Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 39
Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur nokkurs konar „best of“ kvöld á Gauki á Stöng í kvöld. Sveitin ætlar að spila lög með fjórum uppáhalds- hljómsveitum sínum, Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Verður meiri áhersla lögð á Pink Floyd en venjulega. Dúndurfréttir eru í fantaformi um þessar mundir. Skemmst er að minnast tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll þar sem hún spilaði plötuna The Wall með Pink Floyd í heild sinni ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands við frábærar undir- tektir. Fyrir skömmu spiluðu þeir félagar síðan í Valaskjálfi á Egils- stöðum og voru móttökurnar ekki síðri. „Þetta var þvílíka stuðið,“ segir söngvarinn Matthías Matthí- asson. „Þetta gaf nánast Höllinni ekkert eftir. Þetta var ótrúlegt. Ég hef varla spilað svona skemmtilegt gigg lengi fyrir færri áhorfendur.“ Framundan hjá Dúndurfréttum eru tónleikar á landsbyggðinni, þar á meðal á Akureyri. Einnig ætlar sveitin að halda stóra tónleika síðar á árinu þar sem lög Eagles verða í fyrirrúmi, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Spila blöndu af því besta Fulltrúar frá barnaverndar- yfirvöldum í Malaví eru á leiðinni til Bretlands þar sem þeir hyggjast rannsaka hjónaband poppdrottningar- innar Madonnu og leikstjór- ans Guys Ritchie. Niður- staðan mun ráða því hvort hjónin fái að ættleiða David Banda. Ættleiðingin vakti mikla athygli á sínum tíma og var talið að Mad- onna hefði brotið lög þegar hún fór til Malaví og kom heim með David. Faðir drengsins sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir ættleið- ingunni og yfirvöld töldu söng- konuna hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Yfir fimmtíu mann- réttindahópar mótmæltu þessari aðferð Madonnu en hún stóð föst á sínu og sagðist ekkert rangt hafa gert. David og Madonna fóru síðar til Bretlands þar sem strákurinn hefur búið í góðu yfirlæti en nú er komið að úrslitastundu. Fulltrúar barnaverndaryfir- valda Malaví ætla að skoða hjóna- band Guy og Madonnu ofan í kjöl- inn og verða þau spurð fjölmargra erfiðra spurninga um sambúð sína. Malaví er samkvæmt breska blaðinu The Sun mjög íhaldssamt land sem hefur horn í síðu áfeng- isdrykkju, lyfjanotkunar og skiln- aða. Hjónaband skötuhjúanna hefur verið þó nokkuð á milli tann- anna á bresku slúðurpressunni sem hefur margoft spáð því að það sé að fara í hundana. Sögusagnir um framhjáhald hafa verið nokk- uð lífseigar en svo virðist sem þau Guy og Madonna hafi staðið storm- viðrið af sér. Ef einhverjir maðkar eru í mysunni munu barnavernd- aryfirvöldin vafalítið koma auga á það því þau hafa í hyggju að dvelja á heimili þeirra í heila viku og vera með þeim í allt að fimm stundir á dag. Madonna hefur lýst því yfir að hún sé hvergi nærri hætt ættleið- ingum og vilji ólm ættleiða afr- ísku stelpuna Grace. Madonna á fyrir dótturina Lourdes með einka- þjálfaranum Carlos Leon og Rocco með Guy en þau hafa verið gift í sjö ár. Djasskvartettinn Bonsom er á leiðinni í stutta tónleikaferð sem hefst í Krákunni á Grundarfirði í kvöld. Annað kvöld spilar kvart- ettinn í Deiglunni á Akureyri og á föstudags- og laugardagskvöld spilar hann á Mývatni. Bonsom er að fylgja eftir samnefndri plötu sinni sem kom út um miðjan síðasta mánuð. Að sögn bassaleikarans Þor- gríms Jónssonar hafa þeir félagar undanfarið verið að fikra sig í átt að rokki og þjóðlagatónlist og má því búast við skemmtilegri tónlistar- blöndu á væntanlegum tónleikum. Vertu með frá byrjun Við leitum að kraftmiklu og hressu fólki sem vill takast á við áskorun í starfi. Starfið felur í sér að veita viðskiptavinum NOVA ráðgjöf í tengslum við hina nýju 3G þjónustu fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á gott og skemmtilegt starfsumhverfi hjá nýju og spennandi fyrirtæki. NOVA er nýtt 3G félag sem mun bjóða nýja tegund farsíma- og netþjónustu síðar á þessu ári. 3G mun breyta með hvaða hætti fólk á í samskiptum, miðlar upplýsingum og afþreyingu. Vilt þú takast á við nýja og skemmtilega hluti að loknu sumarfríi og ganga til liðs við NOVA? NOVA · Sætúni 8 · 105 Reykjavík · Sími 517 6660 · nova.is Verslanir NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í verslanir. Hæfniskröfur Lífsgleði og jákvætt viðhorf. Góð tölvukunnátta. Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar á nova.is Sölu- og þjónustuver NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í sölu- og þjónustuver. Vinnutími Unnið er á vöktum. Í boði er fullt starf og hlutastarf. Nýir starfsmenn munu fá yfirgripsmikla þjálfun áður en þeir hefja störf. Áhugasamir sendi inn ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf á netfangið nova@nova.is fyrir 1. ágúst nk. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVERVINNUR 3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA! SMS LEIKUR ÞESSAR 8 KONUR MUNU HITTA 1 BRJÁLAÐAN MANN FRUMSÝND 18.07.07 SENDU SMS J A DPF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! FLOTTIR AUK AVINNINGAR Í BOÐI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.