Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 47
Við upprifjun hrekkur maður í kút: eru nú meira en þrjátíu og fimm ár síðan söngva Bruce Springsteen bar fyrir eyrun? Víst var safn hans á annari plöt- unni sem þótti hressilegt ný- næmi og ekki dró úr hrifning- unni þegar Born to Run kom út. Jon Landau sem annast enn rekstur Springsteen skrifaði þá fræga umsögn í Rolling Stone. Landau annaðist skipulag á ferð Springsteen um Evrópu í fyrra með session-sveitinni hans og nú er komið út tvöfalt albúm með flutningi hans á tuttugu og þremur ópusum frá þremur kvöldum í Dyflinni. Tónleikar Springsteen hafa löngum þótt minna frekar á vakningarsamkomur en hefð- bundna tónleika. Hann var á sínum yngri árum mikill þrek- maður við hljómleikahald og eru ófáar hljóðritanir til því til sönn- unar. Í þessum efnum hefur karl- inum ekki farið aftur. Session- bandið kallaði hann til samstarfs þegar hann tók til við söngva- safn Petes Seeger sem saman- stóð af gífurlegu magni þjóð- kvæða amerískra sem mörg eru upprunnin í forneskju evrópskra innflytjenda til nýja heimsins. Bruce verður eins og aðrir lista- menn að færa sig á nýjar lendur, umskapa sig í sífellu sjálfum sér til fróunar og aðdáendum sínum til geðs. Sókn hans inn í þjóð- lagahefðina var í sjálfu sér ekki óvænt, hitt kom á óvart að hann skyldi hefja Pete Seeger á stall, þann róttæka mannvin og bar- áttumann. Session-bandið er stór hljóm- sveit: átján spilarar. Það minnir um margt á Rollin´Thund- er Revue Dylans. Brass, fiðlur, ásláttur, harmoníkur og ásláttarstrengir, gítarar, banjó og mandólín. Söngur er almennur í hópnum með forsöngvaranum. Verður raunar oft almennur í salnum. Lagavalið er blandað: mörg lög hér eru kunn þeim sem er hand- genginn þjóðlagahreyfingunni amerísku á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Þá eru hér stök lög úr hinu stóra söngvasafni Springsteens. Allt lagar hann að sínum stíl, lögin verða mörg byljukennd og langdregin. Hann nær ekki að gefa fjölbreytileika í úrvalinu sem hér er. Allt verður keimlíkt og í niður- röðun skortir fjölbreytni. Á stöku stað glæðir hann gamalkunnug lög nýju lífi: We Shall Overcome gerir hann að dimmum söng ólíkt vonarsöngnum sem flestir kann- ast við í mörgum útgáfum. Til- tækið er aftur víðsfjarri einföld- um stíl Seegers. Spilað í Dublin Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.