Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 22

Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 22
Sumarið er rétti tíminn til að njóta hristinga eða „smoothies“ eins og þeir kall- ast á frummálinu. Hristingar eru fljótgerðir og ljúffengir, í raun hin fullkomna skyndmáltíð hvort sem er á morgnana eða yfir daginn. Helga Mogensen á Manni lifandi mælir heilshugar með þeim til heilsubótar en bendir um leið á að það sé mikilvægt að setja í þá allt sem líkaminn þarfnast ef þeir eiga að koma í stað mál- tíða. „Kroppurinn þarf ákveðin vítamín og steinefni í hverri máltíð og því er nauðsynlegt að bæta út í hristinginn próteinum og fleiri nærandi efnum. Líkam- inn elskar nefnilega hristinga ef öll góðu efnin eru í þeim,“ segir hún og bendir jafnframt á að hristinga megi bæði gera úr ávaxtasöfum, sojamjólk, hrís- mjólk eða öðrum drykkjum. Líkaminn elskar hristinga Sæþotur njóta aldrei eins mik- illa vinsælda og nú. Aðallega hjá ungu fólki. „Vinsældirnar hafa aldrei verið meiri en nú,“ segir Bövar Sigurðs- son annar eigandi Sæþotuleigunn- ar sem hefur verið starfrækt í þrjú ár. „Vinsælast er þetta hjá fólki á aldursbilinu 18 til 30 ára, þótt það sé ekki algild regla, og kúnnarnir oft svo ánægðir að þeir koma hingað á hverju ári.“ Að sögn Böðvars njóta sæþot- urnar jafn mikilla vinsælda hjá báðum kynjum og hafa gert alveg frá upphafi. „Hingað koma stund- um bílar stútfullir af stelpum, sem vilja bara skemmta sér. Sumar eru að vísu svolítið sparsamar á bens- íngjöfina, en þeim þykir ekki síður gaman en strákunum. Enda mikið frelsi sem fylgir því að þeysast um á sæþotu á hafi úti, með nátt- úrufegurðina allt um kring.“ Böðvar segir sumar af þotunum ná allt að 215 hestöflum, með túrbó og millikæli. Ekki sé þar með sagt að mönnum leyfist ein- hver ofsahraði, þar sem starfs- menn eru mjög harðir á öryggis- reglum. Frelsið er alveg yndislegt 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.