Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 46
Franska hljómsveitin Air, skip- uð þeim Nicolas Godin og Jean- Benoît Dunckel, heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. „Þeir stefna á að vera hérna í tvo daga. Þeir eru mjög áhugasamir um Ís- land og óskuðu sérstaklega eftir því að fara í Bláa lónið,“ segir Eldar Ástþórsson hjá Hr. Örlygi. Eftir tónleikana hér á landi er ferðinni síðan heitið til Rússlands. Enn eru til miðar í stæði á tónleika í Höllinni en uppselt er í stúku og palla. Miðaverð er 3900 krónur. Air í Lóninu Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er valdamesta mann- eskjan í skemmtanaiðnaðinum samkvæmt bandaríska fjármála- tímaritinu Forbes. Tímaritið birt- ir árlega lista yfir valdamestu stjörnurnar og er hann reikn- aður eftir tekjum viðkomandi stjarna á árinu, fjölmiðlaathygli þeirra, hversu oft mynd af þeim birtist á forsíðu og ýmsum fleiri kúnstum. Oprah hefur töluverða yfir- burði í ár því hún þénaði alls 260 milljónir dollara á síðasta ári, auk þess sem nafn hennar fær flestar niðurstöður þegar það er slegið inn í Google. Þá var hún einnig sú stjarna sem birtist oft- ast á sjónvarpsskjánum. Tiger Woods varð í öðru sæti í ár og Madonna þriðja. Athygli vekur að efsti maður listans frá því í fyrra, Tom Cruise, fellur niður í áttunda sæti. Söngkonan Madonna er há- stökkvari ársins en hún er í þriðja sæti listans eftir vel heppnaða tónleikaferð um heiminn í fyrra- sumar sem færði hennar mikl- ar tekjur. Johnny Depp er í sjötta sæti eftir velgengni Pirates of the Caribbean og þá vekur athygli að leikarar Grey´s Anatomy, vinsæl- asta sjónvarpsþáttar Bandaríkj- anna, sitja í ellefta sæti. Af öðrum stjörnum má nefna að skötuhjúin Brad Pitt og Ang- elina Jolie eru í fimmta og fjórtánda sæti, knattspyrnumað- urinn David Beckham er í því fimmtánda og Simon Cowell er í 21. sæti. Paris Hilton, sem var í 56. sæti á listanum í fyrra, kemst ekki á topp 100 í ár. Oprah er valdamesta stjarnan „Þetta voru klárlega þær öfga- fyllstu og dramatískustu aðstæð- ur sem ég hef spilað við,“ segir kylfingurinn Gunnlaugur Jónas- son sem tók þátt í skemmtilegri tilraun sem nokkrir golfáhuga- menn gerðu á toppi Eyrarfjalls á Vestfjörðum í vikunni. Þá slógu þeir golfkúlu yfir gilið Bakka- skemmu sem samkvæmt óform- legum mælingum er rétt um 200 metrar á lengd. Höggið var slegið á toppi Eyr- arfjalls, sem er 714 metrar á hæð. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins bestu á Ísafirði er ekki vitað til þess að golf hafi verið leikið í jafn mikilli hæð á Íslandi. „Þetta var alveg magnað,“ sagði Gunnlaugur þegar hann lýsti upp- lifuninni. „Veðrið var stillt og ekki mikill vindur. Aðstæður voru eins og best verður á kosið.“ Gunnlaugur segir öruggt að hann muni spreyta sig aftur í við- líka víðáttu. „Það er æðislegt að spreyta sig í svona náttúru. Það er aldrei að vita nema að þetta verði upphafið á einhverju trendi,” sagði Gunnlaugur og glotti við tönn. Uppákoman á Eyrarfjalli var liður í kynningarfundi um kláf sem brátt verður reistur á fjall- inu. Þess ber að geta að þrátt fyrir mikinn þrýsting kylfing- anna stendur ekki til að reisa golfvöll uppi á fjallinu. Spiluðu golf á toppi Eyrarfjalls Pilluglas sem kóngurinn sjálf- ur Elvis