Fréttablaðið - 01.07.2007, Side 13
þeir þetta ekki til skoðunar held-
ur höfnuðu þessu fyrirfram og
litu á þetta sem lítilsvirðingu eða
móðgun.“
Þótt Steingrímur hafi aðhafst
ýmislegt hvað varðar stjórnar-
myndun, bæði fyrir og eftir kosn-
ingar, er hann ekki viss um að
þær tilraunir hafi verið til ein-
hvers. Hann grunar að núverandi
ríkisstjórnarsamstarf hafi í raun
verið komið á koppinn. „Ég velti
fyrir mér hvort það hafi nokkru
breytt hvað var sagt og gert,
hvort þessi stjórn hafi ekki allt-
af verið í spilunum. Ég treysti þó
á, vitandi af áhuga margra í Sam-
fylkingunni á að mynda þessa rík-
isstjórn að tvennt gæti aftrað því;
annars vegar metnaður Ingibjarg-
ar Sólrúnar til að verða forsæt-
isráðherra og hins vegar andúð
margra í Sjálfstæðisflokknum
á að vinna með Samfylkingunni.
Ég hélt að þetta tvennt til samans
myndi kannski valda því að stað-
an yrði opnari en raun bar vitni
og ég get alveg játað á mig þá
bernsku að það kom mér á óvart
hversu auðveldlega þetta rann
svo saman hjá þeim.“
Þrátt fyrir ríka áherslu Stein-
gríms á að mynda vinstri stjórn
voru send reykmerki milli VG og
Sjálfstæðisflokksins. Steingrím-
ur segir ákveðnar boðleiðir hafa
verið opnar en ekki hafi farið
fram formleg samtöl. „Ég full-
yrði og legg heiður minn að veði
gagnvart því að þau samskipti
voru innan eðlilegra marka miðað
við þær aðstæður sem voru uppi.
Þessar boðleiðir voru þannig að
sjálfstæðismenn sendu óformleg-
ar meldingar og voru með eftir-
grennslan en þeim var gert það
alveg ljóst að ef til stjórnarmynd-
unarviðræðna kæmi yrðu það
mjög harðar viðræður. Og ætli
gæti ekki verið að eitt af því sem
hafði áhrif á að sjálfstæðismenn
völdu Samfylkinguna var að þeim
var til dæmis ljóst að við mynd-
um segja þvert nei við virkjunum
í neðsta hluta Þjórsár.“
Í ljósi þess að VG stendur utan
ríkisstjórnar þrátt fyrir að hafa
aukið fylgið talsvert í kosning-
unum hafa stjórnmálaspekúlant-
ar velt fyrir sér stöðu Steingríms
í formannsembættinu og jafnvel
sagt að hann hlyti að hætta. Sjálf-
ur segist Steingrímur lítið hafa
velt þeim hlutum fyrir sér. „Það er
ekkert fararsnið á mér. Ég er ný-
lega búinn að taka að mér að leiða
flokkinn næstu tvö árin og það er
ekkert annað á dagskrá hjá mér en
gera það og þar á eftir þess vegna
út kjörtímabilið og í gegnum næstu
kosningar. Margir utanaðkomandi
velta stöðu minni og okkar vinstri
grænna fyrir sér. Morgunblað-
ið og mjög margir í Samfylking-
unni hafa mikinn áhuga á að losna
við mig. Við segjum nú stundum
í flokknum, svona hlæjandi, að
það séu sjálfsagt bestu meðmæl-
in með okkur meðan þessir aðilar
víkja ekki að okkur hlýlegu orði.
Hvað mig varðar sé þetta sönn-
un þess að ég eigi að halda áfram
lengi enn. En ég hef ekki orðið var
við nokkra einustu rödd í flokkn-
um í þá veru að það hafi eitthvað
gerst sem knýi á um uppstokkun í
forystunni. Dauða mínum í stjórn-
málum hefur áður verið spáð, til
dæmis, eftir að ég beið lægri hlut
í formannskosningu í Alþýðu-
bandalaginu.“
Steingrímur segir nýja tíma
hafna í stjórnmálunum, VG fái
nú aukið svigrúm til að efla sig
og sækja hart að ríkisstjórninni
frá vinstri. Og Samfylkingin fái
að finna til tevatnsins. „Menn
kannski átta sig ekki á því rosa-
lega frelsi sem við höfum fengið.
Við erum í fyrsta skipti frjáls að
því að gagnrýna Samfylkinguna
eftir því sem okkur lystir og efni
standa til. Við erum ekki lengur
samherjar sömu megin víglín-
unnar í stjórnmálum.“
Spurður hvort flokksmenn
hans hafi þurft að halda aftur
af sér í gagnrýni á Samfylking-
una svarar Steingrímur játandi.
„Við höfum þurft að gera það
mjög mikið og það er innibyrgð
óánægja í okkar röðum með hve
við forystufólkið höfum hald-
ið niðri gagnrýni á Samfylking-
una. Nú hafa þau valið sér þetta
hlutskipti, þau gáfu upp á bátinn
drauminn um að vera stóra mót-
vægið við Sjálfstæðisflokkinn, að
leiða ríkisstjórn á móti Sjálfstæð-
isflokknum sem þau gerðu svo
lengi út á og gerði okkar stöðu
miklu þrengri en hún er nú.“
En aftur að upphafinu, ætli Stein-
grímur erfi tilskrif og bolla-
leggingar Össurar Skarphéðins-
sonar? „Nei, hann hefur alla tíð
verið svona og er að mörgu leyti
skemmtilegur félagi og ágætur
svo lengi sem hann er í öðrum
flokki og maður þarf ekki að eiga
mikið undir honum. En ég viður-
kenni að það kemur mér á óvart
hversu langt hann gengur. Hann
kemur ekki fram opinberlega öðru
vísi en að leggja lykkju á leið sína
og reyna að sparka í vinstri græn
og mig persónulega. Ef Össur
heldur að þetta leiði til þess að ég
gefist upp eða að smátt og smátt
magnist upp óánægja í flokkn-
um gagvart mér út af gasprinu í
honum þá er það mikill misskiln-
ingur. Ef ég þekki mitt heima-
fólk rétt þá þjappar þetta okkur
saman frekar en hitt. Þrálátar
tilraunir hans til að reka fleyga
milli okkar Ögmundar hafa lengi
verið aðhlátursefni í VG og sama
gildir núna um mig og Svandísi.
Hann og aðrir sem lifa í voninni
um að stóraukinn styrkur VG
muni ekki nýtast vegna væntan-
legra innri erfiðleika eiga í vænd-
um mikil vonbrigði.“
Allra ve›ra von
Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er
sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem
mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi.
Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar
Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti›
Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn.
Á Íslandi er allra ve›ra von.
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i
• Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi
• Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i
• Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri
• Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi
• Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík