Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 26

Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 26
4 fréttablaðið fasteignir Remax Senter er með í sölu sérhæð í tvíbýli með góðu útsýni í Grafarholtinu. Gengið er inn af hellulagðri verönd. Forstofan er björt með fallegum ljósbrúnum flísum frá PARKI. Til vinstri er fataherbergi sem var upphaflega teiknað sem gestabaðherbergi,tengi fyrir salerni og baðlaug. Gengið er beint frá forstofu niður í stofu með mikilli lofthæð og stórum gluggum, opið eldhús og borðstofa í stofu með glereyju. Stálplata er á borðum. Falleg hvítsprautuð eldhúsinnrétting frá dk-innréttingum. Innbyggður ísskápur frá Whirlpool fylgir, einnig er keramik helluborð og stálofn frá Whirlpool. Útgengt er frá stofu út á suðurverönd. Útsýnið er fallegt og gluggar í allar áttir. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni. Hvítsprautaðir skápar frá Innex eru í tveimur barnaherbergjunum en fataskápur við hjónaherbergið. Tvöföld svalahurð er í hjónaherberginu og útgengt þaðan út í garð. Hvítsprautaðar hurðir eru í allri íbúðinni. Fallegt olíuborið eikarparket er á allri íbúðinni nema á forstofu og svefnherbergisgangi og baði en þar eru ljósar flísar frá Parka. Baðherbergið er með sérsmíðuðum innréttingum. Rúmgóðan sturtuklefa með gleri er þar að finna auk tengis fyrir baðkar. Hvítar flísar á veggjum en salerni og handlaug frá Alessi. Blöndunartækin eru frá Gessí. Hiti er í gólfum í allri íbúðinni. Öll lýsing er frá Lumex en ljósabúnaður er fjarstýrður. Hátalarabúnaður er í öllum herbergjum og inni á baði. Rúllugardínur frá Setabrautum og gluggatjöldum í stofu og herbergjum. Góður bílskúr fylgir. Verð: 51.900.000 113 Reykjavík: Sérhæð í tvíbýli Ólafsgeisli 28: Frábært útsýni í Grafarholti Erum með í sölumeðferð einbýlishús og bílskúr á tveimur hæðum við Ásveg á Breiðdalsvík. Húsið er alls 179,4 fm með fjórum svefnherbergjum. Húsið var klætt að utan fyrir c.a. 2-3 árum. Ath. frá Breiðdalsvík er aðeins um 40 mín. akstur í álver í Reyðarfirði. Nánari upplýsingar hjá InnI fasteignasölu í síma 580 7905 Ásvegur Breiðdalsvík Fr u m Lagarás 4 · 700 Egilsstöðum · Sími 580 7905 Búðareyri 2 · 730 Reyðarfirði · Sími 580 7905 Hafnarbraut 15 · 780 Höfn · Sími 580 7915 Vallholtsvegur 3 · 640 Húsavík · Sími 580 7925 www.inni.is · fasteignasala@austurland.is Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lgf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.