Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 10
E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 8 13 ... í útileguna ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 81 51 0 7 /0 7 Umferðaróhöppum í Reykjavík fjölgaði um meira en þriðjung í fyrra miðað við árið á undan. Flestir slösuðust í aftaná- keyrslum, eða rúmlega fimm hundruð manns. Í samantekt Sjóvár Forvarnar- hússins fyrir árið 2006 kemur fram að tjón sem tilkynnt voru í Reykjavík voru alls 9.740, sem er 35 prósenta aukning miðað við árið 2005. 1.234 manns slösuðust í þessum umferðaróhöppum, sem er einnig 35 prósenta aukning miðað við árið á undan. Flestir slösuðust í aftanákeyrsl- um, rétt rúmlega fimm hundruð manns. Aftanákeyrslum í Reykja- vík fjölgaði um fjórðung á milli ára. Alls skemmdust tæplega tut- tugu þúsund bílar í umferðaró- höppum í Reykjavík, um þrettán prósent allra skráðra bifreiða á höfuðborgarsvæðinu. Karl Ragnars, forstjóri Umferð- arstofu, segir andvaraleysi öku- manna orsaka stóran hluta allra bílslysa. Ökumenn eigi alltaf að vera viðbúnir því að eitthvað geti gerst fyrir framan þá. „Sem öku- maður áttu að mega snarstoppa ef þú telur ástæðu til þess, og þá þarf sá sem er fyrir aftan þig að vera viðbúinn því.“ Hann bætir við að þótt bannað sé að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað þá sé það sjálft símtalið sem tekur athygli ökumanna frá akstrinum. „Að tala í símann og velja símanúmer veld- ur því að ökumenn veita akstrin- um minni athygli, og hvort tveggja þarftu að gera þótt þú notir hand- frjálsan búnað.“ Einar Guðmundsson, forstöðu- maður Sjóvár Forvarnarhúss, segir árið í fyrra hafa verið sér- staklega slæmt hvað varðar tjón í umferðinni. Samkvæmt tölum fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs hefur slösuðum fækkað á ný. „Gleðilegu fréttirnar eru að slasaðir einstaklingar í óhöppum á höfuðborgarsvæðinu eru um tuttugu prósent færri á fyrri helm- ingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra,“ segir hann. Flest slysin áttu sér stað á Miklubraut, og gatnamót hennar og Kringlumýrarbrautar voru þau gatnamót landsins þar sem flest slys urðu í fyrra. Aftanákeyrslur algengasta orsök bílslysa í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir, stjórnarmaður Orkuveitu Reykjavíkur, leggst gegn einkavæðingu orkugeirans. Í yfirlýsingu frá Svandísi segir að lýðræðislegu aðhaldi innan Hitaveitu Suðurnesja sé stefnt í uppnám og almannahags- munir verði fyrir borð bornir. Svandís telur að stjórn Orkuveitu ríkisins beri að beita sér í þágu almenn- ings. Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að umræðu milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu en gangi ekki kaupum og sölum á hlutabréfa- markaði. Leggst gegn einkavæðingu Kjarnorkuúrgangur sem helltist niður, sprungin rör, eldur og vatnsleki eru dæmi um nokkur af þeim fimmtíu vandamálum sem uppgötvuðust í stærsta kjarnorku- veri heims, Kashiwazaki-Kariwa, eftir að stór jarðskjálfti reið yfir í norðurhluta Japans á mánudag- inn. Greint var frá vandamálunum í gær sem voru öll minni háttar að sögn talsmanns fyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Jarðskjálftinn mældist 6,6 stig á Richter og upptök hans voru við strönd Niigata sem er 260 kíló- metra norðvestur af Tókýó. Níu létust og 47 slösuðust alvarlega. Allir hinir látnu voru á áttræðis- eða níræðisaldri. Hinn mikli fjöldi vandamála og það hversu seint TEPCO greindi frá þeim hefur vakið ugg um að öryggi í kjarnorkuverum í Japan sé ábótavant, bæði vegna fjölda slysa, sem sum hefur verið reynt að hylma yfir, og að þau séu við- kvæm fyrir jarðskjálftum. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, gagnrýndi TEPCO harðlega í fjölmiðlum í gær. „Þeir gáfu of seint út aðvörun. Ég hef sent strangar leiðbeiningar um að aðvaranir í svona tilvikum þurfi að gefa út skjótt og af alvöru.“ Abe sagði að þeir sem bæru ábyrgð ættu að iðrast. Bilanahrina í kjarnorkuveri Frumvarpið um Ríkisútvarpið frá síðasta þingi verður rætt á fundi úkraínskrar sendinefndar með fulltrúum menntamálanefndar í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir um óformlegan spjallfund að ræða. „Þetta er hópur sérfræðinga á sviði fjölmiðlunar í Úkraínu sem hefur lýst yfir áhuga á að hitta þá sem hafa fjallað mest um málefni íslenskra fjölmiðla,“ segir hann. „Frumvarpið um Ríkisútvarpið og fjölmiðlafrumvarpið fræga verður meðal annars rætt á þessum fundi. Ég held þeir hafi meiri áhuga á að læra af okkur en við af þeim.“ Úkraínumenn ræða um RÚV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.