Fréttablaðið - 01.07.2007, Side 46

Fréttablaðið - 01.07.2007, Side 46
Sævar Sigurðsson er einn eigenda margmiðlunar- fyrirtækisins Kapital. Starf Sævars innan fyrir- tækisins felst aðallega í því að leikstýra auglýs- ingum. Kapital er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem varð til þegar fyrirtækin Þeir tveir og Prax sameinuðust fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Ég var þá búinn að vera hjá Þeim tveimur síðan 2002 og fylgdi með,“ segir Sævar. Starfsemi Kapital er mjög fjölbreytt að sögn Sævars. „Kapital er svona auglýs- ingaframleiðslufyrirtæki skástrik vefsíðu- og hugbún- aðarfyrirtæki og þessir tveir geirar blandast svolítið í því sem við erum að gera. Við framleiðum sjónvarpsaug- lýsingar og útvarpsauglýs- ingar og í rauninni auglýs- ingar í allt nema prentmiðla. Svo erum við líka í vefsíðum og svoleiðis og höfum svolít- ið verið að nýta vídeókraft- ana og vefsíðukraftana í að sameina vídeóið vefnum.“ Sævar segist hafa farið að vinna hjá Þeim tveimur strax að loknu námi í Versl- unarskóla Íslands. „Ég hef alltaf verið að gera stutt- myndir, bæði þegar ég var í Versló og eftir það svona til hliðar, og get því í rauninni gert allt, myndað, klippt og leikstýrt. Það hefur svona þróast með árunum hvað ég hef verið að gera innan fyr- irtækisins. Þegar ég byrjaði var ég klippari en núna leik- stýri ég sjónvarpsauglýs- ingum.“ Sævar segist vera mjög ánægður í vinnunni og telur það vera forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt. „Ég vakna að minnsta kosti aldrei á mánudagsmorgni og hugsa um að hringja mig inn veikan,“ segir hann og hlær. „Þetta er líka svo lifandi því það eru alltaf ný verkefni og nýjar áskoranir,“ bætir hann við. Þó Sævar sé ánægður í vinnunni er hann farinn að hugsa um að halda áfram í námi. „Draumurinn er að læra kvikmyndaleikstjórn en til þess þarf ég að fara út. Ég ætla að fara að skoða það sem fyrst, því það er nátt- úrulega ekki hægt að bíða endalaust,“ segir hann og hlær. Byrjaði ferilinn í stuttmyndunum Bændur huga að slætti fyrr en ella þar sem þurrkar kunna að hafa neikvæð áhrif á grasvöxt. Þurrkurinn sem hefur verið undanfarnar vikur hefur haft neikvæð áhrif á vöxt og viðkomu túngrasa. Þetta kemur fram á vef Bænda- samtakanna www.bondi.is. Samkvæmt mælingum á fóðurgildi grassýna, sem tekin eru vikulega víðsveg- ar um land, er ljóst að grös munu að öllum líkindum taka fyrr að skríða og því fellur fóðurgildi þess fyrr en ella. Því velta bændur því fyrir sér þessa dagana hvort ekki sé rétt að slá áður en full uppskera næst, bera köfnun- arefni á tún og freista þess að uppskera næsta sláttar verða bitastæðari. Þurrkurinn slæmur Auglýst er eftir starfsmanni til umsjár launavinnslu og bókhaldsverkefna á aðalskrifstofu SHA. Um er ræða fullt starf. Helstu viðfangsefni eru launavinnsla, umsjón með fjárhagsbókhaldi, greiðslu reikninga, upplýsingamiðlun og ráðgjöf ásamt ýmsum verkefnum er varða daglegan rekstur aðalskrifstofu. Menntun á rekstrarsviði er æskileg ásamt góðri reynslu af launavinnslu, túlkun kjarasamninga og bókhaldsvinnu. Leitað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi með mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í star . Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Akraness. Umsóknum sem greini frá menntun, reynslu og fyrri störfum skal skilað til skrifstofustjóra í síðasta lagi 15. júlí 2007. Öllum umsóknum verður svarað. Æskilegt er að viðkomandi geti ha ð störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ásgeirsson skrifstofustjóri eða Guðjón S. Brjánsson framkvæmdastjóri í síma 430-6000. Launa- og bókhaldsumsjón Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasviði og heilsugæslusvið. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akra- ness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á ly ækninga-, handlækninga-, kvenna- og öldrunarlækningadeildum og á vel búnum stoðdeil- dum Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. Sjá nánar heimasíðu www.sha.is ::: VEFUMSJÓNARMAÐUR Birtíngur útgáfufélag Nánari upplýsingar 515 5500 ingahuld@birtingur.is – www.birtingur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.