Fréttablaðið - 31.07.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 31.07.2007, Síða 2
Kristinn Hallsson óperusöngv- ari er látinn, 81 árs að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926, hóf nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk síðan brottfarar- prófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölmörg- um óperusýningum og tónleikum, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistar- kennslu. Hann var lengi einn af burðarásum karlakórsins Fóstbræðra. Þá var hann ráðinn fulltrúi í menntamálaráðuneytinu árið 1970 og sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1978. Kristinn Hallsson látinn Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á laugar- dagskvöld á Biskups- tungnabraut, á móts við verslunina Minni-Borg í Grímsnesi, hét Gunn- laugur Björnsson, fæddur 1977. Gunnlaugur bjó í foreldrahúsum í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í bifhjólaslysi Tré, hvað segirðu gott? Viðræður eru hafnar á milli stjórna Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga um mögulegan samruna sparisjóðanna til að styrkja stöðu þeirra gagnvart aukinni samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. Horft yrði til skiptihlutfalla sem tækju mið af hálfsárs uppgjörum sparisjóðanna, sem verða birt í lok ágúst, en engin tíma- mörk liggja fyrir. Sameining sem þessi er háð blessun stofnfjáreigenda sjóðanna, FME og Samkeppniseftirlitsins. Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, segir að Byr hafi alla tíð átt gott samstarf við Norðlendinga. „Sparisjóður Norðlendinga er vel rekinn sjóður og rekstur hans fellur ágætlega að því sem við erum að gera.“ Byr, sem varð til við samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra á síðasta ári, vinnur nú að sameiningu við Sparisjóð Kópavogs (SPK) sem stjórnir sjóðanna hafa samþykkt. Sú sameining bíður samþykkis stofnfjáreigenda beggja sjóða og FME. Byr er annar stærsti sparisjóður landsins en Sparisjóður Norðlendinga sá sjötti stærsti í eignum talið. Byr hagnaðist um tæpa 2,7 milljarða króna á síðasta ári og námu heildareignir hans í árslok um 104 milljörðum króna. Sparisjóður Norðlendinga skilaði um 186 milljónum króna í hagnað í fyrra. Heildar- eignir sjóðsins voru um 12,6 milljarðar króna um síðustu áramót. Bregðast við aukinni samkeppni Norska prinsessan Marta Lovísa hefur tekið sér veikindafrí. Talsmaður norsku hallarinnar tilkynnti þetta í gær. Ekki var gefið upp af hvers konar veikindum hún þjáist. Prinsessan hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna skóla sem verið er að setja á stofn í Noregi. Skólinn hyggst meðal annars kenna fólki að tala við engla. Marta Lovísa lýsti því yfir á heimasíðu skólans að hún geti talað bæði við hesta og engla. Hún hefur einnig greint frá því að hún sé skyggn. Prinsessan í veikindaleyfi „Það má segja að allt annað sé í kortunum en var fyrri hluta sumars,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson veðurfræðingur um veðrið fram undan. Veruleg umskipti urðu í veðrinu á sunnudag. „Í stað þess að lægðirnar gangi suður fyrir land og hér sé góðviðri fara lægðirnar yfir okkur eða með- fram ströndum. Þetta þýðir að vind- ar og vatn verður daglegt brauð. Þetta verður í raun miklu eðlilegra veður en þessi lengsti kafli Íslands- sögunnar í góðviðri ef ég leyfi mér að taka svo djúpt í árinni þótt það sé alltaf matsatriði hvað sé gott veður.