Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 43
Mið. 18. júl. 07 - kl. 19.15
Ísland - Noregur
Laugardalsvöllur
Fös. 20. júl. 07 - kl. 19.15
Ísland - Danmörk
Kópavogsvöllur
Mán. 23. júl. 07 - kl. 16.00
Ísland - Þýskaland
Grindavíkurvöllur
KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. isKIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU.
ÁFRAM ÍSLAND!
VIÐ STYÐJUM STELPURNAR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
/
0
7-
98
1
Sættir hafa náðst á milli
forystumanna ÍA og Keflavíkur
vegna atviksins sem átti sér stað í
leik liðanna í Landsbankadeildinni
þann 4. júlí síðastliðinn og þeirrar
viðbragða og ummæla sem áttu
sér stað í kjölfar leiksins. Knatt-
spyrnusamband Íslands mun ekki
refsa félögunum fyrir sinn þátt í
uppákomunni sem varð eftir leik-
inn, þar sem miklar deilur áttu sér
stað við búningsklefa leikmanna. Í
tilkynningu frá KSÍ segir að mál-
inu sé lokið af hálfu sambandsins.
Geir Þorsteinsson, formaður
KSÍ, beitti sér fyrir sáttum í mál-
inu og fagnar þeirri niðurstöðu
sem nú hefur verið náð. Spurður
um af hverju þessi leið hafi verið
farin sagði Geir að hann teldi hana
hafa verið besta fyrir knatt-
spyrnuna í landinu. „Við erum
allir félagar í knattspyrnuhreyf-
ingunni en stundum kastast í kekki
og þá er það mitt hlutverk að ná
sáttum,“ sagði Geir en vildi ann-
ars lítið tjá sig um málið og vísaði
í yfirlýsingu. Spurður að því hvort
atvikin sem áttu sér stað eftir leik
væru ekki refsiverð sagðist Geir
ekki geta tjáð sig um einstaka
málsatvik en bætti við að um væri
að ræða mjög sérstakt tilfelli.
„Margt af því sem þarna kemur
upp er ekki skráð í lög og reglu-
gerðir en ljóst er að málið hafði
mjög neikvæð áhrif fyrir ímynd
íslenskar knattspyrnu. Við teljum
þessa lausn vera þá bestu fyrir
íslenska knattspyrnu.“
Í yfirlýsingu KSÍ kemur fram
að sambandið telur markið
umdeilda, sem Bjarni Guðjónsson
skoraði, ekki samræmast heiðar-
legum leik. KSÍ harmar að það
hafi ráðið úrslitum í leiknum og
fer fram á það við leikmenn Knatt-
spyrnufélags ÍA að slíkt endurtaki
sig ekki. Jafnframt hvetur KSÍ
leikmenn, forystumenn og stuðn-
ingsmenn liða til þess að halda
vöku sinni og standa vörð um heið-
arlegan leik.
ÍA og Keflavík verður ekki refsað
ÍA og Keflavík sendu frá
sér sameiginlega yfirlýsingu í
gær sem markar endalok málsins
af þeirra hálfu. Málalyktirnar
eru eftirfarandi:
„Í heiðarlegum leik felst að
keppendur komi fram af dreng-
lyndi og sýni mótherjum
virðingu. Sannur keppnisandi
verður ávallt að grundvallast á
heiðarlegum leik innan sem utan
vallar. Seinna mark ÍA gegn
Keflavík í Landsbankadeild karla
4. júlí sl. var ekki í samræmi við
þau gildi sem heiðarlegur leikur
grundvallast á. Þetta harmar
Knattspyrnufélag ÍA og biðst
afsökunar á því.
Bæði félög munu leggja
áherslu á að standa vörð um þau
heilbrigðu gildi sem íslensk
knattspyrna byggir á með
heiðarlegum leik um leið og þau
harma óviðeigandi viðbrögð og
ummæli í kjölfar leiksins.
Við forystumenn félaganna,
Örn Gunnarsson varaformaður
rekstrarfélags ÍA og Rúnar
Arnarson, formaður knattspyrnu-
deildar Keflavíkur, staðfestum að
sú óeining sem varð á milli
félaganna í kjölfar ofangreinds
marks 4. júlí sé úr sögunni.“
ÍA biðst
afsökunar
Franski vængmaðurinn
Ludovic Giuly hefur skrifað undir
samning við Roma á Ítalíu og
kemur til liðsins fyrir um 300
milljónir króna frá Barcelona.
Brottför Giulys rennir stoðum
undir að Eiður Smári Guðjohnsen
verði áfram í herbúðum spænska
félagsins, enda fækkar sífellt
þeim leikmönnum sem geta leyst
af Thierry Henry og Samuel
Eto´o í fremstu víglínu liðsins.
Giuly skrifaði undir þriggja ára
samning við Roma en hann er 31
árs gamall. Giuly skoraði 20 mörk
á þriggja ára ferli sínum með
Barca.
Giuly til Roma