Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 22
B&L býður nú BMW 325 xi
Prestige Edition 2007. Bíllinn
er fjórhjóladrifinn og með
skíðapoka.
BMW framleiðir frábæra bíla. Um
það verður ekki deilt. Grunngerð-
ir þeirra eru í þokkabót ekki svo
dýrar. Vandamálið er hins vegar
að þá er maður að kaupa svo mikla
grunngerð að búast má við því að
fá bílinn í flötum pappakassa
ásamt leiðbeiningabæklingi og
sexkanti. Allt sem kallast getur
aukabúnaður er ekki inni í verðinu
og allur búnaður kostar aukalega.
Þannig er verðið fljótt að hækka.
Til að reyna að halda verðinu
niðri hefir B&L keypt nokkra
BMW 3-línu bíla í svokallaðri
Prestige Edition 2007 útgáfu. Bíl-
unum fylgir ákveðinn pakki af
aukabúnaði og þar sem ekki þarf
að púsla hverjum bíl saman sér-
staklega að ósk kaupanda eru þeir
ódýrari.
Bílarnir eru af gerðinni 325 xi
og 330 xi, með 2,5 lítra 218 hest-
afla vél eða 3,0 lítra vél sem skilar
258 hestöflum. Aukabúnaðurinn
er af ýmsum toga, misgagnlegur,
en helst ber að nefna xDrive-fjór-
hjólabúnað BMW. Það sem gerir
þennan tæplega sex milljón króna
bíl hins vegar að reyfarakaupum
er að skíðapoki fylgir bílnum…
En snúum okkur að bílnum sjálf-
um. Helsti kostur og um leið helsti
galli 3-línunnar er hversu þungur
hann virkar á hægum hraða en
stöðugur á meiri hraða. Hann er
tiltölulega þungur í stýri sem
gefur frábæra aksturseiginleika
þegar komið er upp fyrir 70 km/
klst en í bæjarumferðinni er hann
einfaldlega of þungur. Hann er
svolítið eins og Ronaldo, of þung-
ur en þegar hann er kominn á
skrið gerast töfrarnir.
Bíllinn liggur á götunni eins og
fuglaskítur á framrúðu. Fjórhjóla-
drifið gerir bílinn einungis betri á
þessu sviði og er xDrive ótvíræð-
ur kostur þegar vetra tekur (þó
svo að miðað við veðurfarið und-
anfarið megi ekki búast við því að
hitinn falli niður fyrir 10°C í
vetur).
Það er erfitt að dæma Prestige
Edition á einfaldan hátt. Auðvelt
er að mynda ástar-haturs sam-
band við bílinn því maður vill
halda í aksturseiginleikana en á
sama tíma gerir hann mann grá-
hærðan í miðbæjarumferðinni.
Hvað sem því líður þá fær maður
að minnsta kosti skíðapoka í kaup-
bæti og um hvað meira getur
maður beðið?
Skíðabíllinn BMW 325xi
Toyota Rav4 með
bestu auglýsinguna
Listi yfir bestu og snjöllustu
bílaauglýsingarnar í heimi
Listi yfir sex bestu bílaauglýsing-
arnar hefur verið settur inn á
Time Online og þar trónir efst á
toppnum auglýsing með Rav 4 þar
sem hjónabandserjur eru í fyrir-
rúmi.
Auglýsingin sýnir par sem beit-
ir öllum tiltækum ráðum til að
hafa heimilisbílinn, sem er af
gerðinni Rav 4, út af fyrir sig, og
veigrar sér ekki við að koma
hinum aðilanum fyrir kattarnef.
Varla er skrítið að auglýsingunni
skuli hafa verið líkt við kvikmynd-
irnar Mr. and Mrs. Smith (2005) og
War of the Roses (1989).
Auglýsing með Mercedes E-
Class er í öðru sæti og Honda
Accord-auglýsing í því þriðja.
Citroën-auglýsingin góða þar sem
Citroën C4 bifreið umbreytist í
vélmenni, er í fjórða sæti. Hún
þótti á sínum tíma ekki aðeins góð
kynning fyrir bifreiðina sjálfa
heldur Transformers-myndina
sem væntanleg er hingað til lands
í ágúst.
Skoda Octavia með feitlagna
fimleikakappanum er í fimmta
sæti og loks stórskemmtileg Skoda
Fabie auglýsing þar sem köku-
gerðarmenn búa til sælgætisút-
gáfu af bifreiðinni.
Hægt er að lesa sér til um og
skoða auglýsingarnar á www.
driving.timesonline.co.uk.
Alfa Romeo ætlar sér að hætta
framleiðslu á Alfa 147 og koma
með tvo nýja bíla í staðinn.
Alfa Romeo ætlar sér að leysa
Alfa 147 af með tveimur nýjum
bílum, Alfa Junior og Alfa 149.
Þetta gerir fyrirtækið til þess að
ná til stærri hóps kaupenda.
Alfa Junior verður tveggja dyra
hlaðbakur sem ætlað er að höfða
til fólks á aldrinum 18 til 30 ára.
Útlit bílsins verður byggt á 8C
Competizione og því má búast við
mjög aggressívu útliti. Bíllinn
verður fáanlegur með 95 og allt
upp í 230 hestafla vél.
Alfa 149 verður aftur á móti
fimm dyra hlaðbakur byggður á
grind Fiat Bravo. Hann mun verða
töluvert dýrari en Junior og sömu-
leiðis betur búinn og með 149 upp
í 265 hestafla vél.
Ný tvenna Alfa
Romeo