Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.07.2007, Qupperneq 8
greinar@frettabladid.is Vandi Vestfjarða er djúpstæðari en svo að hægt sé að segja að hann sé staðbundinn vandi sem heimamenn eigi að leysa af sjálfsdáðum, hann krefst sér- tækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Síð- asta áratug fækkaði störfum á Vestfjörð- um um mörg hundruð og íbúum líka.Tekj- ur eru nærri 20% lægri á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu og fasteignaverð hefur ekki hækkað þar svo nokkru nemi þó það hafi margfaldast á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjórnarmenn hafa sjaldan hallað orð- inu á stjórnvöld þrátt fyrir þessa þróun mála og yfirleitt lotið þeim í auðmýkt. Viðbrögð þeirra við skrifum um að ástandið sé alvarlegt, eru oft- ast á þá lund að segja að svartagallsraus hjálpi ekkert í stöðunni. Það er rétt, en það er ennþá verra að neita að horfast í augu við staðreynd- ir. Það vekur líka ugg, ef sveitarstjórnarmenn halda að það sé heillaráð að fá olíuhreinsunarstöð í einn fegursta fjörðinn vestra, Dýrafjörð. Vilja þeir virkilega eyðileggja ímynd Vestfjarða sem ósnortinnar náttúruperlu? Sú ímynd hefur verið markvisst efld á liðnum árum og verði hún eyði- lögð, verður aldrei aftur snúið. Meginorsök vanda Vestfirðinga er gríð- arlegur samdráttur í aðalatvinnuvegin- um, sjávarútvegi, vegna sölu kvóta burt af svæðinu. Þau fyrirtæki sem þraukað hafa, hafa barist í bökkum og lagt upp laupana eitt af öðru, nú síðast rækjuvinnslan Mið- fell, sem var enn eitt reiðarslagið. Löngu tímabært er að gera breyting- ar á því sovéska kvótakerfi sem er að kæfa byggðirnar en það þarf líka að efla framsækinn atvinnurekstur á Vestfjörð- um. Bættar samgöngur skipta sköpum og tryggja þarf aðgengi að fjarskiptum og háhraðaneti. Þá myndi stofnun háskóla á Ísafirði breyta miklu, hækka laun á svæðinu og hafa mikil og jákvæð áhrif á allt mannlíf. Íslandshreyfingin lagði það til fyrir kosningarn- ar í vor að meðal sértækra aðgerða sem stjórnvöld gætu gripið til, væru skattaívilnanir til fyrirtækja á þeim svæðum sem standa höllum fæti. Hagstæð- ara skattaumhverfi myndi laða fyrirtæki að svæð- inu og atvinnulíf yrði fjölbreyttara. Er ekki tíma- bært að athuga það á Vestfjörðum? Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar. Vandi Vestfjarða Ásíðasta borgarstjórnarfundi fyrir sumarfrí lögðu borgar- fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögur um heildarendurskoðun á húsverndaráætlunum í Reykja- vík. Markmið þeirra er að stuðla að betri sátt milli sjónarmiða verndunar og uppbyggingar og ekki síður horfa til bygginga sem hafa þýðingu sem fulltrúar bygg- ingarstíls eða tímabils, óháð aldri. Tillögurnar kváðu einnig á um að eigendur gamalla húsa njóti aukins stuðnings við viðhald, fegrun og varðveislu eigna sem falla undir húsverndaráætlunina og að kannaðar yrðu leiðir til að húsverndaráætlanir hafi sterkari stöðu við útfærslu deiliskipulags. Það var eitt af fyrstu verk- um Reykjavíkurlistans að setja á laggir samstarfsnefnd sem mótaði húsverndarstefnu fyrir Reykjavíkurborg og gerði tillögur um verndun þess hluta bygging- ararfsins sem hefur varðveislu- gildi. Sú vinna var í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags og nú um mundir er enn verið að end- urskoða Aðalskipulag Reykjavík- ur og því lag að endurskoða hús- verndaráætlanir í leiðinni. Húsvernd er í deiglunni um þess- ar mundir og sitt sýnist hverjum um timburkofarómantík þeirra sem hana dýrka – og öðrum þykja nýbyggingar þær sem rísa í borg- inni á hverju ári æði misjafnar og lítið augnakonfekt. Við höfum öll skoðun á útliti húsa og oft er sagt um hús, bæði gömul og ný, að þau séu ljót. Ég segi á móti; þá er sagan okkar ljót. Reykja- vík er ung borg en hún á merka byggingarsögu. Það er okkar saga og sumum kann að þykja hún ómerkileg og ljót en hún er okkar. Það er okkar að viðurkenna hana, varðveita hana og hampa henni. Húsvernd í mínum huga er jafn- vægislist á milli þess að byggja upp og vernda. Miðbærinn er ekki minjasafn, hann er staður sem þrífst á því að fólk vilji sækja hann heim, vera þar og njóta þess. En það er engum vafa undir- orpið að fólk dregst að miðbæn- um meðal annars vegna gömlu húsanna og andblænum sem þeim fylgir. Við sækjum í þétta byggð, mannlíf og hinn reykvíska „sund- urleitisma“ eins og hann er stund- um kallaður. Hann er séríslensk- ur og við skulum vera stolt af honum. Ótal verkefni eru framundan og því einsýnt að borgaryfirvöld verða að marka sér skýra stefnu í húsverndarmálum. Oft var þörf en nú er nauðsyn á að skerpa skilning okkar á samhengi milli fortíðar og nútíðar, þar sem varð- veisla á byggingararfinum og efl- ing byggingarlistar í samtíman- um haldast í hendur. Uppbygging í miðborginni hefur