Fréttablaðið - 31.07.2007, Page 8
Í hvaða landi beið flokkur
forsætisráðherrans afhroð í
þingkosningum á sunnudag-
inn?
Hvaða íslenski tónlistarmað-
ur á fimm lög á djassplötu sem
hefur náð þrefaldri platínusölu?
Hver urðu Íslandsmeistarar
karla og kvenna í golfi í ár?
Fjárfestingarfélagið
Geysir Green Energy kaupir um
fimmtungshlut í kanadíska jarð-
hitafyrirtækinu Western GeoP-
ower Corporation (WGP) á í kring-
um 600 milljónir króna. Greint var
frá samningi þar að lútandi í gær,
en verið er að leggja lokahönd á
kaupin.
Geysir kaupir liðlega 40 millj-
ónir nýja hluti í félaginu. Þegar
hefur verið gengið frá kaupum á
25 milljónum hluta og svo er tek-
inn yfir kaupréttur að rest. Verðið
hleypur á bilinu 25 til 29 sent á
hlut. Ásgeir Margeirsson, for-
stjóri Geysis Green Energy, tekur
í kjölfarið sæti í stjórn WGP. „Við
verðum þarna virkur hluthafi og
förum inn til að hafa áhrif á bæði
framgang og verkefni. Við lítum á
okkur sem áhrifafjárfesti.“
Ásgeir segir kaupin falla að
áformum Geysis um virka þátt-
töku á stærsta orkumarkaði
heims, sem sé í Bandaríkjunum.
„Við hlökkum til að taka þátt í að
efla og styrkja Western GeoP-
ower til þátttöku og þróunar á
frekari verkefnum vestanhafs,“
segir hann og bætir við að kaupin
séu hluti af stærri viðfangsefn-
um og meiri. „Í vesturhluta
Bandaríkjanna er töluvert mikið
fram undan í jarðhitanum og við
ætlum okkur eitthvert hlutverk
þar.“ Að auki er Geysir stærsti
hluthafinn í Enex sem einnig er
með í gangi verkefni í Bandaríkj-
unum. „Við erum því með tvær
tengingar inn á þennan markað
núna.“
Hlutafjáraukning WGP er sögð
liður í að fjármagna jarðvarma-
virkjun sem fyrirtækið vinnur nú
að á Geysissvæðinu í Kaliforníu,
en það er jarðhitasvæði í Sonoma-
sýslu í ríkinu norðanverðu. Ken-
neth MacLeod, forstjóri WGP,
segir nú að mestu lokið fjármögn-
un á borun og byggingu virkjunar-
innar. Hann segir sérstakan ávinn-
ing að fá Geysi Green Energy að
félaginu, enda fylgi í kaupunum
þekking og reynsla. „Samstarf
mun styrkja okkur í þeim verk-
efnum sem við vinnum að,“ er
eftir honum haft.
Höfuðstöðvar Western GeoP-
ower eru í Vancouver í Kanada, en
fyrirtækið er skráð á TSX-mark-
aðinn í Toronto. Í tilkynningu
Geysis kemur fram að Western
GeoPower einbeiti sér að vinnslu
endurnýtanlegrar jarðvarmaorku
„til að mæta ört vaxandi þörf fyrir
raforku á vesturströnd Bandaríkj-
anna og Kanada,“ en vinni nú að
tveimur meginverkefnum á því
sviði.
Geysir Green Energy er fjár-
festingarfélag um sjálfbæra
orkuvinnslu sem stofnað var af
FL Group, Glitni og VGK-Hönnun
í byrjun þessa árs.
Geysir leggur í vesturvíking
Samið hefur verið um kaup Geysis Green Energy á um fimmtungshlut í kanadíska fyrirtækinu Western
GeoPower Corporation. Hluturinn kostar um 600 milljónir króna. Forstjóri Geysis tekur sæti í stjórn WGP.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
8
8
13
... í útileguna
„Þetta verður bara
gaman,“ segir Steingrímur
Sævarr Ólafsson sem tekur við
stöðu fréttastjóra Stöðvar 2 þann
fyrsta ágúst.
Aðspurður segir hann að tíminn
verði að leiða í ljós hvort áherslu-
breytingar verði og þá hvernig.
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
sem hefur gegnt stöðu frétta-
stjóra, verður eftir breytingarnar
forstöðumaður fréttasviðs.
Breytingunum er ætlað að
fylgja eftir þeirri sókn sem hefur
verið í áhorfi á fréttir Stöðvar 2
og Ísland í bítið samkvæmt
síðustu áhorfsmælingu Capacent
Gallup.
