Fréttablaðið - 18.07.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 18.07.2007, Síða 2
 Eigandi fyrirtækis við Skúlagötu segir sendibíla pítsastaðarins Dominos við götuna vera undanþegna bílastæðagjöldum. Röðum af Dominos- bílum sé lagt ólöglega við stöðumæla á Skúlagötunni, en bílar annarra sem leggja í stæðin fái sektarmiða. Kristján Olgeirsson, sem rekur útflutningsfyrir- tæki við Skúlagötu, lagði bílnum sínum ólöglega við hliðina á Dominos-bílunum til að sjá hvort hann fengi sekt. „Ég gerði það bara í illsku minni að leggja hérna bílnum til að sjá hvað mundi gerast,“ segir Kristján. Ljósmyndir sem hann tók sýna að bíll hans hafi einn fengið sektarmiða. Kristján segist oft sjá stöðu- mælaverði koma út með nýjar pítsur í kassa. Hann segist þó ekki geta sannað að þarna hafi mútur verið þegnar. „En maður getur rétt ímyndað sér,“ segir Kristján. „Ég skal glaður sýna stöðumæla- sektirnar sem við höfum fengið,“ segir Hrafn Stefánsson, rekstrar- stjóri Dominos. „Við erum með föst stæði í bílastæðahúsi hér rétt hjá, sem við greiðum af mánaðarlega fyrir alla bíla nema einn, sem við höfum eitt einkastæði undir hér fyrir framan.“ Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að í þessu tilviki hafi Dominos- menn ætlað að fjarlægja bílana áður en stöðumæla- vörður hóf að skrifa sektina. Kristján hafi einnig kvartað yfir að fá ekki eitt einkastæði eins og Dominos. „Við erum hætt að leigja einkastæði við götur,“ segir Kolbrún. „Það er alveg spurning hvort við tökum okkur til, ef það eru einhverjar nágrannaerjur, og segjum upp einkastæði Dominos. Við erum svo sem í fullum rétti.“ Kolbrún vísar ásökunum um mútur til föðurhús- anna. „Hann var að ýja að því að við værum á fríum pítsum. Ég borða ekki einu sinni Dominos pítsur. Við höfum stundum keypt mat í vinnunni og hann hefur aldrei verið frá Dominos.“ Kolbrún segir ekkert fyrirtæki fá sérmeðferð. „Ef ég borga ekki í stæði þá ber vörðunum að skrifa á mig. Ég borga reyndar alltaf í stæði, en ég veit að fyrri framkvæmdastjóri lenti í því. Hann fékk sektarmiða og gerði sér ferð í afgreiðsluna og borgaði hjá gjaldkeranum. Þannig að það eru allir jafnir hjá okkur.“ Stöðumælaverðir sem Fréttablaðið ræddi við segja að þeim séu oft boðnar mútur, þá yfirleitt í formi matvæla. Þeir hafi þó sjálfir aldrei þegið slíkt. Segir stöðumæla- verði hlífa Dominos Eigandi fyrirtækis við Skúlagötu segir stöðumælaverði sleppa því að sekta sendi- bíla Dominos. Hann grunar að stöðumælavörðum sé mútað með pítsum. „Ég borða ekki einu sinni Dominos pítsur,“ segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings bjuggu sig í gær undir langan og strangan þingfund um Íraksmál- ið, sem standa átti alla nóttina. Reiknað er með endanlegri atkvæðagreiðslu í deildinni í dag. Demókratar, sem hafa nauman meirihluta í deildinni, höfðu einsett sér að fá samþykkt lög um að brotthvarf bandaríska hersins frá Írak hefjist eftir 120 daga og síðasti hermaðurinn verði farinn í apríl á næsta ári. Sams konar frumvarp var samþykkt í fulltrúadeild fyrir stuttu, en George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagst staðráðinn í að beita neitunar- valdi sínu. Næturfundur um Íraksmálið Áætlaður heildar- kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fyrirhugaðra heræfinga í ágúst er 45 milljónir króna. Greiðslur vegna uppihalds erlendra hermanna eru töluverð- ur hluti fjárins. Einnig þarf að lag- færa ýmsan búnað við Keflavíkur- flugvöll, svo sem þotugildrur, víra sem stöðva orrustuþotur, nái þær ekki að hemla. „Þetta sáu Ameríkanarnir um áður, en við þurfum að gera það núna,“ segir Arnór Sigurjónsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins við æfingarnar. Við æfingar verða tæplega 300 manns