Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 36
Slúðurbloggarinn Perez Hilton er
ansi oft fyrstur með slúður-
fréttirnar og er svo vinsæll að
hann er nánast orðinn frægur
sjálfur. Í vikunni var hann
fenginn í viðtal í þáttinn The
View sem Barbara Walters sér
um. Það var þó ekki Walters sem
tók viðtalið við Perez heldur
Whoopi Goldberg sem var
gestastjórnandi í þættinum.
Perez fékk þó að hitta Walters,
sem hann virðist dýrka og dá.
„Ég fékk að hitta hana baksviðs.
Barbara tók sér smá tíma til þess
að koma og heilsa upp á Perezinn.
Hún er goðsögn í lifanda lífi og
klassadama!“
Barbara hættir bráðum sem
stjórnandi þáttarins og mikið
hefur verið spáð og spekúlerað
um það hver muni taka við. Þá
hafa til dæmis verið nefndar þær
Rosie O‘Donnell og Ivanka Trump,
dóttir Donalds karlsins Trump.
Perez orðinn frægur
Bandaríska rappstjarnan P Diddy
hefur sett inn skilaboð á Myspace-
síðu sína um að hann sé að leita að
nýjum aðstoðarmanni. Kappinn,
sem heitir réttu nafni Sean Combs,
hefur beðið umsækjendur um að
senda inn þriggja mínútna
myndskeið þar sem þeir lýsa því
hvers vegna þeir ættu að fá starfið.
Diddy varar umsækjendur við
því að hann geti verið erfiður í
umgengni og að hann muni eflaust
öskra á aðstoðarmann sinn á
stundum og láta hann vinna langan
vinnudag. „Þið vitið að ég er sá
besti og ég vil líka vinna með þeim
bestu,“ sagði hann af einskærri
hógværð.
Um tuttugu umsækjendur hafa
þegar sett inn myndskeið í gegnum
vefsíðuna YouTube. Spurður hvers
vegna hann notaði ekki venjulegar
viðtalsaðferðir í leitinni að
starfsmanni sagði hann: „Þetta er
ný öld, nýr tími, nýtt tímabil. Þið
getið gleymt því að þurfa að koma á
skrifstofuna mína sveittir í lófunum
af stressi.“
Gæti öskrað á
aðstoðarmanninn
Rebecca Loos, fyrrverandi
aðstoðarkona Davids
Beckham sem gerði allt
vitlaust árið 2004 þegar
hún sagði frá meintu
ástarsambandi sínu við
knattspyrnukappann,
segir það sér að þakka
hversu sterkt
hjónaband Davids
og Victoriu er.
Victoria lét hafa
eftir sér í nýlegu
viðtali að tíminn
þegar Loos sagði
frá sambandinu í breskum
sjónvarpsþætti hefði verið mjög
erfiður og reynt mikið á
hjónabandið. Það hefði hins
vegar verið nægilega
sterkt til að láta jafn
fáránlegar ásakanir ekki
hafa áhrif á sig. Loos
segir að Beckham-
hjónin ættu að þakka
sér fyrir að hafa sagt
opinberlega frá sögu
sinni.
„Það er mér að
þakka að samband
þeirra er sterkara
en nokkru sinni. Þau
hafa meira að segja
átt annað barn síðan
þá,“ sagði Loos þegar
hún var spurð út í ummæli
Victoriu í viðtalinu. Loos hvikar
hvergi frá upprunalegri sögu
sinni og segir framhjáhald
Davids vissulega hafa átt sér
stað.
„Eins og Victoria sagði þá eru
það slæmu hlutirnir sem styrkja
hjónabandið,“ segir Loos, sem
notaði einnig tækifærið og sendi
út aðvörun til Victoriu. „Hún ætti
að fylgjast vel með manninum
sínum í LA. Það er fullt af sætum
stelpum þar og ég veit ekki hvort
David mun verða þægur strák-
ur.“
Segir Beckham-hjónin eiga sér allt að þakka
Rapparinn Snoop Dogg
hyggst sýna á sér nýjar
hliðar í raunveruleikaþætti
sem hefur göngu sína
sjónvarpsstöðinni E!.
Þættirnir eiga að sýna hversu
erfitt það er að samþætta
fjölskyldulífið við rappara-
lífsstílinn sem oftar en ekki snýst
um íturvaxnar konur, skart, flotta
bíla og glæpi. Snoop er þriggja
barna faðir og þjálfari
unglingaliðs í bandarískum
ruðningi. Þar með er þó ekki öll
sagan sögð því Snoop fékk nýlega
fimm ára skilorðsbundinn dóm og
var gert að inna af hendi átta
hundruð stunda samfélags-
þjónustu fyrir að bera skotvopn
og hafa fíkniefni í sinni vörslu.
