Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 6
Flak björgunarþyrlunnar TF-
SIFJAR er nú geymt í flugskýli á
vegum Rannsóknarnefndar flug-
slysa (RNF) eftir að því var bjarg-
að í land aðfaranótt þriðjudags.
RNF hefur tekið yfir forræði yfir
flakinu af Landhelgisgæslunni
(LHG) og vinnur að frumrannsókn
slyssins. Forstjóri LHG segir gott
veður og nálægð björgunarskips
hafa skipt sköpum við björgun
áhafnarinnar. Áhöfnin komst út úr
vélinni áður en henni hvolfdi í sjón-
um. Eitt flotholt vélarinnar sprakk
með þeim afleiðingum að henni
hvolfdi.
Þyrlan þurfti að nauðlenda í sjó
út af Straumsvík. Fjögurra manna
áhöfn bjargaðist, og komst hún úr
úr vélinni af eigin rammleik. Orsak-
ir slyssins eru ókunnar en talið er
að hún hafi misst vélarafl þar sem
hún var að æfingum ásamt Björg-
unarsveit Hafnarfjarðar. Flugstjór-
inn neyddist til að lenda þyrlunni í
sjónum og var áhöfninni bjargað
um borð í björgunarskipið Einar
Sigurjónsson, sem var við æfing-
arnar.
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, segir að gott
veður á slysstað og nálægð björg-
unarskipsins hafi skipt sköpum í
björgun áhafnarinnar. „Til allrar
lukku komust þeir líka út úr
þyrlunni áður en henni hvolfdi í
sjónum. Það er alveg ljóst að
reynsla og þjálfun þessara manna
varð til þess að þeir brugðust við
aðstæðum eins faglega og í mann-
legu valdi stóð.“ Georg segir að
allar líkur séu á að öll áhöfn vélar-
innar komi til fyrri starfa hjá
LHG.
Forsvarsmenn Björgunarsveit-
arinnar í Hafnarfirði telja mikla
mildi að hífingar yfir björgunar-
skipinu stóðu ekki yfir þegar
óhappið varð. Um tíu manns voru
um borð og hætt hefði verið við
slysi á mönnum hefði æfingin verið
lengra komin, að þeirra mati.
Sigurður Heiðar Wiium, flug-
stjóri á TF-SIF, segir að áhöfninni
allri líði vel. „Þetta fór allt vel og
við erum allir við hestaheilsu. Við
erum búnir að tala saman og það
verður framhald á því næstu daga.“
Sigurður segir að áhöfnin hafi feng-
ið áfallahjálp fljótlega eftir slysið.
„Það er full ástæða til því hver ein-
staklingur tekur atburðum sem
þessum á misjafnan hátt.“
Þorkell Ágústsson, forstöðumað-
ur RNF, segir að vettvangsrann-
sókn sé að ljúka og þá taki við frum-
rannsókn. Hljóðriti vélarinnar
verður sendur til Bretlands eða
Kanada þar sem gögn hans verða
lesin.
Komust úr þyrlunni
áður en henni hvolfdi
Áhöfn TF-SIFJAR náði að komast út út þyrlunni áður en henni hvolfdi í sjón-
um við Straumsvík. Það skipti sköpum í björgun þeirra ásamt góðu veðri og
nálægðar björgunarskips. Rannsókn slyssins stendur yfir. Áhöfninni líður vel.
Ertu ánægð(ur) með mótmæla-
aðgerðir Saving Iceland?
Hefur þú farið í tívolíið við
Smáralind í sumar?
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„Strákarnir þurfa að æfa mikið.
Með vissu millibili þurfa allir að
æfa björgun í fjalllendi, hífingar
úr skipi og björgunarbátum og úr
sjó,“ segir Halldór Nellet, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land-
helgisgæslunnar (LHG). „Á vet-
urna æfum við svo sérstaklega
hífingar með nætursjónaukum.“
Halldór segir að eftir að þyrlum
LHG var fjölgað úr tveimur í fjór-
ar, í kjölfar brottfarar þyrlusveit-
ar varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, hafi æfingum eðlilega
fjölgað. Nú starfa fjórtán flug-
stjórar hjá LHG, stýrimenn/sig-
menn eru tíu og
flugvirkjar/spil-
menn eru fimm
alls.
