Fréttablaðið - 01.07.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 01.07.2007, Síða 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Nokkrir Íslendingar lifa á því að spila póker á netinu. Um daginn vann Íslendingur 6,2 milljónir króna á vefsíðunni Betsson. Annar vann sér inn 10 milljónir króna á einum mánuði nýverið. Sá sem vann sér inn 10 milljónir hefur haft ágætar tekjur af spila- mennskunni. Hann vill ekki koma fram undir nafni en hann er kunn- ur afreksmaður í íþróttagrein ekki svo ólíkri pókernum. Hann byrjaði að spila póker á netinu fyrir tveim- ur árum. Þá var hann lítillega búinn að gutla í póker með vinum sínum. Hann tapaði 200.000 krónum fyrsta mánuðinn en vann sig smám saman upp og hafði líklega um 5 milljónir króna í tekjur fyrsta árið. Hann spilaði mjög mikið þá, allt upp undir átta tíma á dag. Hann spilar mun minna núna en hefur þó mun meira upp úr krafsinu en hann gerði fyrsta árið. Hann vildi þó ekki nefna ákveðna tölu, sagðist ekki fylgjast mjög mikið með því hversu mikið hann ynni sér inn og héldi ekki utan um það. Hann telur að þótt hann hafi aldrei unnið jafn mikinn pening og þennan mánuð þegar hann vann tíu milljónir þá sé það lítið mál að endurtaka leikinn ef hann kæri sig um. Hann hafi náð þessum fram- förum sem þarf til að græða svona mikið. Hann er þó ekki viss um að hann nenni að eyða þeim tíma sem þarf til að vinna sér inn þessar upp- hæðir. Hann ætli sér þó að halda áfram að lifa á spilamennskunni. Georg Haraldsson, tölvufræð- ingur og áhugamaður um póker, vill að pókermót líkt og það sem lögreglan stöðvaði um daginn verði leyfð. Pókermót séu ekki eins og hefðbundinn póker en í honum er veðjað um þá peninga sem spilað er með. „Þetta er bara spil eins og brids, sem er einnig hægt að veðja í,“ segir Georg. „Allir lögfræðing- ar sem ég hef rætt við telja að lög- reglan hefði ekki átt að stöðva mótið.“ Póker er ólöglegur í Danmörku nema í spilavítum en þau eru ríkis- rekin þar. Dómsmálaráðherra Dana ætlar að leggja til í haust að pókermót verði lögleg að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Þetta sé orðinn vinsæll leikur og ráðherranum finnst fáránlegt að hinn almenni heimilisfaðir sé að brjóta lög fyrir það eitt að spila við félaga sína. Vann tíu milljónir á einum mánuði Nokkrir Íslendingar lifa á því að spila póker á netinu. Pókeráhugamenn vilja leyfa pókermót og segja þau í engu frábrugðin skák- eða golfmótum. Dóms- málaráðherra Danmerkur ætlar að leggja til að pókermót verði leyfð þar. Kirkjugarðaráð og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa náð samkomulagi um skyldur sveitarfélaga og kirkjugarðsstjórna vegna nýrra kirkjugarða. Með reglunum verður sveitar- félögum skylt að afhenda lóðir undir kirkjugarða án gjalds, leggja til efni í girðingar og leggja vegi að kirkjugörðunum. Kirkjugarðaráði er gert skylt að hafa samráð við sveitarfélög um nýframkvæmdir og leggja fram kostnaðaráætlanir. Þetta er í fyrsta sinn sem reglur af þessu tagi eru samþykktar. Samkomulag um kirkjugarða Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, í Héraðsdómi Norður- lands eystra, fyrir að slá lögreglu- konu hnefahögg í brjóstkassa þannig að mar hlaust af. Atvikið átti sér stað í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Lögreglukonan hafði afskipti af manninum vegna starfs síns með fyrrgreindum viðbrögðum af hans hálfu. Hann játaði sök fyrir dómi. Maðurinn sem dæmdur var hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar. Með hliðsjón af því, svo og verulegum, óútskýrðum drætti sem varð á rannsókn málsins, þótti ofangreind refsing hæfileg. Sló og meiddi lögreglukonu Allar fangageymsl- ur lögregunnar á