Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 1
Mánudagur
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
36%
77%
2%
Look and book er gagnvirk bókunarþjónusta
fyrir ferðamenn. Þar er hægt að skoða, bóka og
borga allt í einu.
„Þetta er bókunarstandur fyrir ferðatengda þjónustu á
Íslandi. Notandinn getur kannað framboð hjá þeim aðil-
um sem eru skráðir hjá okkur og eru með upplýsingar
á netinu. Síðan getur notandinn tengst þjónustuverinu
með síma og myndavél sem er á standinum. Þjónustu-
verið kannar framboðið og getur síðan bókað og tekið
við greiðslu þar sem standuriSíðan p
skoðunarferðir, snjósleðaferðir og gönguferðir. Auk
þess eru upplýsingar um veitingastaði, viðburði,
samgöngur, færð á vegum og veðurfar.
Þjónustan er notandanum að kostnaðarlausu en þeir
ferðaþjónustuaðilar sem skráðir eru hjá Look and book
borga vissa þóknun.Standarnir eru víða um land á fjölförnum ferða-
mannastöðum og í verslunum N1, Eymundsson, á Park-
Inn hótelunum og á BSÍ. Sigurður segir að ók
Heilsaðu iPhone.
Hann er loksins kominn. iPhone síminn frá Apple er til sýnis í verslun
Farsímalagersins Laugavegi 178. Síminn er ekki kominn í sölu strax
en áhugasamir geta skráð sig á biðlista á farsimalagF
póstlist
Gagnvirk
ferðaþjónusta
Gifti með
allsherjargoða
Sjá um allt
á heimilinu
Hafnarfjarðarbær og
Reykjanesbær óskuðu sérstak-
lega eftir því þegar samið var um
eignarhald í Hitaveitu Suður-
nesja að aðilar innan bæjarfélag-
anna gætu sótt um samfélags-
styrki til Orkuveitu Reykjavíkur,
og var það fært til bókar í sam-
komulagi um skiptingu eignar-
haldsins.
„Suðurnesjamenn og aðrir á
veitusvæði Hitaveitu Suðurnesja
munu hér eftir geta sóst eftir
styrkjum í samfélagssjóð OR,
eins og aðrir á veitusvæði Orku-
veitunnar,“ segir Haukur Leós-
son, stjórnarformaður OR.
Haukur segir fulltrúa Hafnar-
fjarðar og Reykjanesbæjar hafa
óskað eftir því að þetta yrði tekið
sérstaklega fram í samkomulag-
inu, og á það hafi verið fallist.
Fram kemur í samkomulagi um
skiptingu eignarhluta að OR og
Geysir Green Energy veiti fjár-
hagslegan stuðning við menning-
ar-, íþrótta-, og áhugafélög á starfs-
svæði Hitaveitu Suðurnesja.
Rúmum 37 milljónum króna
var úthlutað úr samfélagssjóði
OR í júní síðastliðnum til samtals
47 málefna sem tengjast mann-
úðarmálum, menningu, íþrótta-
og æskulýðsmálum og umhverfis-
og útivistarmálum. Haukur segir
að enn sé til fé í sjóðnum, og
hugsanlega verði auglýst eftir
umsóknum um styrki aftur á
þessu ári.
„Orkuveitan hefur verið með
stuðning á sínu starfssvæði, og
ég skil þetta þannig að þetta sé í
samræmi við það og ekki meira
en verið hefur,“ segir Dagur B.
Eggertsson, fulltrúi Samfylking-
arinnar í stjórn OR.
Reykjavíkurborg á 93,5 pró-
sent í OR, Akraneskaupstaður 5,5
prósent og Borgarbyggð eitt pró-
sent. Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri OR, segir ekkert óeðli-
legt við að fyrirtæki sem sé að
mestum hluta í eigu Reykjavík-
urborgar veiti styrki víðar en í
þeim byggðarlögum sem eigi
Orkuveituna.
„Orkuveitan er fyrst og fremst
fyrirtæki, sem er með viðskipta-
vini úti um allt, meðal annars í
Hafnarfirði og á Reykjanesi.