“ Talsvert önnur lögun er á Azor-eyjahæðinni og hún ýtir lægð- unum að Íslandi og loftþrýstingur norðan við land er orðinn lægri. Ísland er komið í sporbraut lægða eins og eðlilegt er. „Ég er ekki að segja að við fáum ekki góða daga. Það rofar til á sunn- anverðu landinu á miðvikudag og fimmtudag. En síðan tekur við vatnsveður fyrri part verslunar- mannahelgar með allnokkrum vindi. Það verður þó batnandi veður eftir sem líður á verslunarmanna- helgi. Vind lægir og þurrara verð- ur á Norður- og Norðausturlandi og það endar í rólegheitaveðri á verslunarmannadaginn á mánu- dag.“ Íslenskt veður fram undan Fjórir menn köstuðu til húsgögnum og börðu starfs- mann veitingastaðar á Klappar- stíg er hann reyndi að inna þá eftir greiðslu. Mennirnir fjórir sátu á staðnum á sunnudagskvöldið og drukku áfengi og hugðust þeir yfirgefa staðinn án þess að greiða fyrir veigarnar. Starfsmaður veitingahússins var kýldur þegar hann reyndi að stöðva mennina. Lögreglan kom á svæðið og handtók þann sem hafði sig mest í frammi. Hinum mönnunum tókst að komast burt áður en lögreglan kom á svæðið. Kýldu veitinga- mann og hentu til húsgögnum Árásarmaðurinn á Sæbrautinni í fyrradag hafði skrifað bréf til lögreglu áður en hann framdi ódæðið. Bréfið skildi hann eftir við hlið sér í Hrafna- gjá á Þingvöllum, þar sem hann svipti sig lífi, einum og hálfum tíma eftir morðið. Lögregla telur morðið hafa verið skipulagt fyrirfram, að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Morðinginn átti sjálfur riffil- inn sem hann skaut úr. Ekki er vitað hvenær hann keypti hann eða hvort það var eingöngu gert í þessum tilgangi. Málsatvik voru þau að fórnar- lambið, 35 ára karlmaður, var að skipta um hjólbarða á bifreið sinni á Sæbraut. Lögregla hefur ekki getað svarað hvort morðing- inn hafi valdið skaðanum á bíln- um eða hvort hann hafi veitt þeim myrta eftirför. Árásarmaðurinn hleypti einu skoti úr rifflinum í brjósthol mannsins, samkvæmt lækni. Lungað fylltist af blóði og dró það manninn að lokum til dauða. Sendiferðabílstjórinn Eiríkur Eiðsson tók fórnarlambið upp í bíl sinn og ók honum að Laugar- dalslaug þar sem hringt var á sjúkrabíl. Maðurinn var úrskurð- aður látinn á bráðadeild Land- spítalans klukkan 13.00. Á sama tíma fannst morðing- inn andvana í bifreið sinni á Þing- völlum og hafði hann framið sjálfsvíg með sama riffli. Bréfið til lögreglu útskýrði tengslin milli málanna. Ástæða morðsins var sú að hinn myrti hafði nýver- ið tekið upp ástarsamband við fyrrverandi eiginkonu árásar- mannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði árásarmað- urinn lengi ofsótt konuna. Jón Friðrik Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn hjá sérsveit lögregl- unnar, staðfesti við Fréttablaðið að þrír bílar sérsveitarinnar hefðu farið á vettvang. Sérsveit- armenn vopnuðust vegna máls- ins, en ekki kom til neinnar hand- töku eins og gefur að skilja. Ekki er algengt að sérsveitarmenn vopnist, en það gerist nokkrum sinnum á ári, að sögn Jóns. Rannsókninni lýkur líklegast innan fárra daga, en málið telst upplýst. Ekkert vitni hafði gefið sig fram við lögreglu í gær. Morð var síðast framið á Íslandi 20. ágúst 2005 þegar maður stakk annan til bana með hníf á Hverf- isgötu. Skrifaði bréfið áður en atlagan var gerð Maðurinn sem svipti sig lífi eftir morðið á sunnudag skrifaði bréf til lögreglu áður en hann lagði af stað til verksins. Maðurinn átti riffilinn sjálfur og hafði lengi ofsótt konuna. Lögreglan segir morðið hafa verið skipulagt fyrirfram.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.