Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 23
Tilvalið er að finna sér falleg-
an blett í náttúrunni og borða
nesti þegar farið er í fríið.
Ævintýri fyrir börnin.
Allir landsmenn virðast á far-
aldsfæti. Heilu hjarðirnar af
ferðamönnum með húsbíla, felli-
hýsi, tjaldvagna eða bara tjaldið
í skottinu streyma út fyrir borg-
ar- og bæjarmörk. Eitthvað þarf
allt þetta fólk að borða og oftar
en ekki er stoppað í einhverjum
af hinum fjölmörgu vegasjopp-
um sem standa við þjóðveginn.
Vandamálið er að sjoppurnar
bjóða fæstar upp á hollan mat og
er hamborgarinn og frönsku
kartöflurnar algengasti kostur-
inn sem valinn er á matseðlin-
um.
Í staðinn fyrir að stoppa á
bensínstöðvarplani er alltaf
hægt að finna sér fallegan blett,
setjast niður og borða nesti. Af
slíkum blettum er nóg og þó svo
það þurfi aðeins að fara út af
hringveginum þá margborgar
það sig.
Nestið þarf ekki að vera flókið.
Kaffibrúsi, kókómjólk og Svali,
ávextir, jógúrt og kexpakki, sam-
lokur með osti, skinku, hangi-
kjöti, salati og sósu að eigin
vali.
Með þessu móti verður ferða-
lagið ekki bara til að komast frá
A til B heldur líka skemmtun í
sjálfu sér. Leitina að fullkomna
nestisstaðnum má setja upp sem
fjarsjóðsleit fyrir börnin sem
einnig verða mun ánægðari með
að fá að borða úti þar sem þau
geta hlaupið og leikið sér án þess
að trufla aðra veitingahúsagesti.
Bílferðin langa verður því að eins
konar afsökun fyrir ævintýri.
Svo er samlokan einnig mun
hollari en franskar kartöflur með
kokkteilsósu.
Afsökun fyrir ævintýri
Upplýsingasíða um Svarta-
skóg nú á íslensku.
Vefsíðan svartiskogur.de er ný
vefsíða með upplýsingum um
Svartaskóg fyrir ferðamenn
frá Íslandi. Þar eru upplýsing-
ar sem eiga að auðvelda ferða-
mönnum að skipuleggja ferða-
lagið. Þar er hægt að finna
gistingu, veitingastaði, menn-
ingaratburði og margt fleira.
Einnig eru skráðar um 40
gönguferðir um skóginn auk
upplýsinga um dagsferðir um
svæðið. Svartiskógur er góður
viðkomustaður fyrir þá sem
vilja ganga, hjóla eða skíða.
Þar að auki er þar hinn þekkti
háskólabær Freiburg, sem er
litríkasta og hippalegasta
borgin í Þýskalandi. Baden-
Baden er einnig við Svarta-
skóg og er þekkt fyrir heilsu-
lindir og spilavíti.
Iceland Express flýgur til
borganna Basel and Friedrich-
shafen sem báðar eru í
nágrenni við Svartaskóg.
Gönguferð í Svartaskógi
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is