höfuðborgar- svæðinu voru fullar á laugar- dagsmorgun eftir erilsama nótt. Nokkuð var um eignaspjöll og voru tveir ungir menn hand- teknir á Grettisgötu þar sem þeir höfðu skemmt átta bíla. Þá voru tveir menn gómaðir við það að stela lítilli beltagröfu í Þverholtinu. Mennirnir höfðu komið gröfunni upp á kerru en lögregla náði til þeirra áður en þeir stungu af. Mikil ölvun var í miðborginni og fengu nokkir að sofa úr sér í fangaklefa. Reyndu að stela beltagröfu Öll flugfélög Indónes- íu verða sett á svartan lista Evrópusambandsins og meinað að fljúga til landa sambandsins. „Listinn sýnir að hann er mikilvægur til að koma í veg fyrir að ótraust flugfélög fljúgi til Evrópu,“ sagði Jacques Barrot, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við eigum eftir að skila inn nýjustu gögnum til framkvæmda- stjórnarinnar. Þau sýna að öryggi indónesískra flugfélaga er að aukast,“ segir Budhi Mulyawan, yfirmaður flugmála í Indónesíu. Fyrir bannið var 91 flugfélag á listanum, þar af 74 frá Afríku. Ótraust flugfé- lög stöðvuð Lögreglumanni í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr starfi fyrir að skipa tveimur konum sem voru í fangaklefa að halda fyrir sig kynlífssýningu. Brotið átti sér stað árið 2003 þegar lögreglumaðurinn skipaði konunum að kyssast, snerta hvor aðra og bera brjóstin. Konurnar höfðu verið hand- teknar vegna gruns um eitur- lyfjamisferli. Þær höfðu hins vegar engin eiturlyf á sér og var því sleppt án ákæru. Önnur konan höfðaði mál gegn lögreglunni sem dæmt var í fyrir skömmu. Hún fékk rúma milljón í skaðabætur. Kynlífssýning í fangaklefa Viðbúnaðarstig vegna hryðju- verkaógnar var hækkað á Bretlandseyjum í gærkvöld eftir fund í neyðarnefnd ríkisins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar tilrauna til sprengjuárása í Lundúnum og árás- ar á flugvöllinn í Glasgow. Gordon Brown, utanríkis- ráðherra Bretlands, staðfesti í gær að um árás hefði verið að ræða þegar tveir menn óku logandi jeppabif- reið inn í flugstöðvarbygginguna í Glasgow síðdegis. Miklar sprengingar urðu þegar bifreiðin hafnaði á byggingunni en mildi þykir að enginn slasaðist. Flug- stöðin var rýmd í kjölfarið og öllu flugi aflýst. Þá var öryggisgæsla hert á öðrum breskum flugvöllum meðal annars á Heathrow og Stansted. Tveir menn voru í bifreiðinni og voru þeir handteknir. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna sprengja sem fundust í bifreiðum í Lundúnum á föstudag. Fyrri sprengjan fannst í bifreið sem lagt hafði verið skammt frá Piccadilly Circus en sú síðari í bifreið skammt frá Hyde-garðinum. Stjórnvöld útiloka ekki að sprengjurn- ar geti tengst þekktum hryðjuverkasamtökum á borð við al-Kaída. Ekki er vitað hvort tengsl eru milli atburðanna í Lundúnum og Glasgow. Maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir harðan árekstur á Höfn í Horna- firði í gær. Þrír slösuðust en meiðsli tveggja voru minniháttar. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið eftir Víkurbraut í veg fyrir aðra bifreið sem ók eftir Hafnarbraut. Við áreksturinn kastaðist annar bíl- anna upp á gangstétt og hafnaði þar á tveimur gang- andi vegfarendum. Þeir slösuðust lítillega en sá sem slasaðist mest var farþegi í aftursæti bifreiðarinn- ar. Fjórir voru í bílnum og sluppu hinir þrír ómeidd- ir. Farþega í hinni bifreiðinni sakaði ekki. Að sögn lögreglu var maðurinn sem slasaðist ekki í bílbelti. Mikill mannfjöldi er saman kominn á Humarhátíð- inni á Höfn og þar hefur allt farið vel fram. Ein líkamsárás er þó til rannsóknar en hún átti sér stað á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags. Ragnheiður, lifið þið þetta af?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.