Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 12
Sérsveit Ríkislög-
reglustjóra og Landhelgisgæslan
(LHG) æfðu nýverið með sér-
sveit norsku lögreglunnar í Hval-
firði, og er stefnt að því að önnur
æfing fari fram á næstunni.
Fram kemur í tilkynningu frá
LHG að verkefni gæslunnar og
ríkislögreglustjóra skarist á
margvíslegan hátt og því sé gott
samstarf nauðsynlegt.
Norska lögreglan hefur átt
gott samstarf við Ríkislögreglu-
stjóra frá 1982, sem felur meðal
annars í sér skiptiþjálfun, segir í
tilkynningunni. Af þeim sökum
hafi meðlimir delta-sveitar
norsku lögreglunnar æft með
LHG og sérsveitinni.
Norsk delta-sérsveit
æfði í Hvalfirði
Barnaheill efndi til fjár-
öflunarhádegisverðar í Iðnó á dög-
unum þar sem um 40 konur úr
íslensku athafnalífi komu saman til
að styðja við starfsemi samtakanna.
„Þetta er í fyrsta sinn sem Barna-
heill stendur að fjáröflunar-
hádegisverði með þessu sniði og var
sérstaklega ánægjulegt að fá stuðn-
ing kvenna sem eru í forystuhlut-
verki víða í þjóðfélaginu,“ segir
Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Barnaheilla.
Meðal dagskrárliða var happ-
drætti og það vakti kátínu viðstaddra
þegar í ljós kom að nýbakaður
umhverfisráðherra, Þórunn Svein-
bjarnardóttir, var meðal vinnings-
hafa.
Barnaheill eru frjáls félagasam-
tök sem vinna að réttindum og vel-
ferð barna.
MÆÐGUR Í GOLF
19. JÚNÍ
| Kaupþing | GSÍ | Pro Golf | Golfklúbbur Reykjavíkur |
Í tilefni Kvenréttindadags Íslands
verður haldinn sérstakur golfdagur
fyrir ömmur, mæður og dætur
í Básum í Grafarholti 19. júní kl. 16-20.
Boðið verður upp á golfkennslu fyrir alla
aldurshópa og verða kylfur lánaðar á staðnum.
Í Básum verða allar fræknustu golfkonur
landsins auk kennara frá ProGolf og IPGA.
Konur eru hvattar til að koma með dætrum
sínum og læra skemmtilega íþrótt.
Hressandi útivist og holl og góð hreyfing fyrir
konur á öllum aldri.
Globalisation in one Continent -
Mobility for t of all?
ts and minimise the risks across Europe?
EURES Mobility Conference in Reykjavik June 22, 2007