Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 22
Sumarið er rétti tíminn til að njóta hristinga eða „smoothies“ eins og þeir kall- ast á frummálinu. Hristingar eru fljótgerðir og ljúffengir, í raun hin fullkomna skyndmáltíð hvort sem er á morgnana eða yfir daginn. Helga Mogensen á Manni lifandi mælir heilshugar með þeim til heilsubótar en bendir um leið á að það sé mikilvægt að setja í þá allt sem líkaminn þarfnast ef þeir eiga að koma í stað mál- tíða. „Kroppurinn þarf ákveðin vítamín og steinefni í hverri máltíð og því er nauðsynlegt að bæta út í hristinginn próteinum og fleiri nærandi efnum. Líkam- inn elskar nefnilega hristinga ef öll góðu efnin eru í þeim,“ segir hún og bendir jafnframt á að hristinga megi bæði gera úr ávaxtasöfum, sojamjólk, hrís- mjólk eða öðrum drykkjum. Líkaminn elskar hristinga Sæþotur njóta aldrei eins mik- illa vinsælda og nú. Aðallega hjá ungu fólki. „Vinsældirnar hafa aldrei verið meiri en nú,“ segir Bövar Sigurðs- son annar eigandi Sæþotuleigunn- ar sem hefur verið starfrækt í þrjú ár. „Vinsælast er þetta hjá fólki á aldursbilinu 18 til 30 ára, þótt það sé ekki algild regla, og kúnnarnir oft svo ánægðir að þeir koma hingað á hverju ári.“ Að sögn Böðvars njóta sæþot- urnar jafn mikilla vinsælda hjá báðum kynjum og hafa gert alveg frá upphafi. „Hingað koma stund- um bílar stútfullir af stelpum, sem vilja bara skemmta sér. Sumar eru að vísu svolítið sparsamar á bens- íngjöfina, en þeim þykir ekki síður gaman en strákunum. Enda mikið frelsi sem fylgir því að þeysast um á sæþotu á hafi úti, með nátt- úrufegurðina allt um kring.“ Böðvar segir sumar af þotunum ná allt að 215 hestöflum, með túrbó og millikæli. Ekki sé þar með sagt að mönnum leyfist ein- hver ofsahraði, þar sem starfs- menn eru mjög harðir á öryggis- reglum. Frelsið er alveg yndislegt 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.