Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 40
Hvíldin er erfiðasti tími ársins fyrir mig
Landsbankadeild karla
1. deild karla
Fjarðabyggð varð fyrsta
liðið til að sækja stig til Grindavík-
ur í 1. deild karla í sumar en liðin
gerðu markalaust jafntefli í gær.
Grindvíkingar voru sterkari
aðilinn og sköpuðu sér hættulegri
færi en gestirnir að austan sem
hafa verið spútniklið sumarsins
spiluðu skynsaman varnarleik en
voru samt alltaf hættulegri í sínu
skyndisóknum.
Þessi úrslit hindruðu það að
Grindavík stingi af á toppnum en
Fjarðabyggð hefur jafnframt sex
stiga forskot á Fjölni í baráttunni
um efstu þrjú sætin en Grafar-
vogsbúar eiga leik inni líkt og
Þróttur sem er fjórum stigum á
eftir Fjarðabyggð í þriðja sætinu.
„Við vorum að mæta liði sem
eru sterkt. Þeir ætluðu sér greini-
lega stig í dag, þetta var gott stig
fyrir þá en tvö töpuð stig fyrir
okkur. Við fáum alveg færi á að
setja þá en á móti svona liði verður
að klára færin. Svo loksins þegar
við skorum þá er dæmd rangs-
taða,“ sagði Óli Stefán Flóvents-
son, fyrirliði Grindavíkur, eftir
leik. Þrátt fyrir góða stöðu þá segir
Óli Stefán mikið vera eftir.
„Við kvörtum ekki yfir stöðunni
og þetta er stig í húsi. Við erum
ekki búnir að tapa á heimavelli og
nú er næst annar heimaleikur á
móti Stjörnunni á föstudaginn og
það er annar úrslitaleikur. Mótið
er samt bara hálfnað en meðan að
við höldum haus og höldum áfram
að spila svona fótbolta þá hef ég
litlar áhyggjur af þessu,“ sagði Óli
Stefán.
„Við komum hingað til þess að
ná í öll stigin en vissum að það
yrði erfitt,“ sagði Þorvaldur
Örlygsson, þjálfari Fjarðabyggð-
ar er svona tiltölulega sáttur með
stigið eftir leikinn.
„Við erum á góðri leið með að
halda okkur uppi, erum ennþá að
læra á deildina og læra á okkar
getu. Þetta eru hörku strákar í
þessu liði og maður dáist bara að
hugarfarinu hjá þeim. Við vitum
alveg að við erum ekki besta liðið
en við erum með hörku lið,“ sagði
Þorvaldur sem vildi ekki taka
dýpra í árinni en játti því þó að
hann og liðið fyndu fyrir meiri
pressu heima fyrir eftir alla vel-
gengni liðsins í sumar.
Tvö töpuð stig fyrir okkur Grindvíkinga
Neðsta lið Landsbanka-
deildarinnar, KR, náði í gott stig
gegn Keflavík í gær en KR-skútan
hefur ekki alltaf fiskað vel í Bítla-
bænum. KR er þrátt fyrir það enn
neðst í deildinni en stigin tvö reyn-
ast Keflavík einnig dýr í eltingar-
leiknum við FH.
Fyrri hálfleikur var frekar
bragðdaufur. Keflavík stýrði
umferðinni gegn varnarsinnuðum
KR-ingum. Baldur Sigurðsson var
geysiöflugur á miðjunni en KR-
vörnin gerði vel í að loka á kantspil
Keflvíkinga. KR-vörnin var að
sama skapi í miklum vandræðum
með föst leikatriði heimamanna
og Baldur var í tvígang nærri því
að skora með skalla.
Sigmundur Kristjánsson var
mjög líflegur í sókninni hjá KR og
nær allar sóknaraðgerðir Vestur-
bæinga fóru í gegnum hann. KR
fékk víti á 35. mínútu þegar brotið
var á Kristni Magnússyni. Ómar
Jóhannsson varði arfaslaka spyrnu
Rúnars Kristinssonar auðveldlega
og markalaust í leikhléi.
Það var KR sem stýrði umferð-
inni fyrri hluta síðari hálfleiks en
örvæntingarfullir Keflvíkingar
voru nánast búnir að leggja niður
vopnin í sókninni en blessunar-
lega fyrir heimamenn stóð vörnin
vaktina ágætlega.
Heimamenn hresstust síðan um
miðjan hálfleikinn og komust yfir
ellefu mínútum fyrir leikslok
þegar Simun átti frábært skot sem
hafnaði neðst í markhorninu. Gott
mark hjá Færeyingnum sem hafði
nákvæmlega ekkert komist áleiðis
þar til hann skoraði.
KR-ingar neituðu að gefast upp
og aðeins þremur mínútum síðar
jafnaði varamaðurinn Björgólfur
Takefusa leikinn með góðu skoti í
teignum. Það var síðasta mark
leiksins og liðin tóku því hvort sitt
stigið sem var líklega sanngjörn
niðurstaða.
„Það er erfitt að koma hingað og
taka stig. Ég er þokkalega sáttur
við okkar leik. Við vorum skyn-
samir og gerðum það sem var lagt
upp með,“ sagði Rúnar Kristins-
son, leikmaður KR, frekar svekkt-
ur en hann klúðraði vítaspyrnu í
leiknum.
„Ég ætlaði bara að setja boltann
í mitt markið og markvörðurinn
stóð kyrr. Það var nú ekkert flókn-
ara en það. Þetta var lélegt víti,“
sagði Rúnar.
KR átti einn sinn skásta leik í
sumar. Vörnin hélt vel, miðverð-
irnir voru traustir og bakverðirnir
ungu geysiöflugir. Pétur Mart-
einsson var loksins tekinn úr lið-
inu en tryggð Teits við Pétur hefur
verið aðdáunaverð miðað við spila-
mennsku Péturs sem hefur lítið
getað. Teitur hefur hingað til ekki
verið að veðja á réttu hestana en
þetta var skref í rétta átt.
Baldur Sigurðsson var bestur í
óvenju daufu Keflavíkurliði. „Við
erum á heimavelli gegn neðsta lið-
inu og þá eigum við að vinna. Við
komumst þess utan yfir en miss-
um það niður og það er alveg
glórulaust. Ég er hundfúll,“ sagði
Baldur en Keflvíkingar voru
skugginn af sjálfum sér gegn
Þrótti og nokkuð vantaði á fyrri
kraft í leiknum í gær og liðið skap-
aði sama sem ekki neitt.
„Nánast öll lið í deildinni eru
farin að bakka meira en áður gegn
okkur en við erum samt að skora
en því miður erum við ekki að
halda hreinu. Skagaleikurinn situr
ekki í mér en ég veit ekki með
hina. Það er ekki hægt að keyra á
sama hraða gegn liðum sem bakka
mjög djúpt og þá þarf þolinmæði
og við erum að glíma við það
vandamál,“ sagði Baldur.
Keflavík og KR skiptu með sér stigunum í Keflavík í gær. Lokatölur 1-1 í frekar jöfnum leik. KR klúðraði
víti í leiknum og er enn neðst í Landsbankadeildinni tveimur stigum á eftir Víkingi og Fram.