Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 16

Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 16
fréttir og fróðleikur Líka orlofsréttur við ættleiðingu og fósturlát Ógrynni af kvörtunum Notkun eftirlitsmyndavéla eykst í Evrópu í kjölfar ár- angurs við að upplýsa mál með hjálp þeirra. Opinber stofnun sem hefur eftirlit með persónuvernd í Frakk- landi varar við eftirlitssam- félagi. Umfangsmikið net eftirlits- myndavéla í Bretlandi er sagt hafa skipt sköpum við rannsókn lögreglu á hryðjuverkatilraunum í samgöngukerfi London 21. júlí árið 2005. Fjórir af sex sakborn- ingum hafa verið dæmdir í lífs- tíðarfangelsi, meðal annars á grundvelli upptaka úr eftirlits- myndavélum. Árangursrík notkun bresku lög- reglunnar á upptökum úr eftir- litsmyndavélum hefur vakið eft- irtekt víða erlendis og hyggjast sum Evrópuríki og Bandaríkin fylgja í fótspor Bretlands. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst yfir aðdáun sinni á árangri bresku lögregl- unnar og vill fjölga eftirlits- myndavélum í samgöngukerfi Frakklands. „Í mínum huga felst engin þversögn í því að virða frelsi einstaklingsins og að koma upp eftirlitsmyndavélum til að tryggja öryggi fólks,“ sagði Sar- kozy í samtali við franska vikurit- ið Le Journal du Dimanche. Í lest- arkerfi Parísar, höfuðborgar Frakklands, eru 5.000 eftirlits- myndavélar og áætlanir eru um að fjölga þeim í 6.540 við lok þessa árs. Stjórnvöld í Þýskalandi ákváðu í fyrra að fjölga eftirlitsmynda- vélum á lestarstöðvum, flugvöll- um og við hafnir eftir að upptaka úr eftirlitsmyndavél auðveldaði lögreglu að bera kennsl á tvo líbanska menn sem talið er að hafi komið sprengjum fyrir í lest- um í fyrrasumar. Sprengjurnar sprungu þó ekki. Andstaða við eftirlitsmynda- vélar í Tyrklandi virðist hafa minnkað eftir að upptökur úr vél- unum hjálpuðu til við að hafa uppi á morðingja tyrknesk- armenska blaðamannsins Hrants Dink í janúar. Eftirlitsmyndavél- ar hafa verið settar upp í höfuð- borginni Istanbúl og nokkrum öðrum borgum og yfirvöld hafa tilkynnt áætlanir um að setja þær upp víðar, til dæmis á ferða- mannastöðum til að auka öryggi ferðamanna. Fimmti hver bær í Hollandi er með eftirlitsmyndavélar að því er hollenska innanríkisráðuneyt- ið greinir frá. Hlutfallið hækkar upp í fjóra af hverjum fimm í bæjum sem hafa 100.000 íbúa eða fleiri. Í tilkynningu sem ráðu- neytið sendi frá sér í ágúst síð- astliðnum segir: „Sífellt færri álíta myndavélarnar sem innrás í einkalíf sitt.“ Samtök og hópar sem berjast fyrir persónuvernd hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af þess- ari þróun. Opinber stofnun í Frakklandi sem hefur eftirlit með persónuvernd varaði fyrir nokkrum dögum við því sem hún kallaði „eftirlitssamfélag“. Yfir- maður stofnunarinnar, þingmað- urinn Alex Turk, segir tækninýj- ungar bæði hafa í för með sér framfarir og hættur. „Fólk freistast vegna þægindanna sem þeim fylgja en er þó varla með- vitað um áhættuna.“ Eftirlitsmyndavélum fjölgar í Evrópu eftir að hafa upplýst mál

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.