendur honum. Það hafi hann gert
gegn vilja hennar með valdbeit-
ingu.
Nauðgunin átti sér stað í lok maí
eða byrjun júní 2004, en konan
sagðist muna atburði kvöldsins
slitrótt, og grunaði að henni hafi
verið gefið lyf.
Það taldist þó
ekki sannað.
Konan kærði
árásina seint í
desember 2005.
Hún sagði lög-
reglu að hún
hefði ekki
treyst sér til að
kæra fyrr þar
sem henni hafi
ekki fundist
hún hafa neitt í
höndunum, auk þess sem hún hafi
verið full sjálfsásökunar.
Önnur kona kærði Stefán fyrir
nauðgun í október 2004, og var
hann dæmdur í tveggja og hálfs
árs fangelsi í héraðsdómi í nóv-
ember 2005, sem Hæstiréttur
staðfesti í júní 2006.
Fram kemur í dómi héraðs-
dóms sem Hæstiréttur staðfesti í
gær, að Stefán hafi sagt samfarir
hafa farið fram með samþykki
konunnar, og að kæra konunnar
væri eingöngu til komin vegna
fjölmiðlaumfjöllunnar um fyrra
málið.
Þar sem Stefán hafði áður verið
dæmdur fyrir sams konar brot
var hann í gær dæmdur til refsi-
auka. Auk tveggja ára fangelsis-
vistar var Stefán dæmdur til að
greiða fórnarlambi sínu eina
milljón króna í skaðabætur. Hann
var einnig dæmdur til að greiða
sakar- og áfrýjunarkostnað í mál-
inu, alls tæplega 1,2 milljónir
króna.
Vitni báru fyrir dómi að konan
hefði hlotið áverka vegna árásar
Stefáns. Sjálf lýsti konan því að
hann hafi ítrekað slegið hana í
mjaðmir og brjóst. Stefán viður-
kenndi að hafa slegið konuna, en
sagði það hafa verið hluta af
leiknum.
Dómurinn taldi frásögn kon-
unnar trúverðuga, og hún stydd-
ist við líkamlega áverka, lostá-
stand og andlega erfiðleika í
kjölfar árásarinnar. Í hinum stað-
festa dómi héraðsdóms segir að
árásin hafi verið alvarleg, og að
Stefán eigi sér engar málsbætur.
Hæstiréttur þyngdi
dóm yfir nauðgara
Stefán Hjaltested Ófeigsson hefur verið dæmdur til samtals fjögurra og hálfs
árs fangelsisvistar fyrir tvær nauðganir. Ekki sannað að lyfjum hafi verið beitt
segir í dómi frá því í gær. Dæmdur til að greiða fórnarlambi eina milljón króna.
„Ég var bara heppinn að
sleppa svona vel,“ sagði Alexei
Trufan, bílstjóri hjá BM Vallá, sem
lenti í fremur óþægilegri lífs-
reynslu í gærmorgun. Hann missti
stjórn á steypubíl sem hann ók
með þeim afleiðingum að bifreiðin
hafnaði á ljósastaur og valt síðan á
hliðina. Slysið varð á aðrein frá
Miklubraut að Sæbraut.
Bíllinn var fullhlaðinn þegar
slysið átti sér stað og vó um 30
tonn. Bíllinn lokaði báðum akrein-
um Sæbrautar og Reykjanesbraut-
ar til suðurs og var Sæbrautinni
lokað fyrir allri umferð til suðurs
frá Kleppsmýrarvegi í rúmlega
tvær klukkustundir.
Tækjabíll slökkviliðsins var
kallaður á vettvang til að aðstoða
við að ná Alexei úr bílnum. Hann
var síðan fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild en reyndist lítið sem
ekkert slasaður.
Steypubifreiðin sem Alexei ók
er mikið skemmd og þurfti að
kalla til öflugan sextíu tonna krana
til að ná henni af vettvangi.
Heppinn að sleppa
Lögregla hefur ekki gefið út ákæru á
hendur forsvarsmanni pókermóts sem fram fór á
föstudag, en lögreglan stöðvaði mótið þegar það var
langt komið og taldi að lög um fjárhættuspil hefðu
verið brotin.
Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, segist
hafa heyrt í lögreglu í gær, og fengið þau skilaboð að
verið væri að fara yfir málið. Sér hafi í öllu falli ekki
verið birt ákæra enn.
„Ég er að skoða hvað er best og skynsamlegast að
gera í þessu máli. Þetta er voðalega þunnt hjá lög-
reglunni og ég held þeir séu í hálfgerðum vandræð-
um með þetta,“ segir Sindri.
Fyrirkomulag mótsins var þannig að rúmlega 150
þátttakendur greiddu 4.000 króna þátttökugjald. Þær
rúmu 600 þúsund krónur sem þannig öfluðust átti að
nota til að greiða verðlaun. Sindri segist ekki hafa
haft hagnað af mótinu, í raun hafi hann haft af því
ýmsan kostnað. Það eina sem telja mætti sem tekjur
væri sú auglýsing sem vefverslun hans hafi fengið
vegna mótsins, en erfitt sé að meta hvers virði sú
auglýsing sé.
„Ef þeir ætla að kæra mig út frá lögum um fjár-
hættuspil verða þeir líka að kæra bingó í Vinabæ og
annað í þeim dúr,“ segir Sindri. „Málið er bara það að
af því að þetta heitir póker þá eru menn að velta
þessu fyrir sér. Ef þetta hefði verið mót í Olsen-Olsen
eða öðru spili hefði enginn sagt neitt.“
Hefðu ekki stöðvað Olsen-Olsen