Snoop lýsti sig sekan við dómtöku
og var dómurinn í samræmi við
það. Málið dró nokkurn dilk á
eftir sér og var honum meðal
annars meinað að koma til
Bretlands þar sem hann hugðist
halda tónleika með góðvini sínum
P. Diddy. Áströlsk stjórnvöld
veittu honum ekki heldur
vegabréfsáritinu vegna þessa
sama máls.
„Þetta eiga eftir að vera að
hrikalega fyndnir og hjartnæmir
þættir,“ segir Ted Harbert, yfir-
maður Comcast Entertainment
Group sem á og rekur sjónvarps-
stöðina E!, en hann er algjörlega
óhræddur við ólíkindatólið Snoop.
„Við teljum að einmitt þessar
andstæður í lífi hans, utan sviðs
og á því, eigi svo sannarlega
erindi við áhorfendur okkar,“
bætir Harbert við.
Það er varla ofsögum sagt að
Snoop Dogg sé umdeildur í sínu
fagi. Hann fæddist árið 1971 í
Kaliforníu og hans rétta nafn er
Calvin Broadus. Snoop-nafnið er
hins vegar komið frá velþekktri
persónu í teiknimyndasögu sem
Calvin var löngum nefndur eftir í
æsku. Snoop hefur verið fremstur
í flokki rappara um árabil og
hefur ósjaldan vísað til bágra
aðstæðna blökkumanna í Banda-
ríkjunum sem fylla fangelsin og
stunda glæpi á götum úti milli
þess sem þeir skjóta hver annan.
Rapparinn nafntogaði hefur
margoft komist í kast við lögin og
femínistar á Íslandi mótmæltu
meðal annars harðlega komu hans
hingað til lands vegna þess
hvernig konur væru sýndar í
myndböndum hans. Sjálfur hefur
rapparinn staðið fyrir framleiðslu
klámmynda en hefur sagt skilið
við þá iðju enda var kona hans til
tíu ára, Shante Taylor, ekki par
hrifin af slíku. Þá var réttað yfir
Snoop í morðmáli árið 1993 en
kviðdómur komst að þeirri
niðurstöðu að hann væri saklaus.
Heather Mills og sir Paul McCartney
eru að skipuleggja sumarfrí saman,
samkvæmt News of the World. Eins
og fram hefur komið í Fréttablaðinu
er nokkurrar þíðu farið að gæta í
samskiptum þeirra, sem urðu afar
stirð þegar Mills sakaði Paul um að
vera háðan verkjalyfjum og áfengi
og að hann hefði margoft gengið í
skrokk á henni.
Mills og McCartney virðast hins
vegar um þessar mundir staðráðin í
að halda erfiðleikum sínum fjarri
lífi dóttur sinnar Beatrice og hafa
meðal annars hugleitt að gerast
nágrannar í náinni framtíð.
Sameiginlegt sumarfrí virðist því
vera rökrétt framhald af óopinbera
vopnahléinu sem nú hefur staðið
yfir. Talið er að þau ætli sér að gista
á glæsilegu setri sem Paul á skammt
frá New York en heimildarmenn
News of the World taka þó skýrt
fram að ekki sé allt fallið í ljúfa löð.
„Enn er mikil spenna á milli þeirra
en þau vonast til að höggva á
hnútinn í sumarfríinu. Paul er mjög
hamingjusamur um þessar mundir
og öll vandræði virðast tilheyra
fortíðinni,“ sagði náinn vinur
bítilsins fyrrverandi í samtali við
News of the World.
Fara saman í frí
Breska blaðið Mail on Sunday hélt
því fram í gær að söngkonan
smávaxna Kylie Minogue og franski
leikarinn Olivier Martinez væru að
hittast á laum. Parið hætti sem
kunnugt er saman í febrúar eftir að
upp komst um framhjáhald
leikarans með baðfatafyrirsætunni
Sarai Givati en þá hafði Kylie
nýlokið krabbameinsmeðferð.
Þetta hliðarspor varð Martinez
mikill álitshnekkir og uppskar hann
meðal annars uppnefnið Le Rat í
frönskum fjölmiðlum eða Rottan.
Þótt þau hafi hætt saman við
frekar eldfimar aðstæður hafa
þau haldið góðu sambandi og hefur
Oliver leyft Kylie að gista í íbúð
sinni í París. Þau hafa þó aldrei
verið á sama tíma í borginni en nú
þykist Mail on Sunday hafa komist
á snoðir um að lengi lifi í gömlum
glæðum. „Þau hafa talað saman í
síma en reynt að halda ákveðinni
fjarlægð frá hvort öðru þar til nú.
Það væri frábært ef þau næðu
saman aftur,“ sagði heimildar-
maður blaðsins. Talsmaður Kylie
vísaði þessu alfarið á bug. „Þau
hafa alltaf hist reglulega og á því
hefur engin breyting orðið. Þau
eru ekki byrjuð saman aftur,“
sagði hann.
Endurnýja kynnin