Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 34
„Afi has added you to his/her contact list“ birtist einn dag þegar ég kveikti á MSN-inu mínu. Ég velti því fyrir mér hver það væri sem kallaði sig Afa á MSN og datt ekki í hug að það væri tæplega áttræður faðir mömmu. Svo reyndist hins vegar vera og stundum á ég skemmtilegt spjall við afa í gegnum MSN. Efast um að margir geti sagt hið sama. Viðbót afa míns við MSN-list- ann minn hefði svosum ekki átt að koma mér neitt á óvart þar sem ég veit varla um tækniglaðari mann. Hann var sá fyrsti sem ég vissi af sem eignaðist GSM-síma og ég man hversu stoltur hann var þegar hann spilaði fyrir mig allar hringingarn- ar sem í boði voru á símanum. Álíka stoltur er hann þegar hann sýnir mér hversu margar stöðvar eru í sjónvarpinu hans, hve nuddstóllinn nuddar vel eða hve blóðþrýstings- mælirinn hans er nákvæmur. Ég get ekki annað en dáðst að mínum stórgáfaða afa og hversu móttæki- legur hann er fyrir nútímatækni enda gerir hann óspart grín sjálfur að þeim tíma þegar hann var ekki eins tæknivæddur. Amma rifjaði nýlega upp sög- una af því þegar hún lá veik í rúm- inu einn daginn og afi neyddist til að elda. Greip hann þá til þess ráðs að setja postulínsdisk á eldavél- ina og leggja pylsu ofan á. Amma fékk því sjóðheitan sprunginn disk og kalda pylsu í rúmið og að sjálf- sögðu hló afi hæst og mest að þess- ari sögu. Í dag er afi alls ekki van- kunnur eldhúsinu og vaskar upp og aðstoðar við eldamennskuna eins og atvinnumaður. Ég verð að við- urkenna að ég er ansi stolt af því hversu opin afi og amma eru fyrir nútímanum hvort sem það er í sam- bandi við tækninýjungar eða það að endurskoða gamlar staðalímyndir. Ég er líka spennt að sjá hvort fólk verði viðtækilegra með aldrinum en mér hefur ekki ennþá tekist að kenna föður mínum að kveikja á tölvu. Kannski ég setji afa í málið. Ég vona allavega að það sé ekki of langt í að birtist á MSN-inu mínu: „Pabbi has added you to his/her contact list.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.