Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 19

Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 19
Look and book er gagnvirk bókunarþjónusta fyrir ferðamenn. Þar er hægt að skoða, bóka og borga allt í einu. „Þetta er bókunarstandur fyrir ferðatengda þjónustu á Íslandi. Notandinn getur kannað framboð hjá þeim aðil- um sem eru skráðir hjá okkur og eru með upplýsingar á netinu. Síðan getur notandinn tengst þjónustuverinu með síma og myndavél sem er á standinum. Þjónustu- verið kannar framboðið og getur síðan bókað og tekið við greiðslu þar sem standurinn er með kortalesara. Síðan prentast út kvittun fyrir kaupunum,“ segir Sigurður I. Halldórsson, framkvæmdastjóri Snerti- lausna ehf. sem þróuðu og reka standana. Á standinum er snertiskjár þar sem notandinn getur kannað framboð á gistingu og afþreyingu á borð við hestaferðir, hvalaskoðun, sjóstöng, jeppaferðir, skoðunarferðir, snjósleðaferðir og gönguferðir. Auk þess eru upplýsingar um veitingastaði, viðburði, samgöngur, færð á vegum og veðurfar. Þjónustan er notandanum að kostnaðarlausu en þeir ferðaþjónustuaðilar sem skráðir eru hjá Look and book borga vissa þóknun. Standarnir eru víða um land á fjölförnum ferða- mannastöðum og í verslunum N1, Eymundsson, á Park- Inn hótelunum og á BSÍ. Sigurður segir aðsóknina hafa farið hægt af stað en aukist jafnt og þétt. Verkefnið er íslensk nýsköpun að sögn Sigurðar, sem hyggst byrja hérlendis áður en verður af mögulegri útrás. Look and book er bæði stílað inn á erlenda ferðamenn og Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. Þjónustuverið er opið frá kl. 8.30-22 alla virka daga og frá kl. 9-16 um helgar. Sjá nánari upplýsingar á slóðinni: www.lookandbook.is Gagnvirk ferðaþjónusta VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 20.6.2007. 3,7% Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Lánstími er allt að 30 árum og við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu á hagstæðari kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu póst á frjalsi@frjalsi.is til að kynna þér málið nánar. Finndu þér stað Atvinnuhúsnæðislán með lægri lántökukostnaði F í t o n / S Í A Heilsaðu iPhone. Hann er loksins kominn. iPhone síminn frá Apple er til sýnis í verslun Farsímalagersins Laugavegi 178. Síminn er ekki kominn í sölu strax en áhugasamir geta skráð sig á biðlista á farsimalagerinn.is Fyrstir koma – fyrstir sjá! póstlist

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.