Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 20
Nokkur ráð til að koma
frosnum iPod í gang.
Margir iPod-eigendur lenda í því
að iPodinn þeirra frýs eða lætur
öllum illum látum. Yfirleitt er þó
ekki flókið að koma honum í samt
lag og oft bara nóg að
endurræsa hann.
Eigi maður iPod, iPod
nano eða iPod mini á að
vera nóg að halda menu-
og select-tökkunum
niðri í sex til tíu
sekúndur þar til Apple-
merkið birtist. Ef til vill
þarf þó að endurtaka
þetta svo það takist. Við
það ætti iPodinn að
lagast.
Til að endurræsa
iPod shuffle er
hins vegar best
að aftengja hann úr tölvunni, sé
hann á annað borð tengdur henni.
Slökkvið því næst á honum á
bakhliðinni. Bíðið í fimm sekúndur
og færið takkann á bakhliðinni á
annað hvort play eða shuffle og
við það ætti hann að fara í gang.
Virki þetta ekki er best að setja
iPodinn í hleðslutæki og
tengja við innstungu
eða tölvu. Fullvissið
ykkur um að kveikt sé
á tölvunni svo þetta
virki. Fólki hættir
nefnilega til að
steingleyma því í hita
leiksins.
Þegar iPodinn frýs
Microsoft kynnir til sögunnar
tölvumús sem er ýmsum kost-
um búin.
Microsoft hefur sent frá sér nýja
tölvumús, svokallaða Wireless
Notebook Presenter Mouse 8000,
sem býr yfir ýmsum skemmtilegum
notkunarmöguleikum og beðið
hefur verið eftir með mikilli eftir-
væntingu.
Músina, sem þykir einkar hand-
hæg við kynningar, má nota til að
fletta í gegnum glærur, til dæmis í
PowerPoint frá Microsoft og öðrum
kynningarforritum, og það úr tæp-
lega tíu metra fjarlægð frá tölv-
unni.
Hún er þar að auki með inn-
byggðan ljósbendil og blek á tölvu-
tæku formi, sem má hvort tveggja
nota til að undirstrika ákveðin
atriði á kynningum.
Músina má líka nota á kynningum
sem byggja á marg-
miðlunartækni eða
sem handhæga
fjarstýringu
heima við, þar
sem undir
henni er
stjórnborð til
að fletta ljós-
myndum, spila
kvikmyndir og
tónlist og
hækka og
lækka hljóð í
tölvunni.
Þá er hún
búin 2,4 GHz
blátannartækni,
sem gerir það að verkum að hún
virkar þráðlaust úr fyrrnefndri tíu
metra fjarlægð, án nokkurra
truflana.
Á músinni er ennfemur takki sem
gerir henni kleift að komast fljótt
að glærum og stækka upp ákveðin
atriði á þeim. Síðast en ekki síst er á
henni ljós, sem blikkar þegar hún er
að verða rafmagnslaus.
Með hliðsjón af ofansögðu má
velta fyrir sér hvort tölvumýs séu
hugsanlegir arftakar farsíma, verði
þær færar um enn fleiri aðgerðir í
framtíðinni.
Engin venjuleg mús
www.byggingavorur.com
Mex - byggingavörur
Lynghálsi 3 Sími 567 1300 & 848 3215
EKKI BARA STIGAR
- LÍKA GLUGGAR OG HURÐIR
STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sigma linsur
fyrir flestar
gerðir
myndavéla
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is