Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 34

Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 34
Í gamla daga gat fólk lagt allan fjandann á minnið. Það þuldi upp heilu kvæðabálkana og kunni jafnvel Biblíuna eða Íslendingasögurnar orðréttar utan að. Það þekkti allar plöntur og alla fugla og mundi eftir samtölum og fólki í mestu smáatriðum. Ég var nokkuð efnileg á þessu sviði þegar ég var lítil. Ég mundi alla afmælisdaga og var skotfljót að læra vísur og ljóð sem ég gat svo romsað út úr mér eftir minni löngu síðar. En nú er af sem áður var. Ég man ekki nokkurn skapaðan hlut lengur og hef það á tilfinningunni að allt sem ég heyri fari inn um annað eyrað og út um hitt. Svona eins og minniskortið sé fullt og geti ekki tekið við meiru. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir manneskju sem er ekki einu sinni orðin þrítug. Ég man engin símanúmer önnur en þau sem ég kunni áður en ég fékk GSM-síma og öll þessi lykilorð og leyninúmer sem maður þarf að kunna ruglast saman í höfðinu á mér. Ég þarf að muna lykilorðin inn á heimabankann minn og tölvupóstinn. Pin-númerið á debetkortinu og visa- kortinu þarf ég að hafa á reiðum höndum og það dugar ekki að geyma þau í símanum því ég gæti gleymt lykilorðinu sem ég nota til þess að kveikja á símanum. Svo þarf ég að muna númerin á bankareikningunum mínum, númerið á reiðhjólalásnum og lykilorð inn á hinar og þessar heimasíður. Líklega var auðveldara fyrir fólk að leggja hluti á minnið hér áður fyrr. Nú er áreitið svo mikið og upplýsingarnar dynja á okkur allan daginn án þess að við fáum tóm til þess að vinna úr þeim. Við búum líka svo vel að við þurfum ekki að muna neitt. GSM- síminn man símanúmerin fyrir okkur og ef hann týnist má hringja í 118. Myndaalbúmin hjálpa okkur að viðhalda minningunum og allt sem við þurfum að vita finnum við á veraldarvefnum. Til hvers að muna hvaða ár Jón Sigurðsson var fæddur eða hvenær síðari heimsstyrjöldinni lauk þegar hægt er að „gúgla“ það?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.