Fréttablaðið - 01.07.2007, Page 64
MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - MotorMax Akureyri - Sími 460-4350
www.motormax.is
Nú er einstakt tækifæri til að ná afar góðum samningum við sölumenn
okkar sem eru í sólskinsskapi og veita aldeilis frábær tilboð á síðstu
Camplet tjaldvögnunum og Starcraft fellihýsunum. Fyrstur kemur fyrstur
fær. Þetta er tækifæri ársins til að ná sér í kostagrip á frábæru verði!
Draumavagninn þinn á
frábæru sumartilboði!
Á von á tilboði frá Brann og IFK Göteborg
Brasilíumaðurinn Fel-
ipe Massa keyrði manna hraðast
á rauða Ferrari-bílnum sínum í
tímatökunni fyrir franska kapp-
aksturinn í gær.
Hinn magnaði Lewis Hamilton
á McLaren var með næstbesta
tímann og félagi Massa, Kimi
Raikkonen, varð þriðji í tímatök-
unni. Heimsmeistarinn Fernando
Alonso lenti í vandræðum með
vélina og endaði í tíunda sæti.
Fari svo að Alonso þurfi að skipta
um vél fyrir keppnina fellur hann
sjálfkrafa niður í tuttugasta sæti.
„Það er ekki alltaf hægt að hafa
hlutina fullkomna en liðið stóð
sig frábærlega,“ sagði Hamilton
sem getur aukið forskot á Alonso
í dag.
Robert Kubica á BMW er fjórði
á ráslínunni og Fisichella á Ren-
ault fimmti. Nico Rosberg á Willi-
ams endaði með níunda besta tím-
ann í Frakklandi í gær.
Frábær akstur
hjá Massa
Flest bendir til þess
að unglingalandsliðsmaður-
inn Rúrik Gíslason muni semja
við danska úrvalsdeildarfélag-
ið Viborg í næstu viku. Félag-
ið hefur boðið Rúrik álitlegan
þriggja ára samning sem hann er
að fara yfir þessa dagana.
„Tilboðið hljómar mjög vel og
það kom mér á óvart hversu gott
það er. Það er betra en önnur til-
boð sem ég hef fengið. Það er
ekki að skemma fyrir og sýnir
einnig að félagið hefur greinilega
mikinn áhuga á að fá mig,“ sagði
Rúrik við Fréttablaðið í gær en
hann mun svara danska liðinu í
næstu viku.
„Þetta er áhugaverður klúbbur
sem mér leist vel á. Ég æfði með
liðinu í nokkra daga og líkaði það
sem ég sá og þeim virðist einn-
ig hafa líkað það sem þeir sáu af
mér,“ sagði Rúrik en hann hefur
undanfarin ár verið í herbúðum
Charlton en tókst ekki að brjóta
sér leið í aðallið félagsins. Hann
segist ekki geta setið á bekknum
mikið lengur.
„Nú er kominn tími fyrir mig
að fara að spila. Það er mjög mik-
ilvægt ef ég ætla að taka skref-
ið frá því að vera efnilegur yfir í
að vera góður leikmaður. Það er
ekki alltaf auðvelt skref að taka,“
sagði Rúrik en fjölmörg félög
í Skandinavíu hafa sýnt honum
áhuga síðustu vikur en Viborg
virðist ætla að hafa vinninginn.
Unglingalandsliðsmaðurinn Rúrík Gíslason er að öllum líkindum á leið til
danska úrvalsdeildarfélagsins Viborg. Danska liðið hefur boðið honum góðan
þriggja ára samning. Tilboðið er betra en Rúrik gerði ráð fyrir.
Breskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær að Fern-
ando Torres væri á leið til Liver-
pool og að enska félagið myndi
greiða Atletico Madrid 26,5
milljónir punda fyrir kappann.
Torres yrði þar með dýrasti leik-
maður í sögu félagsins en Djibril
Cisse er dýrasti leikmaðurinn en
hann kostaði 14 milljónir punda.
Það sem ýtir enn undir að
þetta sé rétt er sú staðreynd að
Atletico keypti Diego Forlan í
gær frá Villarreal á 14 milljón-
ir punda en hann á að leysa Tor-
res af hólmi.
Liverpool er einnig talið vera
á höttunum eftir Gabriel Heinze,
varnarmanni Man. Utd, en það
gæti tekið tíma enda fara leik-
menn sjaldan á milli þessara
erkifjenda.
Á leið til
Liverpool
Mörkin tvö sem Valur
fékk á sig á heimavelli gegn írska
liðinu Cork City reyndust liðinu
dýrkeypt því þau felldu liðið úr
Intertotokeppninni á endanum.
Valur stóð sig vel í síðari leiknum
sem fram fór ytra í gær og vann 1-
0 með marki Helga Sigurðssonar
en það dugði ekki til þar sem Cork
vann fyrri leikinn á Laugardals-
velli 2-0.
Willum Þór Þórsson, þjálfari
Vals, stillti upp sama liði og vann
FH á eftirminnilegan hátt á dögun-
um. Hlíðarendapiltar byrjuðu leik-
inn geysilega vel og eftir aðeins
tuttugu mínútur var Helgi búinn
að koma þeim yfir. Eitt mark í við-
bót hefði tryggt Val framlengingu
og nóg eftir. Því miður fyrir Val
náði liðið ekki að bæta við marki.
Cork mætir sænska liðinu
Hammarby í næstu umferð en
með liðinu leika Framararnir
Gunnar Þór Gunnarsson og Heið-
ar Geir Júlíusson en Hammarby
sló út færeyska liðið Klakksvík.
Valur úr leik þrátt
fyrir sigur í Írlandi