Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.06.2007, Qupperneq 46
Franska hljómsveitin Air, skip- uð þeim Nicolas Godin og Jean- Benoît Dunckel, heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. „Þeir stefna á að vera hérna í tvo daga. Þeir eru mjög áhugasamir um Ís- land og óskuðu sérstaklega eftir því að fara í Bláa lónið,“ segir Eldar Ástþórsson hjá Hr. Örlygi. Eftir tónleikana hér á landi er ferðinni síðan heitið til Rússlands. Enn eru til miðar í stæði á tónleika í Höllinni en uppselt er í stúku og palla. Miðaverð er 3900 krónur. Air í Lóninu Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er valdamesta mann- eskjan í skemmtanaiðnaðinum samkvæmt bandaríska fjármála- tímaritinu Forbes. Tímaritið birt- ir árlega lista yfir valdamestu stjörnurnar og er hann reikn- aður eftir tekjum viðkomandi stjarna á árinu, fjölmiðlaathygli þeirra, hversu oft mynd af þeim birtist á forsíðu og ýmsum fleiri kúnstum. Oprah hefur töluverða yfir- burði í ár því hún þénaði alls 260 milljónir dollara á síðasta ári, auk þess sem nafn hennar fær flestar niðurstöður þegar það er slegið inn í Google. Þá var hún einnig sú stjarna sem birtist oft- ast á sjónvarpsskjánum. Tiger Woods varð í öðru sæti í ár og Madonna þriðja. Athygli vekur að efsti maður listans frá því í fyrra, Tom Cruise, fellur niður í áttunda sæti. Söngkonan Madonna er há- stökkvari ársins en hún er í þriðja sæti listans eftir vel heppnaða tónleikaferð um heiminn í fyrra- sumar sem færði hennar mikl- ar tekjur. Johnny Depp er í sjötta sæti eftir velgengni Pirates of the Caribbean og þá vekur athygli að leikarar Grey´s Anatomy, vinsæl- asta sjónvarpsþáttar Bandaríkj- anna, sitja í ellefta sæti. Af öðrum stjörnum má nefna að skötuhjúin Brad Pitt og Ang- elina Jolie eru í fimmta og fjórtánda sæti, knattspyrnumað- urinn David Beckham er í því fimmtánda og Simon Cowell er í 21. sæti. Paris Hilton, sem var í 56. sæti á listanum í fyrra, kemst ekki á topp 100 í ár. Oprah er valdamesta stjarnan „Þetta voru klárlega þær öfga- fyllstu og dramatískustu aðstæð- ur sem ég hef spilað við,“ segir kylfingurinn Gunnlaugur Jónas- son sem tók þátt í skemmtilegri tilraun sem nokkrir golfáhuga- menn gerðu á toppi Eyrarfjalls á Vestfjörðum í vikunni. Þá slógu þeir golfkúlu yfir gilið Bakka- skemmu sem samkvæmt óform- legum mælingum er rétt um 200 metrar á lengd. Höggið var slegið á toppi Eyr- arfjalls, sem er 714 metrar á hæð. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins bestu á Ísafirði er ekki vitað til þess að golf hafi verið leikið í jafn mikilli hæð á Íslandi. „Þetta var alveg magnað,“ sagði Gunnlaugur þegar hann lýsti upp- lifuninni. „Veðrið var stillt og ekki mikill vindur. Aðstæður voru eins og best verður á kosið.“ Gunnlaugur segir öruggt að hann muni spreyta sig aftur í við- líka víðáttu. „Það er æðislegt að spreyta sig í svona náttúru. Það er aldrei að vita nema að þetta verði upphafið á einhverju trendi,” sagði Gunnlaugur og glotti við tönn. Uppákoman á Eyrarfjalli var liður í kynningarfundi um kláf sem brátt verður reistur á fjall- inu. Þess ber að geta að þrátt fyrir mikinn þrýsting kylfing- anna stendur ekki til að reisa golfvöll uppi á fjallinu. Spiluðu golf á toppi Eyrarfjalls Pilluglas sem kóngurinn sjálf- ur Elvis Presley notaði seldist á tæpar 164 þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Gullhúðuð byssa sem var einnig í eigu Presleys seldist jafnframt á 1,8 milljónir króna. „Við ætluðum að selja glas- ið með pillunum í en lögreglan í Los Angeles bannaði okkur það þannig að því miður urðum við að fjarlægja pillurnar,“ sagði Darren Julien sem stjórnaði upp- boðinu. Regnhlíf sem Marilyn Monroe notaði á ljósmynd sem var tekin af henni árið 1949 seldist á um 2,6 milljónir og vegabréf leikstjór- ans Alfreds Hitchcock fór á um 1,2 milljónir. Regnhlífin verður höfð til sýnis á safni í Írlandi, að sögn eigandans Williams Doyle. Pilluglas Presley selt Kvenréttindadagurinn er í dag og að því tilefni munu konur fagna um allt land enda var það á þess- um degi árið 1915 sem konur fengu kosningarétt. Þeir sem styðja jafn- rétti eru hvattir til að sýna stuðn- ing í verki með því að gera eitt- hvað bleikt í dag. Hvort sem það er að klæðast einhverju bleiku, flagga einhverju bleiku eða jafn- vel borða eitthvað bleikt. Ýmsar uppákomur verða um alla borg sem meðal annars Kven- réttindafélagið stendur fyrir. „Við verðum með kvennasögugöngu um Kvosina, undir leiðsögn Krist- ínar Ástgeirsdóttur sagnfræð- ings og hefst hún klukkan kort- er yfir fjögur við Kvennaskólann í Reykjavík,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir hjá Kvenréttindafélagi Íslands. „Einnig verðum við með Kvennamessuna í Laugardal eins og á hverju ári og það er gert til að minnast þeirra kvenna sem mættu þarna og þvoðu þvotta. Þetta voru oft konur sem unnu mikla erfiðis- vinnu í gegnum aldirnar án þess að bera mikið úr býtum,“ segir Þorbjörg og nefnir einnig útgáfu blaðsins 19. júní. „Á hverju ári er ráðinn nýr ritstjóri að blaðinu og í ár er það Steingerður Steinars- dóttir.“ Margt fleira er á dagskrá í dag og má þar á meðal annars nefna afhendingu Bleiku steinanna en það eru hvatningarverðlaun Fem- ínistafélagsins. Auk þess verður opið hús á Jafnréttisstofu, Borg- um á Akureyri og Ungliðahóp- ur Femínistafélagsins kemur saman á Kaffi Cultura á Hverf- isgötu. Fulla dagskrá má finna á heimasíðu Femínistafélagsins, www.feministinn.is. Bærinn málaður bleikur Atorka Group hf., kt. 600390-2289, hefur gefið út lýsingu vegna skráningar skuldabréfa sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengi- lega almenningi frá og með 19. júní 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefinn út: Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 2.500.000.000 var gefinn út þann 16. maí 2007 og er auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands ATOR 07 2. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöll Íslands þann 19 júní 2007. Hver eining bréfanna er kr. 5.000.000. Skuldabréfin eru óverðtryggðogskulubera3ja mánaða REIBORvexti auk 1,95% álags. Höfuðstóll bréfanna skal endurgreiðast þann 16. janúar 2009, en vaxtagjalddagar skulu vera fjórum sinnum á ári, á þriggja mánaða fresti, sá fyrsti var þann 16. júlí 2007. Lýsingu er hægt að nálgast hjá útgefanda Atorka Group hf., Hlíðasmára 1, 200 Kópavogi og á vef- setri útgefanda Atorka Group hf. www.atorka.is. Umsjónaraðili skráningarinnar er Kaupþing banki hf. Reykjavík 19. júní 2007 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.