Borgarbúar njóta arðs sem eig-
endur, en við sinnum þjóðfélags-
málum á öllu okkar veitusvæði
þar sem við seljum afurðir. Við
seljum þær svo sannarlega bæði
í Hafnarfirði og á Suðurnesjum,“
segir Guðmundur.
Vildu aðgang að styrkjum
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og Hafnarfirði beittu sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur veitti bæjarbúum
aukinn aðgang að samfélagsstyrkjum í samkomulagi um eignarhluta á Hitaveitu Suðurnesja.
Lögreglumenn í Íran
handsömuðu nýlega fjórtán
íkorna sem grunaðir eru um
njósnir. Nagdýrin fundust nærri
landamærum Írans og herma
frásagnir að þau hafi borið á sér
hlerunarbúnað, segir í frétt
Ananova-fréttastofunnar.
Samkvæmt íranskri fréttastofu
er talið að erlend leyniþjónusta
hafi útbúið flugumennina loðnu og
sent þá yfir landamærin. Yfir-
maður lögreglu í Íran sagðist ekki
geta staðfest fréttirnar.
Íkornar grun-
aðir um njósnir
Engir góðir kostir í stöðunni
„Það eru engir góðir
kostir eftir. Það sem við þurfum
að gera er að velja þann kost sem
er illskástur,“ segir Paddy Ash-
down, breskur lávarður og annar
tveggja höfunda nýrrar breskrar
skýrslu um ástandið í Írak.
Í skýrslunni er dregin upp dökk
mynd af ástandinu og Ashdown
fullyrðir að engin leið sé fyrir
Breta að finna áhættulausa leið
út úr vandanum. Hann segir einn-
ig að brotthvarf breska hersins
frá Írak eigi ekki að ráðast af því
hvort ástandið þar leyfi það, held-
ur hvort íraskir hermenn séu til-
búnir til að taka við af erlenda
herliðinu.
„Brotthvarf okkar á ekki að
fara eftir því hvernig öryggis-
ástandið er, sem myndi gera víga-
sveitum og uppreisnarmönnum
kleift að stjórna brotthvarfi
okkar – heldur eftir því hve þjálf-
un íraskra hersveita er komin
langt,“ sagði Ashdown í viðtali
við fréttastofu BBC í gær.
Skýrslan er afrakstur bresku
Íraksnefndarinnar, sem fékk það
verkefni að leggja línurnar fyrir
framtíðarverkefni Breta í Írak,
að fengnu áliti herforingja, emb-
ættismanna og hjálparstarfs-
fólks, og hefur nefndin að hluta
starfað að fyrirmynd bandarísku
Íraksnefndarinnar, sem skilaði
skýrslu á síðasta ári.
Í skýrslunni kemst nefndin að
þeirri niðurstöðu að Bretar og
bandamenn þeirra verði að
breyta rækilega um stefnu í Írak.
Mælt er með því að Írak verði
áfram ein ríkisheild og gera þurfi
efnahagsáætlun fyrir uppbygg-
ingu landsins.
Vel gekk að ráða
niðurlögum sinubruna sem
kviknaði á Grundartanga skammt
frá álveri Norðuráls um klukkan
17 í gær. Samkvæmt upplýsingum
frá slökkviliði var eldurinn í um
100 metra fjarlægð frá álverinu,
en það var ekki í hættu. Um einn
ferkílómetri brann áður en tókst
að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið á Akranesi sendi
þrjá slökkvibíla á staðinn og
bændur á nálægum bæjum lögðu
til fjórar haugsugur. Vakt var við
svæðið fram eftir kvöldi í gær.
Ekki er vitað um eldsupptök.
Álver Norður-
áls ekki í hættu
Rigning frá miðjum júní
og þar til nú nemur aðeins tæpum
sjö millimetrum í Reykjavík.
„Aldrei hefur verið svo þurrt á
þessum tíma árs frá því mælingar
hófust snemma á 20. öld,“ segir
Haraldur Ólafsson veðurfræðing-
ur.
Ómar Helgason, mjólkurfram-
leiðandi í Lambhaga á Rangárvöll-
um er einn þeirra bænda sem sér
fram á mikið tjón vegna langvar-
andi þurrka.
Úrkoman aðeins
sjö millimetrar