Fréttablaðið - 16.07.2007, Qupperneq 6
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
05
0
6.
2
0
0
7
Þriðjudaginn 17. júlí verður
farin fræðslu- og gönguferð um
Hengilssvæðið.
Hugað verður
að orkunni og
beislun hennar,
orku-jarðfræði, gróðri og sögu. Mæting við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðar-
hól kl.19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, og
Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur.
Ganga um
Hengilssvæðið
R
V
62
37
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Bjarni Ómar Ragnarsson
- verslunarstjóri hjá RV
Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur
– fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið
Shimon Peres tók í gær
við forsetaembætti í Ísrael og
segist staðráðinn í að gera allt
sem hann getur til þess að stilla
til friðar í blóðugum deilum Ísra-
ela og Palestínumanna.
Embætti forsetans er að mestu
leyti táknrænt, völdin liggja eink-
um hjá forsætisráðherra lands-
ins, en Peres segist ætla að gera
það sem hann getur, „hvetja“
ríkisstjórnina til að taka skref í
friðarátt, gefa leiðtogum þjóðar-
innar góð ráð og tala við almenn-
ing.
„Á opinberum vettvangi beitir
maður ekki sverði. Maður beitir
orðum. Maður talar við fólk,“
segir Peres. „Það ætla ég að gera.
Ég hef ekkert vald annað en afl
sannfæringar minnar.“
Margir Ísraelar hafa sakað
Peres um að vera rómantískan
draumóramann, ekki síst eftir að
hann fór að tala um „hin nýju
Mið-Austurlönd“ á þeim tíma
þegar allt virtist stefna í að var-
anlegur friður myndi takast milli
Ísraela og Palestínumanna.
„Ég held að enginn hafi orðið
fyrir jafn miklum árásum og
gagnrýni á þessum síðustu sextíu
árum eins og ég. En staðreyndin
er sú, að eftir 60 ára gagnrýni og
hræðileg ummæli, þá ákváðu þeir
að kjósa mig til forseta,“ sagði
Peres. „Ég átti ekki von á því.“
Peres verður 84 ára í næsta
mánuði, þannig að hann verður
orðinn níræður þegar kjörtímabil
hans rennur út að sjö árum liðn-
um. Hann segist hvorki ætla að
láta aldur sinn né táknræna stöðu
embættisins hamla sér í starfi.
„Ef maður er heilbrigður og
skýr í hugsun hvað er þá að? Ég
er ekkert að flýta mér að deyja,“
sagði Peres. „Og þangað til ætla
ég ekki að sóa lífi mínu.“
Peres var á sínum tíma aðstoð-
armaður Davids Ben Gurion,
fyrsta forsætisráðherrra Ísraels,
og tók þátt í að byggja upp her
landsins á sjötta áratugnum.
Hann hefur á langri ævi gegnt
nánast öllum helstu embættum í
ísraelskum stjórnmálum, þar á
meðal verið forsætisráðherra þri-
svar sinnum.
Þegar hann var utanríkisráð-
herra átti hann stóran þátt í tilurð
fyrsta friðarsamnings Ísraela og
Palestínumanna, og fékk fyrir
vikið friðarverðlaun Nóbels sem
hann deildi með Jitsak Rabin,
þáverandi forsætisráðherra, og
Jasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna.
Peres hefur undanfarið verið
aðstoðarforsætisráðherra í ríkis-
stjórn Ehuds Olmerts. Hann tekur
við forsetaembættinu af Moshe
Katzav, sem hrökklaðist úr emb-
ættinu fyrir hálfum mánuði eftir
að fjórar konur höfðu sakað hann
um alvarleg kynferðisbrot, þar á
meðal nauðgun.
Peres orðinn forseti
Shimon Peres, sem hlaut á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels, ætlar að nota
næstu sjö ár til að beita sér fyrir friði. Hann verður 84 ára í næsta mánuði.
Á opinberum vettvangi
beitir maður ekki sverði.