Steingrímur
fréttastjóri
„Upp úr miðjum ágúst
setjumst við niður og förum yfir
málin. Hvernig þetta hefur gengið
og hvort það sé vilji til að halda
þessu áfram,“ segir Björn Ingi
Knútsson, flugvallarstjóri á Kefla-
víkurflugvelli.
Í júní hófst tveggja mánaða til-
raunaverkefni með sérstakri vopna-
leit fyrir Saga class-farþega í Leifs-
stöð til að þeir þyrftu ekki að bíða
jafn lengi og almenningur. Skömmu
síðar fengu viðskiptavinir Iceland
Express, sem borga aukalega fyrir
að velja sæti, einnig aðgang að hlið-
inu.
„Það er undir flugfélögunum
komið hvort þetta haldi áfram. Það
eru þau sem borga fyrir þetta,“
segir Björn. Hann segir að það hafi
alltaf legið ljóst fyrir að flugfélögin
sem nýta þjónustuna greiði fyrir
hana. Umræðan hafi verið misvís-
andi í fjölmiðlum á sínum tíma.
Aðspurður segir hann að það hafi
ekki komið til umræðu að bjóða
öllum aðgang að hliðinu gegn
greiðslu eins og tíðkast sums staðar
erlendis. „Við höfum ekki sama far-
þegafjölda og þessir flugvellir
erlendis. Því er ólíklegt að sú leið
verði farin.“
Verður endurskoðað í ágúst
Tveir menn reyndu
með ofbeldi að komast inn í teiti,
sem haldið var á Ísafirði
aðfaranótt laugardags. Húsráð-
andi meinaði þeim inngöngu, en
þá sló annar mannanna hann, en
hinn hrinti eiginkonu hans. Að
því loknu viku þeir á braut.
Klukkustund seinna komu
mennirnir aftur að húsinu,
réðust að húsráðanda, börðu og
spörkuðu í hann og hlupu á brott.
Lögregla hafði síðar hendur í
hári mannanna. Annar gisti
fangageymslur, en hinn var
látinn fara eftir tiltal. Mennirnir
voru báðir kærðir og er málið í
rannsókn.
Vildu í teiti og
beittu ofbeldi
„Eitt sinn skáti ávallt
skáti. Það eru því allir gamlir skátar
velkomnir,“ segir Margrét Tómas-
dóttir skátaforingi. Skátar um allan
heim munu endurnýja skátaheitið
klukkan átta á miðvikudagsmorgun
á staðartíma. Þá eru hundrað ár liðin
frá upphafi skátahreyfingar.
Af þessu tilefni verður opið hús
hjá íslensku skátahreyfingunni í
Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123.
Skátaheitið verður endurnýjað
undir stjórn Margrétar.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra mun taka við áskorun skáta til
ríkisstjórnar Íslands um að stjórn-
völd vinni með öllum ráðum að því
að stuðla að friði og umburðarlyndi
meðal manna og þjóða þannig að
íbúar jarðarinnar geti lifað saman í
sátt og samlyndi óháð litarhætti,
trúarbrögðum eða menningu.
Í skátamiðstöðinni verður bein
útsending frá sólstöðuhátíð á
Brownsea-eyju við England þar
sem Baden Powell stofnaði skáta-
hreyfinguna fyrir um hundrað
árum síðan. Í hópnum á eyjunni
verða tveir íslenskir skátar.
Þessa dagana fer fram alheims-
mót skáta í Hylands Park á Eng-
landi. Þar eru samankomnir á
fimmta tug þúsund skáta frá 159
þjóðlöndum.
Sýslumannsemb-
ættið á Selfossi hyggst senda
kynferðis-
brotahluta
Byrgismáls-
ins svokallaða
til Ríkissak-
sóknara til
ákærumeð-
ferðar í
vikunni.
Síðustu
skýrslur voru
teknar í gær
að sögn Ólafs
Helga Kjartanssonar sýslu-
manns.
Ríkissaksóknari vísaði málinu
á hendur Guðmundi Jónssyni,
fyrrum forstöðumanni Byrgis-
ins, aftur til sýslumanns til
frekari rannsóknar í maí. Átta
konur, allar fyrrverandi vist-
menn Byrgisins, kærðu Guð-
mund fyrir að hafa notfært sér
bágindi þeirra og misnotað þær
kynferðislega.
Síðustu skýrslur
teknar í gær