Halldór nefnir
dæmi um vikuleg-
ar æfingar með
Slysavarnafélag-
inu Landsbjörgu,
eins og þá sem
stóð yfir þegar
TF-SIF þurfti að nauðlenda í sjón-
um út af Straumsvík á mánudags-
kvöld. „Áhafnirnar fara á tveggja
ára fresti til Skotlands og fá þjálf-
un í að yfirgefa þyrlu sem hefur
nauðlent í sjó. Um er að ræða
þyrlulíkan sem sett er í stóra sund-
laug og þar æfa menn hvernig þeir
eiga að koma sér út úr vélinni, ef
hún lendir í vatni.“
Halldór segir alla sem starfa við
björgunarstörf þurfa að vera vel á
sig komna andlega og líkamlega.
Sigmenn LHG, sem margir eru
einnig kafaramenntaðir, þurfa að
fara í regluleg þrekpróf til að
halda réttindum sínum. „Menn
þurfa að vera í góðu jafnvægi til
að mæta þeim aðstæðum sem
kunna að bíða þeirra.“
Æfa undankomu úr þyrlu í sjó
N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS
ER BÍLLINN
KLÁR Í FRÍIÐ?
ALLT A
Ð
10% A
FSLÁTT
UR!
Safnko
rtshafa
r fá 3%
afslátt
í form
i punk
ta.
Viðskip
takorts
hafar f
á 7% a
fslátt,
auk 3%
í form
i Safnk
orts-
punkta
– sam
tals
10% af
slátt.
Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól-
barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið.
Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588
Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700
Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710
Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470
Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188
Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538
Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777
Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080
Sumarbústaðaeigendur í
Grímsnes- og Grafningshreppi
eru beðnir um að nota vatn
sparlega og vökva í hófi. Jón G.
Valgeirsson sveitarstjóri segir að
vatnsbólin séu ekki að þorna upp.
„Vandamálið er hins vegar
topparnir í vatnsnotkuninni á
vissum tíma dagsins. Dælur hafa
að vísu undan en það má ekki
mikið út af bregða. Það er eins og
allir séu með úðara stöðugt í
gangi á flötinni hjá sér.“ Jón
mælir með því að sleppa því að
vökva á álagspunktum eins og
seinni tíma dags þegar fólk er að
elda. Frekar ætti að vökva
snemma dags.
Beðnir um að
spara vatn
„Dóttir mín er búin að gráta sig í svefn
kvöld eftir kvöld og hvers vegna?“ spyr Kristjana
Margrét Svansdóttir, eigandi hundsins Lúkasar.
Kristjana undrast hegðan þeirra sem lugu því til á
spjallrásum að Helgi Rafn Brynjarsson hefði drepið
hundinn hennar á grimmilegan máta. Þeir hafi jafnvel
gengið svo langt að staðfesta söguna hjá lögreglu.
„Ég er löngu búin að fá ógeð á þessu. Ég skil ekki
fólk sem er það sjúkt að hafa ekkert betra að gera en
að eltast við fólk sem er búið að týna hundinum
sínum,“ segir hún. Hundurinn Lúkas sást, sem kunn-
ugt er, á Hlíðarfjalli í fyrradag, en hefur enn ekki
verið klófestur.
„Þeir eru búnir að hafa alla að fífli. Lögreglan er
meira að segja búin að kafa eftir hundinum. Og þvílík
mannorðssverting fyrir strákinn [Helga]. Það er búið
að reka hann úr vinnu en ég ætla að vona að vinnan sjái
sóma sinn í að ráða hann aftur,“ segir hún.
Kristjana ætlar að hafa samband við Helga þegar
frá líður. „En ég ætla að leyfa honum að anda svolítið
fyrst.
Búnir að hafa alla að fífli