Maður beitir orðum.“
Norberto Andrade, yfirbarþjónn á
Millenium-hótelinu í London, segir að geislavirka eit-
urefninu pólon 210 hafi að öllum líkindum verið sett
út í te Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi KGB-
njósnara, þegar hann sat þar ásamt þremur öðrum
Rússum 1. nóvember síðastliðinn.
„Þegar ég var að koma með gin og tónik á borðið
var ég truflaður,“ segir Andrade í viðtali við breska
dagblaðið Daily Telegraph í gær. „Ég gat ekki séð
hvað var að gerast, en þetta virtist vera gert mjög
meðvitað til þess að leiða athyglina að einhverju
öðru. Ég átti erfitt með að setja drykkina niður.“
Andrade segist ekki hafa séð þegar eitrinu var
laumað út í teið, en hann segist telja að það hafi gerst
þegar hann var truflaður. Seinna sögðu lögreglumenn
honum að geislavirka efnið hafi fundist út um allt
borðið og á gólfinu og á mynd sem var á veggnum
beint fyrir ofan Litvinenko.
„Þetta var í eina skiptið sem andrúmsloftið virtist
fjandsamlegt og eitthvað var að gerast á þeim tíma-
punkti.“
Andrade segir að seinna, þegar hann var að taka af
borðinu, hafi hann tekið eftir því að teið virtist vera
gulara en venjulega og var orðið „þykkara – það virt-
ist klístrað.“
Þetta er í fyrsta sinn sem lýsing sjónarvotts í mál-
inu er gerð opinber.
Litvinenko lést af áhrifum eitursins 23. nóvember.
Stundar þú reglulega hreyfingu
þér til heilsubótar?
Fylgist þú með fréttum af fræga
fólkinu?
Fimm daga vinnu-
heimsókn Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra með
fylgdarliði til Ísraels og sjálfs-
stjórnarsvæða Palestínumanna
hefst í dag með kynnisferð að
landamærum Ísraels og Líbanons
og upp í Gólanhæðir á landamær-
unum að Sýrlandi.
Á dagskrá eru fundir með ísra-
elskum og palestínskum ráðamönn-
um og með fulltrúum frjálsra
félagasamtaka, heimsóknir í flótta-
mannabúðir og fleira.
Ingibjörg Sólrún kann að verða
fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem
hittir Shimon Peres eftir að hann
sver embættiseið sem nýr forseti
Ísraels í vikunni. Á morgun hittir
hún í Jerúsalem Tzipi Livni, utan-
ríkisráðherra Ísraels, sem og
aðstoðarvarnarmálaráðherrann og
nokkra valinkunna þingmenn á
Ísraelsþingi, Knesset. Hún heim-
sækir einnig Helfararminningar-
safnið Yad Vashem.
Á fimmtudag hittir hún Mahmoud
Abbas, forseta Palestínumanna, og
Salam Fayyad, forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnar Palestínu-
manna, í Ramallah á Vesturbakk-
anum. Af öryggisástæðum er ekki
farið til Gazasvæðisins.
Í beinu framhaldi af heimsókn-
inni til Ísraels og sjálfstjórnar-
svæðanna fer utanríkisráðherra til
Jórdaníu, skoðar þar steinhofið
Petru og ræðir við ráðamenn,
ásamt því að heimsækja sjúkrahús
sem annast hefur flóttamenn frá
Írak.
Ræðir ástandið við ráðamenn
Sá sem drekkur sódavatn
úr flösku notar 1500 sinni meiri
orku og losar 80 sinnum meira af
koltvísýringi út í andrúmsloftið
en sá drekkur vatn úr krananum.
Þetta eru niðurstöður norskrar
rannsóknar sem greint var frá í
Aftenposten um helgina.
Yfirvöld í New York hófu
herferð í síðustu viku gegn
ofdrykkju fólks á flöskuvatni.
Ástæðan er sú að þrjár af
hverjum fjórum flöskum enda í
ruslatunnunum í stað endur-
vinnslugáma. Ráðamenn reyna nú
að sannfæra borgarbúa um að
vatnið í krananum sé hollara og
þar að auki sé það frítt.
Flöskuvatnið er
óumhverfsvænt