Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 37

Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 37
24 þúsund fermetra einbýlishús, sem fjölmiðlakóngurinn fyrrver- andi, William Randolph Hearst, bjó í um árabil, er til sölu fyrir 165 milljónir dollara, tæpa 10 millj- arða íslenskra króna, sem er hæsta verð sem nokkurn tíma hefur verið sett á hús í Bandaríkjunum. Núverandi eigandi er fjárfestir- inn Leonard Ross, sem hefur end- urnýjað húsakynnin mikið á síð- ustu árum og fært það í nútímalegri stíl. Að sögn fasteignasalans Step- hens Shapiro er Ross að selja húsið vegna þess að hann vill breyta lífs- stíl sínum. Húsið var byggt árið 1927 en Ross hefur átt það í 31 ár. „Allt hefur verið endurnýjað í hús- inu en sjarminn frá 1930 lifir enn. Þetta hús er einstakt,“ segir fast- eignasalinn. Alls eru 29 herbergi í húsinu, þar af fjögur lítil gestahús. Aðal- byggingin er í laginu eins og staf- urinn H, í höfuðið á áðurnefndum Hearst. Í húsinu er að finna stóran bíósal, skemmtistað og þrjár sund- laugar. Í því er einnig að finna tveggja hæða bókasafn, átta arna, tvo tennisvelli og fullkomnasta þjófavarnarkerfi sem fyrirfinnst. Talið er að engin önnur villa af þessari stærðargráðu standi enn í hlíðum Beverly Hills. Dýrasta hús Banda- ríkjanna til sölu Tískuhönnuðurinn Hedi Slimane hefur viðurkennt að hafa liðið ansi illa sem unglingur. Slimane er þekktur fyrir að hafa komið Dior Homme almennilega á kortið með þröngu jakkafötunum sínum. Æskan virðist vera Slimane hug- leikin þar sem hann var þekktur fyrir að ráða unglegar fyrirsætur á tískusýningar og nú undirbýr hann gallerísýningu sem tengist æskunni. Í viðtali við tímaritið Dazed and confused spurði Jeffer- son Hack Slimane út í þessa æsku- dýrkun hans og hvort hann sakn- aði sinna æskuára. „Alls ekki,“ sagði Slimane. „Mér leið alveg hrikalega þegar ég var sextán. Ég var algjör einfari og læsti mig inni í herbergi. Mér leið frekar illa því ég var svo grannur. Fólk hélt ég væri veikur og reyndi að mata mig eins og gæs. Þetta var í rauninni frekar sorglegur tími,“ sagði Sli- mane sem er að nálgast fertugt í dag. Í stað þess að taka sér frí eftir að hann hætti hjá Dior hefur hann verið að vinna við ljósmyndir og bækur og opnar bráðlega sýningu í Berlín. Sýningin heitir „Sweet Bird of Youth“ og hefur Slimane fengið fimmtán listamenn til að sýna svart/hvítar ljósmyndir sem tengjast ungdómi og æskumissi. Leið illa í æsku Söngkonan og fyrrverandi Idol- sigurvegarinn Kelly Clarkson seg- ist vera orðin svo rík eftir vel- gengni undanfarinna ára að hún þurfi aldrei að vinna handtak aftur á ævinni, kæri hún sig um að fara þá leið. Clarkson kveðst hafa lagt svo vel fyrir síðan hún sló fyrst í gegn í Idol-keppninni að hún gæti lifað af vöxtunum á bankainni- stæðunni það sem eftir lifir. „Ég er búin að spara og spara. Þegar ég vann Idolið fór ég að vinna með fjármálaráðgjafa. Hann spurði mig hvað ég vildi og ég sagði honum að ég þyrfti peninga. Fyrir tveimur árum náðum við því markmiði sem við settum okkur,“ segir Clarkson. Clarkson þarf aldrei að vinna framar 20% afsláttur! Í dag og á morgun fá handhafar e-korta og e2 Vildarkorta 20% afslátt af öllum vörum í DEBENHAMS, nema snyrti- vörum. Einnig fá kort- hafar 20% viðbótar- afslátt af útsöluvörum. 20% viðbótarafslátturaf útsöluvörum EINNIG: F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.