Fréttablaðið - 01.07.2007, Qupperneq 6
„Það er nauðsynlegt
að fara af stað með nýja göngu-
deild fyrir spilafíkla,“ segir Júlí-
us Þór Júlíusson, formaður Sam-
taka áhugafólks um spilafíkn
(SÁS). Hann segir að ætlunin sé
að opna slíka deild í haust. Við-
ræður við fagmenn séu hafnar
og undirtektir yfirvalda við
beiðni um fjárstuðning góðar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri er jákvæður í garð
þessarar áforma. „Þetta er dulin
fíkn en vandinn sem hlýst af
henni er gríðarlega mikill,“ segir
Vilhjálmur. Hann segir samþykki
fyrir fjárstuðningi ekki enn fyrir
hendi en hann telji sjálfur brýnt
að starf til að sporna við fíkninni
verði aukið.
„Ég veit sjálfur af fólki sem
hefur lent í miklum vandræðum
vegna þessarar fíknar og geri
mér grein fyrir því hve alvarlegt
málið er. Það er engin tilviljun að
Norðmenn eru að breyta lagaum-
hverfi um spilakassa,“ segir Vil-
hjálmur. Hann vísar þá í nýlega
ákvörðun Norðmanna um að ríkis-
væða rekstur spilakassa til að
reyna að stemma stigu við spila-
fíkn þar í landi.
Borgarstjóri og Júlíus segjast
báðir undrandi yfir þeim ummæl-
um sem Gunnar Þorgeirsson,
gjaldkeri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, lét nýverið falla í
fjölmiðlum. Sagði hann að spila-
kassar væru ekki hættulegri en
lottómiðar. Landsbjörg er einn
þriggja eigenda Íslandsspila en
aðeins Landsbjörg og Happ-
drætti Háskólans hafa leyfi fyrir
rekstri spilakassa hér á landi.
Í lögum um happdrætti er sagt
skilyrði að leyfishafar spilakassa
leggi fram fé til rannsókna og
aðgerða sem miða að því að
sporna við spilafíkn og afleiðing-
um hennar. Júlíus segir að hing-
að til hafi samtök hans ekki hlot-
ið neina styrki en eitthvað fái
SÁÁ en það er einn af eigendum
Íslandsspila. Þórarinn Tyrfings-
son, yfirlæknir SÁÁ, segir að fé
hafi verið veitt til meðferðarúr-
ræða við spilafíkn. Hann segir
þó oft erfitt að veita spilafíklum
aðstoð þar sem þeir sækist ekki
mikið eftir henni sjálfir. „Það er
samt ekki hægt annað en að
gleðjast yfir því að fleiri úrræði
muni standa til boða,“ segir Þór-
arinn.
Júlíus segir að árlega leiti um
þúsund manns, bæði spilafíklar
og aðstandendur þeirra, til sam-
taka sinna. Þörf sé á að veita
þessu fólki frekari aðstoð.
Göngudeild fyrir
spilafíkla undirbúin
Borgarstjóri segist hlynntur áformum um að opnuð verði sérstök göngudeild
fyrir spilafíkla. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir um þúsund
manns leita árlega hjálpar samtakanna. Þörf sé á frekari úrræðum fyrir það.
Veiðar á lunda hafa farið minnkandi í Vest-
mannaeyjum undanfarin tvö ár. Árangur af varpi
hefur verið lítill sem hefur valdið því að lítið er til af
ungfugli. Óskráð regla er að veiða helst ungfugl. Hann
er tveggja til þriggja ára og ekki orðinn kynþroska og
því er ekki verið að eyðileggja varp með því að veiða
hann.
Lundinn er langlífur fugl og því skipta tvö til fjögur
slæm ár ekki miklu máli að mati Páls Marvins Jóns-
sonar, líffræðings hjá Rannsókna- og fræðasetrinu í
Vestmannaeyjum.
„Aðaláhyggjuefnið er hins vegar þessi vöntun á
fæðunni sem er sílið,“ segir Páll. „Síli virðist ekki vera
hér á svæðinu en það er meginuppistaðan í fæði lund-
ans á Suðurlandi. Meðan hann er ekki í fæði hér er allt-
af sú hætta fyrir hendi að lunda fækki eða hann hverfi
af svæðinu.“
Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja hefur álykt-
að að láta lundann njóta vafans og minnka veiðar á
honum. Ívar Atlason, formaður félagsins, segir ætlun-
ina vera að ganga um náttúruna af skynsemi og veiða
rétt svo í soðið meðan þetta ástand varir. „Þetta er
ákveðin menning sem hefur skapast hér í Vestmanna-
eyjum og við viljum ekki að hún leggist af,“ segir Ívar.
Hefðbundin veiði hefst 1. júlí og lýkur í ágúst en mælst
er til þess að farið verði hægt í sakirnar.
Lundaveiði í lágmarki í sumar
Mál líbíska leyni-
þjónustumannsins, sem var
dæmdur fyrir að sprengja upp
flugvél yfir bænum Lockerbie í
Skotlandi árið 1988, verður að
öllum líkindum tekið upp að nýju.
Sérskipuð dómnefnd í Skotlandi
hefur mælt með því að málið fari
fyrir áfrýjunardómstól vegna
vafasamra sönnunargagna.
Líbíumaðurinn Abdel Basset Ali
al-Megrahi hlaut lífstíðardóm
fyrir verknaðinn. Hann var sá eini
sem hlaut dóm, en 259 farþegar og
ellefu manns á jörðu niðri létu
lífið í sprengingunni. 179 þeirra
voru Bandaríkjamenn.
Niðurstöðurnar voru reifaðar í
800 blaðsíðna skýrslu. Fram kom
að mögulega hefði rangur dómur
fallið yfir al-Megrahi.
Al-Megrahi hefur alltaf haldið
fram sakleysi sínu, en hann var
dæmdur fyrir ódæðið árið 2001.
Umsókn um áfrýjun var hafnað
ári seinna. Samlandi hans var
einnig ákærður, en sýknaður.
Líbísk stjórnvöld buðust til að
borga fjölskyldum hinna látnu
sárabætur, en neituðu þó allri sök.
Lögmenn al-Megrahi halda því
fram að yfirvöld hafi átt við sönn-
unargögn, hunsað yfirlýsingar
vitna og hafnað sönnunargögnum
þess efnis að sprengingin hafi
verið fjármögnuð af Írönum og
framkvæmd af Palestínumönnum
í hefndarskyni fyrir að Banda-
ríkjaher hafði skotið niður íranska
farþegaflugvél nokkrum mánuð-
um áður.
Lockerbie-málið fyrir rétt á ný
Karlmaður hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Suður-
lands í sjö mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir umfangsmikla
kannabisræktun. Jafnframt fyrir
að hafa ætlað að selja efnin.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa á tímabilinu ágúst 2005 til
desember sama ár ræktað 163
kannabisplöntur í gamla slátur-
húsinu í Laugarási á Suðurlandi.
Þá var hann einnig ákærður fyrir
að hafa um 1,3 kíló af marijúana
og rúm fjögur kíló af kannabis-
laufum í vörslu sinni.
Auk þessa var maðurinn
ákærður fyrir að stela rafmagni
til ræktunarinnar.
Dæmdur fyrir
kannabisræktun
Þarf að bæta öryggi á sund-
stöðum?
Eru sektir vegna umferðarlaga-
brota orðnar of háar?