Presley notaði seldist á tæpar 164 þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Gullhúðuð byssa sem var einnig í eigu Presleys seldist jafnframt á 1,8 milljónir króna. „Við ætluðum að selja glas- ið með pillunum í en lögreglan í Los Angeles bannaði okkur það þannig að því miður urðum við að fjarlægja pillurnar,“ sagði Darren Julien sem stjórnaði upp- boðinu. Regnhlíf sem Marilyn Monroe notaði á ljósmynd sem var tekin af henni árið 1949 seldist á um 2,6 milljónir og vegabréf leikstjór- ans Alfreds Hitchcock fór á um 1,2 milljónir. Regnhlífin verður höfð til sýnis á safni í Írlandi, að sögn eigandans Williams Doyle. Pilluglas Presley selt Kvenréttindadagurinn er í dag og að því tilefni munu konur fagna um allt land enda var það á þess- um degi árið 1915 sem konur fengu kosningarétt. Þeir sem styðja jafn- rétti eru hvattir til að sýna stuðn- ing í verki með því að gera eitt- hvað bleikt í dag. Hvort sem það er að klæðast einhverju bleiku, flagga einhverju bleiku eða jafn- vel borða eitthvað bleikt. Ýmsar uppákomur verða um alla borg sem meðal annars Kven- réttindafélagið stendur fyrir. „Við verðum með kvennasögugöngu um Kvosina, undir leiðsögn Krist- ínar Ástgeirsdóttur sagnfræð- ings og hefst hún klukkan kort- er yfir fjögur við Kvennaskólann í Reykjavík,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir hjá Kvenréttindafélagi Íslands. „Einnig verðum við með Kvennamessuna í Laugardal eins og á hverju ári og það er gert til að minnast þeirra kvenna sem mættu þarna og þvoðu þvotta. Þetta voru oft konur sem unnu mikla erfiðis- vinnu í gegnum aldirnar án þess að bera mikið úr býtum,“ segir Þorbjörg og nefnir einnig útgáfu blaðsins 19. júní. „Á hverju ári er ráðinn nýr ritstjóri að blaðinu og í ár er það Steingerður Steinars- dóttir.“ Margt fleira er á dagskrá í dag og má þar á meðal annars nefna afhendingu Bleiku steinanna en það eru hvatningarverðlaun Fem- ínistafélagsins. Auk þess verður opið hús á Jafnréttisstofu, Borg- um á Akureyri og Ungliðahóp- ur Femínistafélagsins kemur saman á Kaffi Cultura á Hverf- isgötu. Fulla dagskrá má finna á heimasíðu Femínistafélagsins, www.feministinn.is. Bærinn málaður bleikur Atorka Group hf., kt. 600390-2289, hefur gefið út lýsingu vegna skráningar skuldabréfa sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengi- lega almenningi frá og með 19. júní 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefinn út: Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 2.500.000.000 var gefinn út þann 16. maí 2007 og er auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands ATOR 07 2. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöll Íslands þann 19 júní 2007. Hver eining bréfanna er kr. 5.000.000. Skuldabréfin eru óverðtryggðogskulubera3ja mánaða REIBORvexti auk 1,95% álags. Höfuðstóll bréfanna skal endurgreiðast þann 16. janúar 2009, en vaxtagjalddagar skulu vera fjórum sinnum á ári, á þriggja mánaða fresti, sá fyrsti var þann 16. júlí 2007. Lýsingu er hægt að nálgast hjá útgefanda Atorka Group hf., Hlíðasmára 1, 200 Kópavogi og á vef- setri útgefanda Atorka Group hf. www.atorka.is. Umsjónaraðili skráningarinnar er Kaupþing banki hf. Reykjavík 19. júní 2007 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.