Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 14

Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 Sumarbústaðurinn hápunktur sumarsins Þegar golfvellirnir í kringum höfuðborgarsvæðið fyllast halda kylfingar til Vestmannaeyja. Vinsælt er að fljúga frá Bökkum til Eyja um eftirmiðdaginn, spila átján holur og fljúga aftur heim um kvöldið. Valgeir Arnórsson, forstjóri Flugfélags Vestmannaeyja, segir fyrirtækið hafa verið í samstarfi við golfklúbbinn í Eyjum undan- farin þrjú ár. Hægt sé að kaupa sérstakan pakka sem innihaldi flug fram og til baka og einn hring á golfvellinum. „Það eru sífellt fleiri að nýta sér þetta, vellirnir í Reykjavík eru líka alltaf fullir. Flestir fljúga um morguninn eða eftirmiðdaginn, spila golf og fljúga strax aftur heim, enda tekur flugferðin bara sex mínútur.“ Steinn Sveinsson, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar hjá Jónar Transport, er einn þeirra sem fljúga oft til Eyja til að spila golf. „Ég er uppalinn Vestmannaeying- ur þannig að það liggur beinast við að spila golf þar. Annars er þetta líka einn fallegasti og glæsilegasti golfvöllur á Íslandi.“ Hann segir lágt verð einnig mik- inn kost, en flug fram og til baka auk vallargjalds kostar 7.500 krón- ur. Til samanburðar er vallar- gjaldið á Grafarholts- og Korp- úlfsstaðavelli 6.400 krónur. Hjónin og frístundamálar- arnir Heiðrún Gígja Ragn- arsdóttir og Sigurgeir Orri Sigurgeirsson leituðu uppi og máluðu íslenska fossa sumarið 2004. Afraksturinn má berja augum á nýopn- aðri sýningu í Uppsölum í Aðalstræti 16. Sigurgeir Orri er bókmenntafræð- ingur og gerir heimildarmyndir en Heiðrún Gígja er verkfræðing- ur hjá Össuri. Þau hafa lengi haft gaman af að mála og sumarið 2004 ákváðu þau að sameina áhugamál- ið og sumarfríið. „Hugmyndin var að njóta Íslands á annan hátt og fá nýtt sjónarhorn á landið,“ segir Sigurgeir Orri. „Við lögðum því land undir fót og leituðum að foss- um til að mála. Við byrjuðum á Kirkjubæjarklaustri, ókum síðan með suðurströndinni í austurátt, fórum svo til baka í átt að Þing- völlum, þaðan yfir Kjöl þar sem við komum niður í Bárðardal og enduðum í Fljótsdal í grennd við Skriðuklaustur. Þegar upp var staðið höfðum við séð ótal fossa en málað sjö.“ Ferðin tók á fjórðu viku en hjón- in áðu að minnsta kosti í einn dag við hvern foss sem þau máluðu. Veturinn eftir leigðu þau síðan aðstöðu til að ljúka við myndirnar. Verkin verða til sýnis í Uppsöl- um í allt sumar og sýningin geng- ur vel; þegar hafa selst fimm myndir, þar af tvær til Ameríku. „Heiðrún er reyndar mun færari málari en ég,“ segir Sigurgeir. En meiningin var þó alltaf að halda sýningu þótt það hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Sigurgeir. Þau eru þó hvergi nærri hætt að mála fossa. Fyrir nokkrum vikum lögðu þau land undir fót og mál- uðu Englafoss í Tunguá. „Svo eru fjölmargir fleiri sem við eigum eftir að mála,“ segir Sigurgeir. „Fyrir utan Öxarárfoss höfum við ekki málað þekktustu fossana sem allir þekkja. Það væri gaman að mála til dæmis Gullfoss og Skóga- foss. Það eru auðvitað svo margir fossar á landinu að okkur endist sjálfsagt ekki ævin í þetta,“ segir hann og hlær. Fundu fossa til að mála Fjörutíu stunda jakki Í heimsklassa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.