Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 40
Fimm sterkir leikmenn
Framara eru meiddir og er
þjálfari liðsins í leit að liðsstyrk.
Ólafur Þórðarson sagði við
Fréttablaðið í gær að vel kæmi til
greina að semja við framherjann
Henry Nwosu, sem hefur verið til
reynslu hjá félaginu um hríð.
„Daði Guðmundsson, Hjálmar
Þórarinsson, Hans Mathiesen,
Patrick Redo og Theodór
Óskarsson eru allir meiddir. Það
er ekkert launungarmál að allir
þessur leikmenn væru nálægt
byrjunarliðssæti þrátt fyrir að
vissulega eigi enginn víst sæti,“
sagði Ólafur, en auk þess meidd-
ist Norðmaður sem var til reynslu
hjá liðinu og sneri til síns heima.
Fram tapaði fyrir Val í deild-
inni á mánudag og er í næst-
neðsta sæti með átta stig.
Fimm sterkir á
sjúkralistanum
KR-ingar hafa fengið
Ágúst Björgvinsson, þjálfara
Íslandsmeistara Hauka í kvenna-
flokki síðustu tvö ár, til þess að
vera aðstoðarþjálfari Benedikts
Guðmundssonar hjá Íslandsmeist-
urum KR í Iceland Express deild
karla á komandi tímabili.
„Það heillar mig við KR-liðið að
það hefur alla burði til þess að
vinna titla í vetur. KR-ingar eru
ríkjandi meistarar og ég þekki það
mjög vel að þjálfa meistaralið. Það
vilja allir vinna meistarana og
menn þurfa að leggja enn þá meira
á sig en þegar liðið vann titilinn í
fyrsta skipti,“ segir Ágúst Björg-
vinsson sem hætti með kvennalið
Hauka í vor eftir þrjú farsæl ár.
Benedikt Guðmundsson gerði
KR að Íslandsmeisturum í fyrsta
sinn í sjö ár í vor og í kjölfarið á
því er KR að fara í Evrópukeppn-
ina í fyrsta sinn í 17 ár. Það er því
viðburðarríkur vetur framundan.
„Ég hitti Gústa á Landsmótinu
og viðraði þessa hugmynd við
hann um hvort að hann kæmi ekki
og myndi þjálfa yngri flokka hjá
okkur og yrði síðan aðstoðarþjálf-
ari hjá mér í meistaraflokki karla.
Hann tók strax vel í það. Við
höfum unnið saman áður og það
var frábært að hafa hann þá. Hann
er þvílíkt duglegur og metnaðar-
fullur. Ég pressaði því svolítið á
hann að taka þennan slag með
mér,“ segir Benedikt og bætir við:
„Gústi er búinn að gera þvílíka
hluti með kvennalið Hauka og
maður sá það þegar hann var með
mér í yngri landsliðunum á sínum
tíma að hann yrði hörku þjálfari.
Mér líst gríðarlega vel á að fara að
vinna með honum aftur,“ segir
Benedikt sem segir þá félaga enn
eftir að skipta verkum á milli sín.
„Við erum ekki búnir að negla
niður nákvæma starfslýsingu
ennþá,“ segir Benedikt.
Ágúst segir málin hafa þróast á
annan hátt en að hann áætlaði í
upphafi sumars. „Ég ætlaði mér
að komast út og þjálfa erlendis. Ég
lét Haukaliðið af hendi til þess að
freista þess að komast út en þegar
það kom í ljós í byrjun júlí að ég
færi ekki út þá höfðu KR-ingarnir
samband við mig. KR er stór
klúbbur og eina íslenska liðið sem
er að fara að keppa í Evrópu-
keppni á næsta ári. Það heillaði
mig mjög mikið,“ segir Ágúst.
„Við erum mjög ánægðir. Þetta
er stór áfangi fyrir okkur að vera
búnir að fá Gústa inn í núverandi
þjálfarateymi. Við erum með
Benna og Inga og fáum hann núna
sem þriðja mann. Það er mikið af
krökkum að æfa og við viljum
bjóða upp á það besta. Við leggjum
mjög mikla áherslu á að vera með
öflugasta yngri flokka starfið á
landinu,,“ sagði Böðvar Guðjóns-
son, formaður Körfuknattleiks-
deildar KR.
Ágúst hefur verið kosinn besti
þjálfari Iceland Express deildar
kvenna undanfarin þrjú tímabil.
Undir hans stjórn vann Haukalið-
ið alla titla í boði á síðasta tíma-
bili.
„Ég kynntist Benna þegar ég
var aðstoðarþjálfari hans í ungl-
ingalandsliðinu í tvö ár. Hann er
frábær þjálfari og það verður
gaman að vinna með honum aftur.
Við erum svo ólíkir á margan hátt
og höfum ólíkar áherslur í þjálfun.
Við erum samt mjög góðir félagar
og eigum örugglega eftir að ná
mjög vel saman, erum með aðeins
öðruvísi aðferðir en markmiðin
okkar eru mjög lík,“ segir Ágúst
sem býst við að leikgreina KR og
mótherja þess líkt og hann gerði
sem aðstoðarþjálfari hjá lithá-
enska liðinu Lietuvos Rytas.
„Ég hef mikla reynslu af alls-
konar vídeóklippingum sem ég
vann við í Litháen og lærði mikið
að kryfja bæði mitt eigið lið og
andstæðinginn. Ég veit að það er
eitthvað sem verður á mínum
snærum en það á síðan eftir að
koma í ljós hvar Benni vill nota
mig mest og hvar hann vill fá
mestu hjálpina. Finnur Stefánsson
er líka þarna fyrir þannig að þetta
verður hörkuteymi,“ sagði Ágúst.
Íslandsmeistarar KR ætla sér stóra hluti í körfuboltanum og til marks um það hafa þeir fengið Ágúst Björg-
vinsson, þjálfara Íslandsmeistara Hauka í kvennaflokki síðustu tvö ár, til þess að aðstoða Benedikt Guð-
mundsson næsta vetur en þá fer liðið meðal annars í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sautján ár.
Þetta gæti verið eitthvað rugl með mig