verið ævintýraleg og draumur margra borgarbúa og landsmanna allra um tónlistarhús er loksins að rætast. Lækjartorg og næsta nágrenni mun taka stakkaskipt- um á næstu árum og gerbreyta ásýnd miðborgarinnar. Ráðist hefur verið í að deiliskipuleggja reiti við Laugaveginn sem munu opna möguleikana á uppbyggingu verslunarrýma í miðborginni en reynslan erlendis frá sýnir fram á að uppbygging nýrra verslun- arkjarna í miðborgum er ávísun á meiri viðskipti, líka fyrir smá- kaupmenn. Aukin viðskipti kalla á fleira fólk, fjölbreyttari verslanir og blómlegra menningarlíf. Miðbærinn og Kvosin hafa átt í vök að verjast, meðal annars vegna þróunar byggðar í austurs og tilkomu stórra verslunarmið- stöðva. Ég held að það sé óhætt að tala um endurreisn miðborg- arinnar með þeim framkvæmd- um sem framundan eru. En borg- aryfirvöld þurfa að vera vakandi fyrir því að uppbygging verslun- ar, íbúða og þjónustu haldist hönd í hönd við sjónarmið húsvernd- ar og að ætíð sé hlúð að bygging- arsögunni, sama hversu gömul hún er. Það getur haft gildi í sjálfu sér að vernda gömul hverfi og hús en mikilvægt er líka að hafa í huga að hvert hús í Reykjavík er barn síns tíma og fulltrúi ákveð- ins byggingarstíls á sama hátt og hverfaskipulag ber vott um hí- býlahætti hvers tíma. Viðhorf okkar til þessa breytast í tím- ans rás og því verða þau gögn og kannanir sem borgaryfir- völd styðjast við þegar skipulag er unnið að vera í stöðugri end- urskoðun. Þess vegna er tekið sérstaklega fram í tillögum um heildarendurskoðun á húsvernd- aráætlunum Reykjavíkur að stefnumótun einskorðist ekki við gamla bæinn og miðborg- ina, heldur skuli öll borgin vera undir, bæði hverfi og byggingar. Ég vænti þess að tillögurnar fái jákvæða afgreiðslu við end- urskoðun aðalskipulags og að þær komi til með að ná betri sátt milli sjónarmiða verndunar og uppbyggingar, borginni til hags- bóta. Höfundur er borgarfulltrúi og tals- maður Samfylkingarinnar í mál- efnum miðborgarinnar. Reykvískur „sundurleitismi“S amband manns og dýra hefur í gegnum sögu og þróun mannsins verið með ýmsum hætti. Sambandið hefur löngum mótast af þeim notum sem maðurinn hefur haft af dýrum, en einnig hvort ógn stafar af þeim, ann- ars vegar bein eða sem keppinautar um fæðu. Hvort heldur sem maðurinn hefur sveigt dýr til þjónustu við sig eða veitt þau til fæðis og klæða, þá liggur í slíku sam- bandi ákveðin virðing fyrir dýrunum. Góður bóndi fer vel með skepnur sínar og góður veiðimaður veldur veiðidýrum sínum engri óþarfa þjáningu. Þegar vestræn vísindi nútímans voru í mótun höfðu menn ýmsar sérkennilegar hugmyndir um dýr og umgengni við þau. Franski heimspekingurinn René Descartes var eindreginn tví- hyggjumaður og leit á sál og líkama sem óskyld fyrirbæri. Sárs- auki var eigind sálar og þar sem dýr burðuðust ekki með sál væru þau einnig undanskilin sársauka. Í kjölfarið misþyrmdu fylgismenn hans dýrum í tilraunaskyni. Ekki af illgirni, heldur einfaldri blindu efalausrar sannfæringar sem því miður er oft rót verstu illvirkja mannskepnunnar. Immanuel Kant snerist gegn þeirri hugmynd að fara mætti með dýrin hvernig sem manni sýndist. Forsenda þýska heim- spekingsins var ekki sú að dýrin hefðu einhver réttindi, heldur var forsenda hans sú að með því að vera vond við dýr værum við að rækta í okkur vondar kenndir. Af þessum sökum væri það siðferðileg skylda okkar að koma vel fram við dýrin. Flestum þeim sem hefur tekist að rækta með sér nokkuð gott hjartalag og góða almenna siðferðisvitund býður við illri með- ferð á dýrum. Það er einhvern veginn innbyggt í okkur sem hluti af því að koma vel fram almennt talað. Þess vegna er ekki skrítið að fréttir af tilgagnslausri misþyrmingu á hundi norð- ur á Akureyri veki hörð viðbrögð. Misþyrming eins og henni hefur verið lýst í umræðunni er skelfileg ónáttúra og ber vott um vanþroskað tilfinningalíf þeirra sem að slíku standa. Hitt er svo annað að eftir því sem við fjarlægjumst notkun á dýrum til að fæða okkur og klæða, hafa orðið til ný not fyrir dýr sem farin eru að móta afstöðu okkar verulega. Þetta er fé- lagsleg og tilfinningaleg notkun dýra sem gæludýra. Nú er það einmitt til marks um getu okkar til að mynda tengsl almennt að við bindumst gæludýrum okkar tilfinningaböndum. Við sýnum þeim væntumþykju og syrgjum þau að þeim gengnum. Þessi notkun dýra er hins vegar stundum full upphafin. Hún er ekki fyrir dýrin. Hún er fyrir okkur og á okkar forsendum. Þannig ræktum við burt dýrslega eiginleika og mótum dýrin til að þóknast okkur og þörf okkar fyrir einhverja skilgreinda eiginleika. Ekki skal amast við því, en velta má fyrir sér hvort slíkt eignarhald sé sprottið af sérstakri virðingu fyrir dýrum. Siðferðissamband manna við dýr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.