Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 48
Þær breytingar urðu á
almannatryggingakerf-
inu 1. júlí að bætur til
eldri borgara skerðast
ekki lengur þótt þeir hafi
tekjur af atvinnu.
„Ég tel að nýju lögin legg-
ist vel í eldra fólk og finnst
minna um gagnrýni á kerf-
ið síðustu mánuði en oftast
áður,“ segir Borgþór Kjærn-
ested framkvæmdastjóri
landssambands eldri borg-
ara um þær breytingar á al-
mannatryggingalögum sem
ganga í gildi í dag. „Þeir sem
eru sjötugir og eldri mega
vinna án þess að bætur
þeirra skerðist. Um leið er
skilið á milli hjóna þannig
að annar aðilinn hefur ekki
lengur áhrif á bætur hins.
Því verður eldri borgari
ekki lengur fyrir skerðingu
bóta vegna maka sem er á
vinnumarkaði. Þetta teljum
við mjög jákvætt. Við erum
líka sannfærð um að fleira
gott komi í kjölfarið svo sem
að allt verði fram talið.
Sjónarmið okkar er það að
menn eigi ákveðinn pakka
þegar þeir fara á eftirlaun
sem byggist á grunnlífeyri,
almennum lífeyrissjóði og
séreignasparnaði og að þessi
pakki sé hvers og eins. Það
sé ekkert sem skerði hann
og fólki sé ekki refsað fyrir
ráðdeildarsemi.“
Borgþór segir hinar nýju
aðgerðir aðeins fyrsta skref-
ið á langri leið og telur að af-
komutrygging þurfi að vera
til fyrir þá eldri borgara
sem ekki hafi haft aðstöðu
til að leggja í sjóði. Nefnir til
dæmis bændur, heimavinn-
andi húsmæður, ýmsa ein-
yrkja og fleiri. Hann hefur
fulla trú á nýjum ráðherrum.
„Við erum sannfærð um að
í hinum nýja stjórnarsátt-
mála sé vilji til að bæta hag
aldraðra á næstu fjórum
árum. Mikilvægast er að
stjórnmálamenn séu ekki
stöðugt að þræta við okkur
um þennan rétt heldur líti
á hann sem eðlilegan hlut
og finni leiðir til að eldra
fólk búi að minnsta kosti við
sömu forsendur og þeir sem
eru á vinnumarkaði. Það er
enginn að agnúast út í mann
sem á eitthvað á bankabók
þó hann sé með gott kaup.
Flokkarnir settu margir
hagsbætur til aldraðra á
oddinn í síðustu kosningum
og við trúum því að þeim
hafi verið alvara enda trúir
enginn illu um aðra fyrir-
fram. Það er líka svo mikið
sólskin núna að það er ekki
hægt annað en vera bjart-
sýnn.“
Hefur fulla trú á
nýjum ráðherrum
Nýtt starf hefur skapast
fyrir menningarfulltrúa á
Norðurlandi vestra.
Hinn nýi menningarfull-
trúi mun fá það hlutverk að
móta starfið í samráði við
Menningarráð Norðurlands
vestra sem auglýsir eftir
hæfum umsækjanda á vefn-
um www.huni.is.
Starfið er sett á fót í kjöl-
far undirritunar sérstaks
samnings ríkisins við sveit-
arfélögin á svæðinu. Eins
og vænta má er það gert til
þróunar og eflingar menn-
ingunni í héraðinu.
Menningin vex í
lundi nýrra skóga
Grunnskóli Vestmannaeyja
auglýsir lausar kennarastöður
Næsta skólaár eru lausar stöður:
• Enskukennara
• Dönskukennara
• Sérkennara til að sjá um og starfa í nýju námsveri
unglingadeildar
Einnig vantar kennara í hlutastöður í íþróttum og hönnun og
smíði.
Nánari upplýsingar gefa: Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri, í síma
846-4797 og aðstoðarskólastjórarnir Björn Elíasson í síma
694-2776 og Sigurlás Þorleifsson í síma 868-4350.
» Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf, Ráðningarþjónusta • Fiskislóð 81 • 107 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Leitar þú að starfsmanni?
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita
afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Vinnusparnaður
Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna.
Markviss leit
Nýr hugbúnaður gerir leit mjög markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn til starfsins.
Enginn auglýsingakostnaður
Við sjáum um að auglýsa starfið eins og þörf krefur án þess að til komi aukakostnaður.
Þriggja mánaða ábyrgð
Ef starfsmaður hættir eða er sagt upp störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds.
Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.:
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA