Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 18
greinar@frettabladid.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Fæst okkar hafa lesið Biblíuna spjaldanna á milli. Byggir
vitneskja okkar á ritinu því
yfirleitt á námsefninu sem lagt
var fyrir okkur í grunnskóla og
fermingarfræðslunni, auk þess
sem prestar segja frá í messum.
En hversu áreiðanlegt er þetta
efni? Í ljósi þess að grunnskólalög
kveða á um að kristinfræðslan í
skólum landsins eigi ekki að vera
trúboð, getum við þá treyst því að
höfundar efnisins, sem yfirleitt
eru þjónar kirkjunnar, styðjist við
það sem best er vitað í
fræðunum? Flest okkar myndu
eflaust svara þessari spurningu
játandi enda hafa þjónar kirkj-
unnar margra ára háskólanám að
baki. Að undanförnu hef ég hins
vegar gluggað í fjórar bækur sem
benda til þess að sú sé ekki
raunin.
Þrjú þessara alþýðlegu fræðirita
eru eftir bandaríska guðfræði-
prófessorinn Bart D. Ehrman. Í
bókinni Jesus: Apocalyptic
Prophet of the New Millenium
notar hann stranga aðferðafræði
sagnfræðinnar til þess að meta
heimildagildi Nýja testamentis-
ins, sem leiðir í ljós að Jesús var
nokkuð líklega til. Ef þessari
sömu aðferðafræði er beitt á
upprisusöguna kolfellur hún hins
vegar á prófinu, en eins og
Ehrman bendir á er manni frjálst
að trúa þessari sögu en „rökin þín
eru guðfræðileg eða persónuleg,
ekki sagnfræðileg“. Óvæntasta
niðurstaða hans er þó sú að Jesús
var nokkuð örugglega heimsenda-
spámaður, sem trúði því að
heimsendir væri yfirvofandi og
þó siðaboðskapur hans hafi að
mörgu leyti verið róttækur
virðist hann vegna þessarar trúar
ekkert hafa kært sig um hefð-
bundin fjölskyldugildi. Þetta er
ekki einkaskoðun Ehrmans því
hann segir að alla síðustu öld hafi
þetta verið sú mynd af Jesú sem
líklega meirihluti fræðimanna
hafi aðhyllst „að minnsta kosti í
Þýskalandi og Bandaríkjunum“.
Í bókinni Lost Christianities: The
Battles for Scripture and the
Faiths We Never Knew sýnir
Ehrman okkur að fyrstu aldirnar
eftir dauða Jesú áttu sér stað
miklar deilur um hvers eðlis hann
var í raun og veru. Þeir sem unnu
þessa deilu á fjórðu öld settu
saman Nýja testamentið og
dæmdu allar aðrar skoðanir sem
villutrú og eyddu öllum ritum
sem þeim tengdust. „Í kjölfar
þessa,“ segir Ehrman, „sem
nokkurs konar náðarhögg,
endurskrifuðu sigurvegararnir
söguna af deilunni, og létu líta út
fyrir að nánast engar deilur hefðu
átt sér stað.“ Ein afleiðing
þessara deilna var að biblíu-
handritunum var breytt meðal
annars til þess að þjóna þessum
mismunandi skoðunum. Þessum
anga sögunnar lýsir Ehrman í
bókinni Misquoting Jesus: The
Story Behind Who Changed the
Bible and Why, sem var ein af
metsölubókum ársins 2005 í
Bandaríkjunum. Þar bendir hann
til að mynda á að síðustu tólf
versin í Markúsarguðspjallinu,
sem er elst guðspjallanna, séu
seinni tíma viðbót við handritin
og að ein frægasta saga Biblí-
unnar, „sá yðar, sem syndlaus er,
kasti fyrstur steini á hana“, sé
einnig seinni tíma viðbót.
Að lokum er rétt að nefna
bókina The Bible Unearthed:
Archaeology’s New Vision of
Ancient Israel and the Origin of
its Sacred Texts, þar sem
fornleifafræðingarnir Israel
Finkelstein og Neil Asher
Silberman greina frá því að
nýlegar rannsóknir þeirra og
annarra fornleifafræðinga hafi
leitt til þess að „alvarlegar
efasemdir séu uppi um sögulegan
grundvöll frægra biblíusagna
eins og brottför gyðinga frá
Egyptalandi, hertöku Kanaan-
lands og hin mikilfenglegu
heimsveldi Davíðs og Salómon“.
Ekkert af því sem hér hefur verið
greint frá þjónar hagsmunum
Þjóðkirkjunnar, sem er í mun að
viðhalda sýndarmyndinni sem
kirkjan hefur í gegnum aldirnar
dregið upp til að viðhalda
kristinni trú. Til marks um þetta
tjáði einn af sóknarprestum
höfuðborgarsvæðisins mér
nýlega að þegar hann útskrifaðist
úr guðfræðideildinni hafi honum
og samnemendum hans verið tjáð
að þegar þeir hæfu þjónustu í
prestaköllunum ættu þeir ekki að
opinbera fyrir almenningi allar
þær gagnrýnu hugmyndir sem
þeir höfðu lært í námi sínu. Af
þessu má ljóst vera að prestar
landsins eru í svipaðri stöðu og
loftslagsfræðingar sem eru
fjármagnaðir af olíufélögum
heimsins, því það þjónar ekki
hagsmunum þessara einstaklinga
að skaða málstað stofnana sem
þeir vinna fyrir. Það má því færa
rök fyrir því að kristni hafi að
einhverju leyti verið viðhaldið í
gegnum aldirnar með vísvitandi
blekkingum og virðist þeim
blekkingarleik enn haldið áfram í
námsefninu sem borið er á borð
fyrir börnin okkar. Eins og segir á
ensku: „Ignorance is bliss.“
Höfundur er doktor
í vísindasagnfræði.
Viðheldur fáfræði kristninni?
B
arrtrén á Þingvöllum eru hluti af Íslandssögunni. Núlif-
andi Íslendingar þekkja ekki þjóðgarðinn án þeirra.
Gróðursetning barrtrjáa á Þingvöllum markar upphaf
hugsjónabaráttu um að klæða landið. Hún hefur bæði
verið tengd við byggðina í landinu og sjálfstæði fólks-
ins sem hér býr.
Nú er byrjað að höggva sum þessara trjáa. Hugsanlega fá
einhver þeirra að standa. Þetta er gert í skiptum fyrir stimpil frá
Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Sá stimpill gerir ekki
meira úr Þingvöllum en þeir eru. En ugglaust er hann söluvara. Það
má nota hann til þess að græða nokkrar krónur á ferðamönnum.
Að sönnu hefur mönnum sýnst sitt hverjum um barrtrén þarna.
Sumum finnst þau stinga í stúf við annan gróður. Aðrir líta á þau
sem hluta af allt að aldargamalli tilveru. Spurningin um hvort þau
fara vel eða illa á þessum stað er spurning um fegurðarskyn. Á
það verður ekki brugðið mælikvarða. Það er líka hluti af sögunni
hvort rétt var eða rangt að planta þeim á sínum tíma.
Kjarni málsins er sá að Menningarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti óskir um að setja Þingvelli á svokallaða heims-
minjaskrá árið 2004. Þjóðgarðsvörður hefur upplýst að stofnunin
hafi sett það sem skilyrði fyrir þeim gerningi að hluti af þessari
menningarfleifð yrðin rifinn upp með rótum.
Vel má vera að Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna styðj-
ist við einhverja alþjóðlega staðla hér að lútandi. Það er gott og
blessað að setja staðla um allt það er lýtur að tommustokkum og
peningum. En menning og saga hafa einmitt gildi fyrir þá sök að
hvorugt verður fellt undir staðla.
Íslenska þjóðin stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré
á Þingvöllum. Hún fagnaði þúsund ára afmæli Alþingis með þess
konar trjám. Hún minntist ellefuhundruð ára búsetu í landinu í
skjóli slíkra trjáa. Hún átti samverustund með barrtrjám þegar
þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi.
Í flóru Íslands eru barrtrén löngu orðin að Íslendingum. Þau
eru engu minni Íslendingar en sá norski og keltneski kynstofn
sem hér hefur lengstum búið. Það er eins kyns flórufasismi að
afneita þessum trjám í íslenskri náttúru sökum uppruna þeirra.
Á Alþingishúsi Íslendinga gnæfir erlent konungsmerki.
Trúlega er það eina þinghúsið í heiminum sem þannig háttar til
um. Engum heilvita manni hefur komið til hugar að brjóta það
niður. Það er hluti af íslenskri sögu og menningu. Eins er með
barrtrén á Þingvöllum.
Minkurinn er síðustu aldar fyrirbæri í náttúru Þingvalla.
Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ekki sett staðla
um útrýmingu minka þar sem hún bregður stimplum sínum á
loft. Sennilega er það fyrir gleymsku sakir.
Á Þingvöllum er bæði bær og kirkja. Þær látlausu byggingar
eiga ekkert skylt við náttúruna eins og hún var fyrir landnám.
Þær eru hins vegar hluti af menningu staðarins. Vonandi leynast
þar ekki grenispýtur eða furufjalir. Þá yrðu þær væntanlega að
fjúka.
Í lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum segir að hann sé frið-
lýstur helgistaður Íslendinga undir vernd Alþingis. Hver er sú
vernd? Í hverju er hún fólgin? Eiga skemmdirnar sem nú er verið
að vinna að svara þeirri spurningu?
Flórufasismi
Helstu rökin fyrir því að fara algerlega að tillögum Hafrannsóknastofnunar
um hámarksveiði á þorski á næsta
fiskveiðiári eru þau að við höfum enga
betri vitneskju, enga betri þekkingu og
ekkert betra við að styðjast en ráð
vísindamanna okkar á stofnuninni. Með
þessum rökum ákveður ríkisstjórnin að
standa einhuga að baki
sjávarútvegsráðherra, Einar Kristni Guðfinnssyni.
En þegar skoðuð er ákvörðun ráðherrans um
hámarksveiði úr 17 einstökum stofnum kemur í
ljós að hann fer að tillögu Hafró aðeins varðandi
fimm tegundir en hafnar tillögum stofnunarinnar í
tólf tegundum. Ráðherrann ákveður meiri kvóta í
öllum þessum tólf tilvikum og telur aldrei ástæðu
til að ákveða minni veiði en Hafró leggur til.
Aukningin er minnst 5% og mest 200%. Heimiluð
er þreföld veiði á sandkola og tvöföld veiði á
skrápflúru en vísindamenn okkar leggja til.
Heimiluð er 25% meiri veiði á ufsa, 13% meiri
veiði á steinbít og 15% meira á íslenskri
sumargotssíld en vísindamenn okkar ráðleggja.
Ráðherrann ákveður að leyfa veiðar á
1500 tonnum á sandkola, þegar
vísindamennirnir telja stofninn aðeins
þola 500 tonna veiði. Hann leyfir 1000
tonna veiði á skrápflúru sem er 100%
meira en Hafró leggur til. Ráðherrann
fer 30% fram úr tillögum vísinda-
mannanna í veiði á skarkola, 15.000
tonnum fram úr í veiði á ufsa og í sjálfri
síldinni, sem var eiginlega veidd upp á
sínum tíma, hækkar ráðherrann kvótann
um 20.000 tonn frá ráðleggingum Hafró
og er enn ekki allt upptalið af afrekum
ráðherrans sem blæs á tillögur vísindamannanna
okkar, nema í þorski.
Þetta er athyglisvert. Hvaða þekkingu býr
sjávarútvegsráðherrann yfir um ástand þessara
tólf fiskistofna sem Hafrannsóknastofnun hefur
ekki? Hvaðan kemur sú þekking? Frá sjómönnum,
öðrum fiskifræðingum en þeim sem starfa á Hafró
eða er einhver innri rannsóknadeild í ráðuneytinu?
Hvert sem svarið er þá er ljóst að við höfum betri
vitneskju, betri þekkingu og meira við að styðjast
en Hafró. Spurningin er þá hvort þeir vísu menn
hafi verið spurðir um veiðar úr þorskstofninum?
Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Einar veit betur en Hafró