og eru þær því mun minni í sniðum en þær sem bandaríski herinn hélt áður hér á landi. „Við Norðurvíkings æfingarn- ar var allt varnarliðið, sem var 3000 manns, plús sjö til átta hundruð menn sem komu sérstak- lega frá Bandaríkjunum,“ segir Arnór. „Loftvarnahluti æfinganna fer fram frá Keflavík og verður suð- vestur af landinu, yfir hafi, í tvo daga. Þrettán flugvélar og þyrlur taka þátt í henni,“ segir Arnór. Hin æfingin, gegn hryðjuverk- um, verður einnig starfrækt frá Keflavík. Hluti hennar fer líklega fram utan Keflavíkur samtímis, en ekki hefur verið ákveðið hvar. Hugsanlegur óvinur á æfingunum er óskilgreindur, enn sem komið er. Heræfingar kosta 45 milljónir Maðurinn sem lést í árekstri vélhjóls og strætisvagns á Akranesvegi á mánudagskvöld hét Aðalsteinn Davíð Jóhanns- son. Aðalsteinn var 35 ára, fæddur 26. júní 1972. Hann var búsettur í Háholti 12 á Akranesi. Aðalsteinn lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Lést í árekstri Bloggsíðu fjórtán ára gamallar stúlku sem hreykti sér þar af líkamsárásum hefur verið læst með lykilorði. Áður en síðunni var læst höfðu á fjórða hundrað athugasemdir borist við færsluna. Árásin var tekin upp á myndband sem lögreglan gerði upptækt. Stúlkan lýsti í bloggfærslunni grófum líkamsárásum sem hún framdi gegn tveimur stúlkum á sama aldri við Smáralind á þriðju- dag fyrir viku. Hún lýsir því einnig þegar hún ræðst á lögregluþjón og hrækir á hann við handtöku. Lögreglan segist vinna að rannsókn málsins. Ekki hefur verið lögð fram kæra. Blogginu læst með lykilorði Tollgæslan á Akureyri tók ungan pilt með lítilræði af hassi við komuna til Akureyrar af Hróarskelduhátíð- inni í Danmörku. Hundur tollgæslunnar sýndi manninum áhuga sem varð til þess leitað var á honum og í farangri hans. Við leitina fannst brjóstsykursmoli sem ákveðið var að skoða nánar. Maðurinn bar að um sælgæti væri að ræða. Molinn reyndist vera hass. Sagði hassmola vera sælgæti Sigríður H. Heiðmunds- dóttir, formaður Skógræktarfé- lags Rangæinga, segir fráleitt að höggva barrtré innan þinghelgi Þingvalla. Þau séu minnisvarði um þá atorku sem var í fólki á árum áður að koma upp skógi á Íslandi. Þó finnist henni einnig fráleitt að gróðursetja barrtré á Þingvöllum í dag. „Á þeim tíma sem trén voru gróðursett á Þingvöllum var ekki komin upp þessi fælni gagnvart barrtrjám, og ekki mikil umræða um hvort umhverfið bæri yfirleitt barrtré,“ segir hún. „Á ákveðnum stöðum finnst mér barrtré slíta umhverfið úr samhengi, og þau eigi frekar að vera sett í afmörkuð svæði þar sem gætir samspils náttúru, hrauns og sands. hins vegar finnst mér að þau barrtré sem eru á Þingvöllum eigi að standa.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu verða barrtré innan þinghelgi Þingvalla felld sam- kvæmt áætlun um skógarhögg og grisjun á Þingvöllum síðan 2001. Í staðinn skuli hlúa að gróðri sem eigi sér lengri sögu á Þingvöll- um. Stefnan sé að Þingvellir verði sem næst því að vera eins og þeir voru við landnám, áður en barrtré festu rætur hér á landi. Olli Rehn, sem sér um stækkunarmálin í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, segir að tekið yrði vel á móti aðildarumsókn frá Íslandi. „Að sjálfsögðu,“ sagði Rehn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt í gær, þegar hann var spurður hvort Íslendingar væru velkomn- ir í Evrópusam- bandið. „Ef ríkis- stjórn Íslands sækti um aðild að Evrópusam- bandinu þá myndi ég strax kalla saman lítinn hóp, sem myndi sjá um það. Við gætum byrjað fljótt á samningaviðræðum og það væri hægt að ljúka þeim á frekar stuttum tíma.“ Umsóknin yrði afgreidd hratt Unnur, verður þú þá eins konar vatnshöfuð Íslands á erlendri grundu?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.