Fréttablaðið - 19.06.2007, Qupperneq 47
Við upprifjun hrekkur maður
í kút: eru nú meira en þrjátíu
og fimm ár síðan söngva Bruce
Springsteen bar fyrir eyrun?
Víst var safn hans á annari plöt-
unni sem þótti hressilegt ný-
næmi og ekki dró úr hrifning-
unni þegar Born to Run kom út.
Jon Landau sem annast enn
rekstur Springsteen skrifaði þá
fræga umsögn í Rolling Stone.
Landau annaðist skipulag á ferð
Springsteen um Evrópu í fyrra
með session-sveitinni hans og
nú er komið út tvöfalt albúm
með flutningi hans á tuttugu
og þremur ópusum frá þremur
kvöldum í Dyflinni.
Tónleikar Springsteen hafa
löngum þótt minna frekar á
vakningarsamkomur en hefð-
bundna tónleika. Hann var á
sínum yngri árum mikill þrek-
maður við hljómleikahald og eru
ófáar hljóðritanir til því til sönn-
unar.
Í þessum efnum hefur karl-
inum ekki farið aftur. Session-
bandið kallaði hann til samstarfs
þegar hann tók til við söngva-
safn Petes Seeger sem saman-
stóð af gífurlegu magni þjóð-
kvæða amerískra sem mörg eru
upprunnin í forneskju evrópskra
innflytjenda til nýja heimsins.
Bruce verður eins og aðrir lista-
menn að færa sig á nýjar lendur,
umskapa sig í sífellu sjálfum sér
til fróunar og aðdáendum sínum
til geðs. Sókn hans inn í þjóð-
lagahefðina var í sjálfu sér ekki
óvænt, hitt kom á óvart að hann
skyldi hefja Pete Seeger á stall,
þann róttæka mannvin og bar-
áttumann.
Session-bandið er stór hljóm-
sveit: átján spilarar. Það minnir
um margt á Rollin´Thund-
er Revue Dylans. Brass,
fiðlur, ásláttur, harmoníkur og
ásláttarstrengir, gítarar, banjó
og mandólín. Söngur er almennur
í hópnum með forsöngvaranum.
Verður raunar oft almennur í
salnum.
Lagavalið er blandað: mörg lög
hér eru kunn þeim sem er hand-
genginn þjóðlagahreyfingunni
amerísku á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Þá eru hér stök lög úr hinu
stóra söngvasafni Springsteens.
Allt lagar hann að sínum stíl,
lögin verða mörg byljukennd og
langdregin. Hann nær ekki að gefa
fjölbreytileika í úrvalinu sem hér
er. Allt verður keimlíkt og í niður-
röðun skortir fjölbreytni. Á stöku
stað glæðir hann gamalkunnug
lög nýju lífi: We Shall Overcome
gerir hann að dimmum söng ólíkt
vonarsöngnum sem flestir kann-
ast við í mörgum útgáfum. Til-
tækið er aftur víðsfjarri einföld-
um stíl Seegers.
Spilað í Dublin
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr.106.600
Hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
Þurrkari T223
Verð frá kr. 78.540